Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 23
Það á rödd þinni, að þér líkaði ekki hvernig
eg talaði um Natalie. Hvers vegna?“
„Ég fylgist alls ekki með, Bob.“
>.Þú getur ekki haft neina andúð á henni.
Það þætti mér leitt. Ég hefi ráðið hana sem
aðstoðarstúlku á læknisstofunni minni.“
„Aðstoðarstúlku þína?“
>>Já. Ég bauð henni starfið í dag og hún
Þáði það. Eins og þú manst, ætlar ungfrú
Munsford að fara að gifta sig. Þú hafðir
aldrei neitt á móti ungfrú Munsford," bætti
hann við í léttari tón og brosti.
Hún brosti einnig, en aðeins með vörunum.
>>Nei, — en ungfrú Munsford hefur ekki
hastaníubrúnt hár og hún hefur heldur ekki
stór, brún augu, og þar að auki er varla hægt
að kalla hana snotra, hvað þá meira.“
>>Það kemur þessu máli ekkert við,“ sagði
hann ergilega. „Þegar Natalie byrjar að vinna
hjá mér, er starf hennar ekkert umfram það
venulega. Það má næstum segja, að þá hætti
hún að vera annað en hver og ein hjúkrunar-
hona. í augum okkar læknanna eru þær eins
°g sjálfvirk tæki, sem framkvæma fyrirskip-
anir okkar.
>>Það held ég ekki, Bob. Það segir enginn
fnaður, að kona sé hrífandi, og lítur jaf.n-
íramt á hana sem „sjálfvirkt tæki.“
>>En sá þvættingur. — Þegar ég sagði, að
hún væri hrífandi — eða hvað ég nú sagði —
var ég aðeins að segja frá staðreyndum. Þú
sPurðir mig hvernig hún liti út, og ég reyndi
að lýsa henni fyrir þér. Ég viðurkenni að ég
hefi áhuga fyrir henni. Það hefi ég haft allar
götur síðan hún var barn. Ég var læknir
°mmu hennar. Hún var aðlaðandi og skemmti-
Ég gömul kona og þegar hún dó, átti barnið
engan að, og ég vorkenndi því. Það var ég,
Sem fékk talið hana á að fara á barnaheimilið.
Éún sagði mér í dag, að það hefði verið ég,
sem hefði vakið löngun hennar til þess að
verða hjúkrunarkona. Og svo að ég segi eins
°S er, lofaði ég henni því, að ef hún yrði það,
shyldi ég útvega henni starf, og þess
Vegna ..
..... lætur þú hana fá starfið, sem þú
lofaðir henni,“ endaði Marjorie setninguna
fyrir hann. Síðan varð óþægileg þögn, sem
virtist fela í sér áframhaldandi deilu milli
þeirra.
„Alveg rétt.“ Það var hann sem rauf þögn-
ina brosandi. „Og þar með er öll sagan sögð.
Þú hlýtur að skilja hvað það er heimskulegx
af þér að vera mótfallin því, að ég réði hana
á læknisstofuna.11
„Þú virðist hafa áhuga á að hún verði að-
stoðarstúlka þín?“
„Já. Hún er bæði vel fær í starfi sínu og
áhugasöm. Þar að auki fannst mér ekki rétt
gert af mér að valda henni vonbrigðum. Það
er eins og hún hafi .... hafi treyst á það, sem
ég lofaði henni fyrir mörgum árum síðan.“
Marjorie hneigði höfuðið lítið eitt. Hún var
rauð í andliti og alvarleg. „Ég skil,“ sagði
hún lágt. Við eigum sem sagt að deila þér á
milli okkar.“
Hann eldroðnaði og djúpblá augun leyftr-
uðu, en hendurnar krepptust. „Hvern fjand-
ann ert þú að tala um, Marjorie?"
„Hún verður með þér allan vinnutíma þinn,
Bob,“ sagði Marjorie lágt. „Og vinnan mun
áreiðanlega taka mestan hlutann af lífi þínu.“
„Hún verður hjá mér sem systir, aðstoðar-
stúlka, hjúkrunarkona, eða hvað sem hægc
er að kalla það. Þú verður konan mín. Geturðu
ekki séð að það er mikill mismunur á því?
Ég skil bara ekki hvaða hugarórar þetta eru
í þér.“
„Ég ætlaði ekki að segja neitt heimsku-
legt, Bob.“ Hún hafði einnig roðnað í andliti.
„Ég meintí aðeins----------.“ Hún yppti öxl-
um. „Það þýðir ekkert að vera að tala um það.
Ég meinti aðeins, að með starfi sínu fær hún
hlutdeild í þér í starfi þínu, sem ég fæ ekki.
Hún fær hlutdeild í þekkingu þinni og sigr-
um, en ég ekki. Er þetta ekki satt?“
„Ef til vill. En þannig myndi það vera,
hverja sem ég réði til mín sem systur. Ég
skil ekki hvað þú hefur allt í einu mikinn
áhuga á þeim hluta lífs míns, sem helgast
starfinu. Ég hélt að þinn áhugi og ánægja
beindist að því að skapa mér heimili, taka á
móti vinum mínum, og fara út með mér þegar
tími og tækifæri eru til.“
Hún hallaði sér þreytulega fram á borðið,
hrædd við eitthvað í rödd hans þessa stund-
ina. „Já, Bob, ég verð ánægð með það. Ég —
ég vissi ekki almennilega hvað ég var aö
segja áðan — ég er víst dálítið þreytt núna,
af öllu þessu stússi við innkaupin-------það
var heimskulegt af mér að vera með þessa
ímyndun. Þessi Norrisstelpa verður áreiðan-
H E I M I L I S B L A Ð IÐ
111