Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 27
kominn heim. Han hafði alls ekki fundið fyrir
þessu, þegar hann gekk inn í hið glæsielga
Mayfair-hús sem hann og Marjorie höfðu
leigt. Það hafði virkað snoturt, en ókunnug-
Jega.
Upphátt sagði hann: „Góðan dag, Natalie.
% sé að þú ert þegar byrjuð á skyldustörf-
unum.“
»,Já, herra Brad. Ég byrjaði í gær. En ég
^ná ekki kalla þig herra Brad lengur,“ bætti
hún við og brosti lítið eitt. „Þú verður að
afsaka.“
,Allt í lagi. En ef til vill er bezt að þú gerir
það ekki — að minnsta kosti ekki í áheyrn
slúklinganna, og ég verð víst neyddur til að
kalla þig ungrú Norris, þótt það sé reyndar
hálí kjánalegt af mér.“
„Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklát
fyrir að þú skyldir ráða mig,“ sagði hún lágt.
„Og ég er glaður yfir að hafa haft tæki-
íæri til þess. Ég er þess fullviss að þú verður
mer ómetanleg hjálp í störfum mínum.“
Natalie hafði nú aftur fengið sinn eðlilega
htarhátt í andlitinu, og virtist hafa náð jafn-
v®gi. Aðeins hjarta hennar barðist ákaft, en
þa3 gat engan grunað.
, Hefur nokkuð sérstakt gerst, síðan þú
homst hingað?“ spurði hann. „Ungfrú Muns-
fordsendi mér skýrslu um allt sem skeði
aaeðan ég var í burtu, til dagsins, sem hún
hætti störfum."
„Hún sagði mér að hún mundi gera það.
Arnmering læknir hringdi í gær, varðandi
sJúkling, sem hann óskaði að þér lituð á. Það
er úrengur sem verið hefur krypplingur allt
Sltt líf. Hann sagði að foreldrarnir væru ríkir
°g vildu greiða hvað sem væri, ef hægt væri
hjálpa honum. En læknirinn virtist ekki
úlíta neina von til þess.“
„Það er alltaf von,“ svaraði hann alvarlega.
„Það er vonin sem veitir okkur gleði í þessu
starfi, Natalie. Vissan um að það sé von.
Sjáðu aðeins hvað margt er hægt að gera í
hag, sem var útilokað fyrir nokkrum árum.
^ísindin taka risaskref á ári hverju, og það
Sem er ómögulegt í dag er aðeins venjulegt á
^°rgun. í dag.
á morgun já, hvern dag,
atalie, heldur baráttan áfram, baráttan við
sJúkdóma og pestir. Það er stríð, Natalie, þar
Sern þú og ég, og aðrir eins og við, erum í
remstu víglínu. í þessu stríði við óvini okkar
HeIMIL
verðum við að sigra, Natalie, þar til sjúk-
dómar, þjáningar og dauði verður afmáð,
óþekkt og gleymt, eins og fornarldarskrímsl-
in.“ Hann þagnaði skyndilega og brosti. „Ég
ætlaði mér ekki að þreyta þig. Ekki fyrsta
daginn sem þú starfar hjá mér.“
„Hættið ekki, Brad,“ hvíslaði hún, og stóru
brúnu augun hennar ljómuðu. , Þannig talað-
irðu við mig, þegar ég var barn. Það var þess
vegna sem ég gerðist hjúkrunarkona. Vertu
nú svo góður, og talaðu einmitt við mig á
þennan hátt — það veitir mér styrk. Það fær
mig til að finna það og sannfærast um, að
starf mitt hefur einhvern tilgang."
„Finnst þér nokkurntíma að allt sé einskis-
vert?“ spurði hann hljóðlega, og færði sig
nær henni. „Þú ert allt of ung til að hugsa
þannig."
, Stundum kemur það fyrir.“ Rödd hennar
var varla heyranleg, og hún leit niður fyrir
sig. Hún settist aftur við skrifborðið, því hún
skalf í hnjánum. Hún hugsaði um morguninn,
þegar hún hafði lesið um brúðkaupið. „En það
kemur ekki oft fyrir,“ bætti hún við.
Natalie var fljót að tileinka sér starfið, og
af því að hún var bæði dugleg og áhugasöm,
leysti hún störf sín af hendi með mestu prýði.
Hún var óþreytandi og eljusöm, og lifði að-
eins fyrir starf sitt andstætt við Annabel.
, Þú ert brjáluð," sagði Annabel. „Hvaða vit
er að eyða beztu árum ævinnar í hugsjóna-
þrældóm. Þú ert svo uppgefin á hverju kvöldi,
að þótt þú drifir þig í samkvæmi, hefurðu ekki
rænu á að líta almennilega út, svo að þú
dragir að þér athygli karlmannanna. Þú eyðir
ungdómsárunum í að eltast við draum.“
Natalie leit upp, og það var óttablik í brúnu
augunum hennar.
, Hvað meinar þú, Annabel? Eltast við
draum?“
Annabel yppti öxlum. „Ég sagði það. Þessi
Brad læknir. Hann er draumvera. Þótt þú
vinnir með honum hvern einasta dag, held ég
að þú hugsir aldrei um hann sem raunveru-
legan mann. Hann er yfirnáttúrulegur — eins-
konar guð. Það er þess vegna, sem þú umberð
þetta, þótt hann virðist vera í hamingjusömu
hjónabandi. Þú álítur hann hátt yfir alla aðra
hafinn, og þess vegna hefurðu ekki áhuga á
að umgangast venjulegt fólk. Það er hættu-
legt. Þú ert álitleg stúlka, Nat. Þú ættir að
ISBLAÐIÐ
115