Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 26
nýjum, gráum fötum, tilbúinn að hjálpa henni
inn. Það var keki laust við að hann væri ofur-
lítið taugaóstyrkur. Gestiarnir stóðu umhverf-
isis vopnaðir skrautböndum og grjónum. En
Marjorie hentist allt í einu niður tröppurnar
og inn í bifreiðina, áður en nokkur gestanna
gat áttað sig.
„Verið þið bless!“ hrópaði hún út um glugg-
ann um leið og þau óku í burtu. „Hérna er
koss handa þér, pabbi. Gríptu hann.“
Bob greip hana í faðm sér. „Marjorie Daw,
—• ég elska þig.“
Netta andlitið hennar varð skyndilega al-
varlegt. Það var eins og hún hefði kastað
grímu. , Ég elska þig líka, Bob. Við skulum
alltaf elska hvort annað á þennan hátt. Lífið
getur ekki brugðist okkur, ef við gerum það.“
„Nei, það er satt, Marjorie.“
Marjorie varð fyrir vonbrigðum yfir því að
Bob skildi ekki kasta sér út í samkvæmislífið
af lífi og sál um borð í skipinu. En sjálf sat
hún lengst af á háum rauðum stól við barinn.
„Maður þarf ekki annað en sjá þennan bar,
til þess að allar áhyggjur fjúki út í veður og
vind. Þetta verkar iens og kampavín í góðum
félagsskap," sagði hún. „Stemningin vex með
hverjum tappanum sem skýzt upp úr flösk-
unum.“
Bob tók öðru hvoru þátt í samkvæmislífinu,
en virtist vera því fegnastur, þegar hann gat
dregið sig í hlé. Honum þótti gaman að dansa,
en dansaði eingöngu við Marjorie eða stóð
•álengdar og horfði yfir iðandi hópinn á gólf-
inu. Hann hafði ekkert á móti því að fá sér
glas, en vildi helzt drekka það í friði og ró
með nokkrum herrum, og Marjorie varð furðu
lostin þegar hún uppgötvaði, að hann hafði
tekið með sér fulla tösku af tímaritum um
læknisfræði.
„Þú hefur enga hæfileika til að skemmta
þér, Bob. En sleppum þvi.“ Hún beygði sig
áfram og kyssti hann. ,Mér skal takast að
kenna þér það. En með þinni hjálp. Vertu nú
góður og reyndu að vera kátur, elskan."
Hann lagði armana utanum hana og lofaði
að gera sitt bezta, þótt það væri honum móti
skapi. Og Marjorie varð hamingjusöm, og
trúði því, að hann skemmti sér reglulega vel.
Að vissu marki gerði hann það líka. En það
komu einnig þær stundir sem hann hataði
andrúmsloftið er þarna ríkti.
Stundum læddist Marjorie niður í herbergi
sitt og grét. Ekki vegna þess að hún efðist
um að Bob væri mjög hamingjusamur, en
það voru viss atriði í háttum hennar, sem
hann gat ekki skilið, og sem hann virtist ekki
vera ánægður með. Það var tilhneiging henn-
ar til að fá sem mest af hlátri og skemmtun-
um út úr lífinu. Hlátur og skemmtun, — það
var að vera glaður og hamingjusamur. En
Bob hugsaði um aðra hluti. Um vinnu sína
og þessi andstyggilegu læknisfræðitímarit sín.
Þegar mesti gállinn var á henni, tók hún
eftir því, að hann var eirðarlaus og þungbú-
inn einkumef aðrir karlmenn sýndu henni
áberandi áhuga. Bob gat þó ekki búizt við
öðru en að kona eins og hún vekti eftirtekt og
áhuga annarran en hans sjálfs. Sjálf mundi
hún sálast úr leiðindum, ef hún gerði það
ekki.
En hvað sem öllu þessu leið, var hveiti-
brauðsferðalagið mjög svo ánægjulegt, og
þegar hún var í einhverjum vafa, minntist
hún þess, sem faðir hennar hafði sagt: „Hveiti-
brauðsdagarnir er reynslutími, jafnvel fyrir
þá hamingjusömustu. Vertu ekki með neinar
áhyggjur, Marjorie. Það er framhald hveiti-
brauðsdaganna sem mestu máli skiptir. Það
eru þeir, sem eiga að veita manni hina full-
komnu hamingju.“
Þrátt fyrir það að hún var stundum óánægð
með hvað lítinn þátt Bob tók í gleðskapnum
átti lífið um borð í skipinu mjög vel við hana.
Hún varð leið, þegar hún kom aftur til Lon-
don, og hugsaði sér að Bob væri það einnig.
„Já, ég hefði gjarnan viljað að ferðin hefði
staðið lengur," sagði hann. En fyrsta morg-
uninn, sem hann kom á skrifstofuna sína eftir
ferðalagið, fann hann til ienhvers léttis, svo
hann varð órólegur, — jafnvel dálítið smeyk-
ur.
9, kafli.
Natalie beið hans viðskri fborðið, en skrif-
stofan og biðstofan voru samliggjandi. Þegar
hann britist í dyrunum, hrökk hún við og ná-
fölnaði. Andlit hennar varð eins hvítt og
búningurinn. Kastaníubrúnt hárið var hulið
undir hvítum kappanum. Þegar Bob sá hana
sitja þarna á gamalkunnum stað, fékk hann
þá undarlegu tilfinningu, að nú væri hann loks
114
HEIMILISBLAÐI8