Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 21

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 21
sagði þér, að þú skyldir verða hjúkrunarkona." Hrafnsvart hár hans féll ofurlítið fram á enn- ið, þegar hann kinkaði kolli, og hann brosti við, er þetta rifjaðist upp fyrir honum. Hún sat enn með spenntar greipar um annað hnéð. Sólargeisli smaug inn um eina gluggarúðuna °g féll á fíngert, fagurt andlit hennar. „Manstu þetta ekki? Það geri ég . . . eins °g það hefði gerzt í gær. Og nú ert þú hjúkr- unarkona. Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur þegar þú verður útskrifuð héðan?“ Hún greip andann á lofti, en gat ekki komið upp neinu orði. Það var eins og henni lægi við köfnun af taugaspennu og örvæntingu. Að hann skyldi ekki muna það. Eins og knúinn af einhverri innri hvöt, hall- aði hann sér áfram, og sagði án þess að hafa gert sér grein fyrir því að Natalie hafði engu svarað. „Hjúkrunarkonan, sem hefur unnið hjá mér, hættir eftir nokkrar vikur, Natalie. Hún ætlar uð gifta sig. Gætir þú hugsað þér að taka við starfi hennar?“ Hún starði augnablik á hann, galopnum, stórum, brúunm augum, og hélt niðri í sér andanum. Örvæntingin dvínaði og ljúfur gleði- straumur hríslaðist um hana alla. „Svo að þér munið þá eftir því?“ stamaði hún loksins. „Þér munið það?“ Hann hrukkaði brýrnar. Svo var það hann, sem starði á hana. „Man hvað, Natalie?“ „Það sem þér lofuðuð mér, kvöldið sem ég fór á barnaheimilið,“ hvíslaði hún. ,,Að einn goðan veðurdag yrði ég hjúkrunarkona hjá yður.“ ,Lofði ég því? Dálítið fljótfærnislegt af mér, ekki rétt? En sem betur fer vakir forsjónin yfir okkur, þessum fljóthuga manneskjum." Hann brosti glaðlega. „En þú gerir þér von- andi grein fyrir, hvað staða hjá mér innifelur. Að taka á móti sjúklingum koma með mér, þegar ég þarf að fara út og gera uppskurði, sjá um að allt sé til reiðu, þegar uppskurður- lnn á að hefjast . . . og svo annað þetta venju- ^e&a. Hefurðu áhuga á starfinu?“ „Ég hefi gert þetta allt,“ svaraði hún veikri röddu. Hún hafði það á tilfinningunni að hún ætlaði að fara að gráta. Ekki af því að hún v®ri hrygg, heldur af einskærri gleði. Það, að hann hafði ekki munað eftir þessu, skipti engu Hún átti að hjálpa honum, vera með honum máli lengur. Draumur hennar var að rætast. hvem einasta dag, næstum hverja stund dags- ins. Hann hafði staðið upp og stóð nú með hend- ur í vösum og horfði niður á hana. „Þá er það ákveðið," sagði hann. „Þú getur fengið skriflegan samning, ef þú vilt og þú byrjar hjá mér jafnskjótt og þú ert laus héð- an. Hvenær verður það?“ „Að mánuði liðnum.“ „Það er prýðilegt. Þá verð ég kominn aftur úr brúðkaupsferðinni. Veiztu, ... og nú brosti hann sínu drengjalega brosi, . . . veistu að ég hefi ekki tekið mér frí, síðan ég lauk námi við háskólann, nema einn eða tvo daga. Nú ætlum við Marjorie í þriggja vikna siglingu. Ég hlakka svo sannarlega til þess.“ Eitt augnablik flaug Natalie í hug að það ætti að vera hún, sem færi með honum í sigl- inguna — sólskin og blátt haf — sjá ókunn lönd — með honum. En hún þvingaði sig aftur til raunveruleikans, og skammaðist sín fyrir þessa. hugaróra sína. Allt slíkt tilheyrði Marjorie Daw. „Ég óska þér og ungfrú Daw ánægjulegrar ferðar,“ sagði hún lágt. „Þá verður hún orðin frú Bradburn. Hljóm- ar það ekki fallega?“ bætti hann glaðlega við. „Marjorie er alveg einstök. Eiginlega get ég ekki hugsað mér hana sem eiginkonu, ekki einu sinni mína.“ 6. kafli. Marjorie Daw var í borginni að gera síðustu innkaupin fyrir brúðkaupsferðina. Hún hafði stöðugt verið að verzla í sex vikur. Hún hafði ekki gert annað en fara í eina verzlunina af annarri, frá einni saumastofunni til hinnar, alltaf með sama viðkvæðið, að hún ætti varla flík utaná sig. „Er það ekki hræðilegt," sagði hún í kvört- unartón við Bob. „Ég á bara engin föt. Ég verð víst neydd til að ganga um á snekkjunni með fíkjublaði. En ég hefi ekki einu sinni fíkjublað.“ „Ég hefði ekkert á móti því,“ svaraði Bob hlægjandi. „En það er annað mál, hvað far- þegarnir mundu segja.“ Heimilisblaðið 109

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.