Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 25
,>En þér geðjast að honum, og slíkt endar
°ft með ást. Þess vegna er það hættulegt fyrir
eins laglega stúlku og þú ert, að vinna stöðugt
með manni sem er eins álitlegur og þessi
iseknir. Ef ég man rétt, er hann sérstaklega
glæsilegur. Hvað er hann gamall?“
„Ég veit það ekki. Um þrítugt, hugsa ég.
Ekki mikið eldri en ég. En þetta er hrein f jar-
stæða, sem þú heldur fram.“ Natalie talaði nú
í æsingi.
„Vertu ekki svona æst,“ sagði Annabel
hlægjandi. „Þrítugsaldurinn er hættulegur
serstaklega fyrir stúlkur eins og þig, sem
tekur lífinu alvarlega og lítur þar að auki
mjög vel út. Það er öruggara að svipuðum
eldri og maður sjálfur, og taka ekki lífinu
elvarlega. Hvað heldurðu að konunni hans
^omi til með að sýnast um þig?“
„Ekkert. Ég--------“. Natalie gat ekki var-
lst hlátri. „Hún tekur ábyggilega ekki einu
sinni eftir mér. Ekki virtist hún taka eftir
mér, síðast þegar hún sá mig.“
, En það mun hún áreiðanlega gera núna,“
svaraði Annabel stríðnislega.
8. kafli.
Natalie las um brúðkaup Bobs í morgun-
blöðunum daginn eftir. Brúðkaupið var haldið
a heimili brúðurinnar. Stephan Daw hafði
viljað svo hafa. Að vísu hafði hann frekar
haft horn í síðu dóttur sinnar árum saman,
eri eftir því sem nær dró brúðkaupinu, varð
^arm „bara föðurleguh", eins og Marjorie orð-
aðl það sjálf.
„Þetta er alveg eins og áhrifamikil leik-
sýning,“ sagði hún brosandi við Bob. , Hann
Veit alls ekki hvað hann á að gera án mín.
Neimilið verður tómt og gleðisnautt, þegar
hlátur minn heyrist ekki lengur. Elsku Bob.
þú ekki hreykinn af því að þér hefur
tekizt að ræna þessum dýrmæta demanti frá
^anrla manninum?“
„Litli kjáninn þinn,“ sagði hann hlægjanai-.
get ekki skilið hvers vegna hann bakar
Ser allt þetta umstang, þegar hann loksins er
að losna við þig. Og það veit hamingjan, að
eg veit ekki hvað ég á að gera með þig þegar
eg loksins hefi eignast þig.“ Þótt hann segði
Petta í gamni, og meinti það sem spaug, lá
HEXmi
nokkur sannleikur að baki orðanna. Hann gat
tæpast hugsað sér Marjorie — eða jafnvel
nokkur önnur kona — myndi falla inn í þann
ramma, sem hann hafði myndað um líf sitt.
Hann hafði mjög lítinn frítíma, og næstum
enga löngun í samkvæmislífið, en þessa hvort-
tveggja ætluðust ungar konur gjarnan til af
eiginmönnum sínum. Og Marjorie lifði sýni-
lega í þeirri trú, að hjónaband þeira yrði
glaumur og gleði. Hann yrði að reyna að
gera henni til hæfis eftir beztu getu.
Og þegar þau voru gefin saman í gömlu
kirkjunni, var hún svo falleg þegar hún gekk
upp að altarinu, að hann hefði getað fallið á
kné og tilbeðið hana. Mættu allar góðar vættir
gefa honum styrk til að bregðast ekki vonum
hennar, hugsaði hann, og fannst hann sjálfur
bæði auðmjúkur og lítilfjörlegur við hlið
hennar — já í öllu þessu tilgerðarmikla um-
stangi sem tilheyrði þessu brúðkaup þeirra.
Meðan vígslan fór fram, sá hann aðeins
vangasvip hennar. Það var eins og hún af
ráðnum hug starði stöðugt á prestinn, en liti
aldrei til hliðar, eins og hún drykki í sig hvert
orð, sem presturinn ságði, og reyndi að gera
þau að hluta af sjálfri sér. En þegar hendur
þeirra mættust, fann hann að hönd hennar
skalf lítið eitt. Það hafði undarleg áhrif á
hann, því Marjorie var alltaf svo sjálfsörugg.
En ef til vill var hún það ekki á þessari stundu,
frekar en hann. Þessi tdhugsun tengdi hann
henni enn fastari böndum en hjúskaparheitið.
Hann langaði mest til að faðma hana að sér
og hrópa: „Við skulum forða okkur héðan.
Við skulum flýja á einhvern stað þar sem
við getum verið ein.“
En þótt Marjorie hefði virkað undarlega
fjarræn í kirkjunni, varð hún eins og venju-
lega, þegar athöfninni var lokið, og tók heilla-
óskunum með sinni venjulegu gamansemi.
Hún drakk nokkrum kampavínsglösum of
mikið, og svaraði sjálf með nokkrum þakkar-
orðum, þegar skál brúðurinnar var drukkin
— öllum til mikillar undrunar, en þó sérstak-
lega Bob.
Hann heyrði glaðværan hlátur hennar gegn-
um gluggann, meðan hún fór úr brúðarskart-
inu. og klæddist ferðafötunum með aðstoð
brúðarmeyja.
Fyrir framan dyrnar á heimili föður brúð-
arinnar stóð glæsileg bifreið og Bob, klæddur
LISBLAÐI.Ð
113