Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 30
Við. sem vinnum eldhússtörfin
Nú fara tómatar að koma á markaðinn og
það er hægt að nota þá í fleira en ofanálag.
Hér eru uppskriftir af nokkrum tómatréttum,
sem má nota sem forrétt, eða einn rétt á
köldu borði.
Ostagratineraðir asparagustómatar:
Skerið lok af nokkrum jafnstórum tómöt-
um og takið varlega innan úr þeim. Raðíð
tómötunum þétt saman í smurt ofnfast fat
og leggið nokkur asparagusstykki sem búið er
að brúna í ofurlitlu smjöri ofan í hvern tó-
mat. Látið hráa eggjarauðu varlega ofan á
aspargusstykkið. Sáldrið salti og pipar yfir
og stráið einnig muldum osti yfir. Setjið fat-
ið inní vel heitan ofn 225—250° í 10—12 mín.
í staðinn fyrir asparagus má setja brúnaða
sveppi eða bacon.
Tómatar fylltir með lifrarkæfu
og sveppum:
Skerið lok af jafnstórum tómötum, vel
þroskuðum en ekki linum og takið varlega
innan úr þeim. Hrærið góða lifrarkæfu upp
með rjóma, (gerið ráð fyrir lOOgr . af kæfu
í 3 tómata), þangað til kæfan er svo lin að
hægt er að sprauta henni ofan í tómatana.
Ofurlítið konjak eða madeira saman við kæf-
una gerir hana ekki verri. Blandið fínsöxuð-
um sveppum saman við. Skreytið með sveppa-
sneiðum og steinselju (persille).
Þessir tómatar eru beztir kaldir.
Tómatar með norskri fyllingu:
Saxið þrjú harðsoðin egg ásamt 6 sardín-
um og blandið 3 msk af fínsöxuðum lauk og
2 msk fínt saxaðri steinselju út í. Blandið
þessu saman við mayonaise sem ofurlítið af
rjóma er hrært út í og bragðbætt með sinnepi
eða karry. Látið blönduna í tómatana og
skreytið með steinselju. Borðaðir kaldir.
Hversdagstómatar:
Þrýstið úr grófhakkaðri medisapylsu út í
tæmda tómata og smyrjið yfir með sinnepi,
sáldrið með raspi, látið smjör ofan á, látið
nokkuð þétt í ofnfast fat og látið í vel heitan
ofn ca. 250° í 15—20 mín.
Og svo er það blessaður fiskurinn, sem nóg
er af á Islandi. Hér eru tvær mjög góðan
uppskriftir:
Þorskur með sítrónu:
3 dl vatn,
1 meðalstór laukur (skorinn í sneiðar'
1 púrra (skorin I hringi)
1 gulrót í sneiðum
3 brúskar steinselja
1 lárberjablað, salt, pipar
ca 600 gr þorskflök
1 sítróna í sneiðum
2 msk smjör eða smjörlíki.
Allt grænmeti ásamt kryddi er soðið í ca.
20 mín. í vatninu undir loki. Fiskurinn, sem
er skorinn í sundur, er lagður í smurt ofnfast
fat og er þakið með grænmetinu. Stingið
sítrónusneiðunum í. Smjörið er lagt í smá
klumpa og fatið látið í ofninn við 200° í 15—-
20 mín. þangað til fiskurinn er gegnsoðinn.
Þetta er auðveldur og góður réttur og
nægir handa fjórum. Ofurlítil steinselja er
klippt niður og sáldrað yfir. Borðað með
hveitibrauði.
Fiskifat með tómathrísgrjónum:
Látið eftirfarandi krauma í þykkbotnuðum
potti.
3 mask. olía
3 msk. fínsaxaður laukur
3 dl hrísgrjón
og bætið út í eftir nokkra rmínútur
3 msk tómatsósu
6 dl vatn.
Látið hrísgrjónin sjóða, látið lok yfir og
sjóðið við 225° hita í ofni í ca. 20 mín. Hrærið
upp í hrísgrjónunum með gaffli og sáldrið
saxaðri steinselju yfir.
118
H E I M I L I S B L A Ð I í>