Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 3
Húsið okkar er fullt af dýrum EFTIR JOHN OG JEAN GEORGE Morgun einn snemma var hringt til okk- ar og okkur skipað að afhenda stokköndina °kkar og kanadísku villigæsina á lögreglustöð- lna. Vaktstjórinn las tilkynninguna upp fyrir °kkur: „Teknar inn á stöðina kl. 3 í nótt, Þar eð þær reikuðu um á miðri götu og gögg- u<)u“. Síðan bætti hann við, alvarlegur: „Það lítur út fyrir, að hér sé um að ræða dæmigert ^akk, auk þess brot á reglum um almenna kyrrð og velsæmi“. ■>Eg lýsi mig saklausan“, svaraði John jafn alvarlegur. „Þær voru aðeins að kalla á móð- Ur sína“. »Og hvar var þá móðir þeirra?“ spurði lögreglumaðurinn. »Hann lá heima í rúmi sínu“. xHANN! Hvað í ósköpunum eigið þér við með hann ?“ »Eg á við það, að ég er móðir gæsarinnar!“ staðhæfði John, ekki laus við hreykni. „Ekkert miHi himins og jarðar getur sannfært þennan S^sarunga um það, að ég sé ekki móðir hans. ^að var nefnilega ég, sem hjálpaði honum ut úr egginu, skiljið þér. Ég var fyrsta lifandi Veran, sem hann sá. Og fyrir nýorpinn fugl hýðir það yfirleitt sama og „móðir“. Dýrasál- r®ðingar kalla það „mótun“. Einhvers stað- ar 1 heila þessa litla fugls er geymd mynd af mér' Hann heldur að sjálfur sé hann skapaður 1 Þessari mynd. Hann veit ekki, að hann er gæs — og myndi ekki þekkja aðra gæs, þótt hann sæi hana. Hann heldur að ég sé gæs. Steggurinn heldur aftur á móti, að hann sé sjálfur gæs, vegna þess að gæsin var það fyrsta sem hann rak augun í, þegar hann skreið út úr egginu. „Svo var það í nótt, að einhver eða eitt- hvað vakti gæsarungann, og hún varð að komast að raun um, hvort ástæða væri til að óttast, eða hvort hún gæti haldið örugg á- fram að sofa. Þess vegna fór hún út að leita að mér. Andarunginn elti hana, því hann heldur, að hún sé móðir hans. Og þegar hún kallaði, fannst honum að hann ætti að gera það líka“. „Það var og“, tautaði vaktstjórinn. „Ja, það getur ekki verið neitt ólöglegt við það, að gæsarungi kalli á móður sína. Kæra látin niður falla“. John og lögreglumaðurinn fóru út til að sækja friðarspillana. Þegar John kallaði, rak gæsin gogginn út í veðrið og kom hlaup- andi. John settist upp í bílinn, gæsin fylgdi honum og settist við hlið hans. Andarunginn elti gæsina og settist hinn ánægðasti við henn- ar hlið. Aftur var komin á lög og regla í hin- um leyndardómsfulla heimi fuglanna. Þegar maður gerist gæsamamma, fær maður innsýn í líf gærarunganna, sem jafnvel þúsund- ir rannsóknarferða út í náttúruna geta ekki

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.