Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 13

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 13
»Segðu mér, — ekki vænti ég að þú hafir heyrt að ég sé að því komin að giftast?" »Ja, þegar þú hefur orð á því sjálf, þá sé % að það er full ástæða til að óska þér til hamingju. Ástæðan fyrir því, að ég hef ekki §ert það fyrr, er einfaldlega sú, að mér fannst svo skrýtið að þú skyldir ekki vera búin að Segja manni þetta sjálf“. Simone depplaði augunum aldeilis hissa: »,Þú vissir þetta semsé? . . . Þegar allt kem- Ur til alls, þá vita þetta kannski allir . . . nema éS sjálf“. »Við hvað áttu?“ »»Nei, nú er þó nóg komið!“ Með þessi óvæntu orð á vörum strunsaði huö út og lét samstarfsstúlkuna eina um að raða gátuna. Svo staðföst og ákveðin sem hún var, gekk hún rakleiðis þangað sem káp- atl hennar hékk og fór í hana. Klukkan var Ctln ekki orðin alveg sex, en stúlkan beið ekki eftir venjulegum lokunartíma í þetta Slnn. Hn þegar hún loks komst að bankanum ^ Boluevard Haussmann, var að sjálfsögðu Ul& að loka honum. Samt lét hún ekki slíka Stnámuni aftra sér, heldur skaust inn um hlið- ardVr. Bankastarfsmaður spratt á fætur og °ni til móts við hana: „Það er búið að loka ankanum, ungfrú góð“. »Veit ég vel, — og þó er hann ekki lok- aðri en það, að ég er komin inn í hann. Get Cg fcngið að tala við bankastjórann?‘ 'Varf'smaðurinn brosti samúðarbrosi yfir svo arnalegri spurningu. »Voruð þér kannski búnar að mæla yður mót við hann?“ »’Vei“, en hún sá samstundis eftir því S\ar*: hetra hefði verið að svara játandi, því ^ fnn til hans ætlaði hún. „Ég verð að fá tala við bankastjórann . . . og það á stundinni“. efast um að þér fáið áheyrn“. »Hins vegar er ég viss um það“. »Ér því yður er það slíkt kappsmál, þá get ® gert tilraun. Hvaða nafn á ég að nefna?“ »Ungfrú Simone Vérard“. hy»Hinmitt“, tautaði bankastarfsmaðurinn og art- Hann kom brátt aftur, og sagði hinn I hátíðlegasti: „Gjörið svo vel, ungfrú, — þessa leið“. í stóru og mjög skrautlega búnu skrif- stofuherbergi sat miðaldra maður við stórt skrifborð. Hann var aðeins tekinn að hærast í vöngum. Þegar Simone gekk inn, reis hann á fætur, og bros hans var nokkuð biturt. „Rodena bankastjóri?" „Yðar reiðubúinn . . . við hverja hef ég ég þann heiður að tala?“ „Þekkið þér mig ekki?“ „Því miður . . . “ Bankastjórinn yppti öxl- um vandræðalegur. „Reyndar þekki ég yður ekki heldur. . . en samt sem áður. . .! Rodena kom skyndilega til hugar, að stúlk- an væri sinnisveik, og hönd hans nálgaðist bjölluna. En viljaföst stúlkan hélt áfram þar sem hún var komin: „Samt sem áður stendur víst til, að við giftum okkur . . . það er mér að minnsta kosti sagt, að þér berið út um allt. Skrýtið, finnst yður ekki?“ Hún er geðveik! hugsaði hann, en upphátt sagði hann og brosti mjög alúðlega: „Æjá, nú skil ég — þér heitið líka Simone Vérard?“ „Alveg rétt . . . og ég er sú eina af fjöl- skyldunni frá Angouléme, sem ber það nafn“. „Hvað? Eruð þér frá Angouléme? Eruð þér alveg vissar um, að þér séuð sú eina það- an með því nafni?“ „Ég er öldungis viss. Hér er nafnskírteinið mitt“. „Furðulegt“. Rodena bankastjóri leit í skyndingu á nafn- skírteinið sem hún hafði rétt að honum, og auðséð var að honum brá. „Átti faðir yðar verksmiðju í Angouléme?" „Já . . . Iiann framleiddi járnvörur“. „Þetta . . . þetta . . . skil ég bara ekki“, stamaði hann og náfölnaði. „Ekki ég heldur“. „Nema því aðeins . . . “ Hann sat þögull o ghugsi andartak. Síðan opnaði hann skúffu og tók fram Ijósmynd. „Lítið hér á, — ekki vænti ég, að þér kann- ist við þessa ungu stúlku?“ Milisblaðið 13

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.