Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 32
Strúturinn hefur boðið Kalla og Palla í afmælis-
veizlu. Hann er orðinn fimm ára og Kalli og Palli
kaupa tvo háa og fallega kaktusa handa afmælis-
barninu. En fyrir utan hús strútsins stendur grís-
inn og gefur gestunum blöðrur. En kaktusarnir
koma víst of nærri blöðrunum, þvi þær springa
allar nema ein. Það var skammarlegt, en sem
betur fór átti strútsmamman nógar blöðrur handa
gestunum.
„Æ,“ kallar Kalli, „nú höfum við lokað lykilinn
inni á kommóðunni! Hvað eigum við að gera?“
Palli er súr á svipinn, því hann er syfjaður og
þreyttur, og sólin í Afríku er allt of heit til þess
að leggja sig utan dyra. Kalli er hinn rólegasti og
fer niður um reykháfinn og birtist brátt i dyrun-
um og opnar fyrir Palla, sem verður fyrst ótta-
sleginn, því Kalli er biksvartur eftir ferðina niður
sótugan reykháfinn. Kalli verður því að fara út í
skógartjörnina og baða sig. En hvað haldið þið að
hafi skeð? Kalli gleymdi að taka lykilinn á komm-
móðunni, og nú eru dyrnar aftur læstar.