Heimilisblaðið - 01.01.1976, Síða 14
Simone virti myndina lengi fyrir sér. „Nei
. . . onei . . . og þó! Það er eitthvað við augn-
svipinn sem kemur mér kunnuglega fyrir sjón-
ir, en ég man ekki hvar ég hef séð hana“.
„Þetta er Ijósmynd af tvífara yðar. Bíðið
andartak. Hér er önnur mynd eldri; kannski
getur hún hresst upp á minnið“.
Simone hafði varla litið myndina augum,
er hún hrópaði upp: „Þetta er hún Justine
Carnier — móðir hennar starfaði hjá for-
eldrum mínum. Ó . . . skömmin sú arna!“
Bankastjórinn var risin á fætur.
„Heyrið mig, ungfrú góð! Viljið þér gefa
mér eins dags frest til að komast til botns í
þessu . . . þessum misskilningi?"
Klukkustund síðar sat önnur „Simone Vér-
ard“ í skrifstofu bankastjórans, kölluð þang-
að símleiðis.
Rodena bankastjóri var ekki sú manngerð
sem lætur blekkja sig til lengdar. Hann hafði
ekki látið undir höfuð leggjast að komast til
botns í því, hvor stúlknanna tveggja hefði á
réttu að standa — hvor þeirra væri hin raun-
verulega Simone Vérard, — en nú var hann
búinn að komast til botns í því. Þegar J ust-
ine sá, að allt hafði komist upp, játaði hún.
I því skyni að komast betur áfram hafði hún
tekið upp nafn vinnuveitanda móður sinnar
og þóttist vera dóttir verksmiðjueigandans.
Þetta fannst bankastjóranum vera svo sem
nógu slæmt, en að ætla svo að ganga í hjú-
skap undir fölsku flaggi — það þótti honum
heldur langt gengið. Hvernig gat hún yfirleitt
ímyndað sér, að slíkt gæti gerst? Hvernig
hafði hún hugsað sér að útvega nauðsynlega
pappíra í því skyni? Nú, — það hafði Justine
ekki hugsað út í, en álitið að það væri máski
ekki svo erfitt, og svo fægar hún væri einu
sinni komin í hjónabandið, þá gengi allt af
sjálfu sér.
Roden leit á hana ævareiður. „Ég hefði þó
komist að öllu fyrr eða síðar“.
Veslingurinn, hugsaði Justine, ef ég hefði
á annað borð getað klófest þig, þá hefðirðu
ekki losnað strax aftur. En upphátt sagði
hún og brosti um leið sínu sætasta brosi:
„Hvað á þetta allt saman að þýða? Var það
ég eða nafnið, sem þú elskaðir . . . og elsk-
ar enn?“
„Þú mátt láta sögnina vera í þátíð. Hvað
mig snertir er allt búið á milli okkar. Og
ég má gefa þér gott ráð, þá fjarlægðu þig
vettvangi þegar í stað. Það er mjög alvarlegt
mál að ætla að falsa persónuskilríki, — Þa®
getur reynst dýrkeypt“.
Daginn eftir hitti Rodena hina sönnu SirO'
one til að segja henni málalokin; en það tókst
reyndar ekki í eitt skipti fyrir öll — til t®55
þurftu þau endurtekin stefnumót.
Þessi unga og skapfestulega stúlka hafðt
visst aðdráttarafl í hans augum. Og þegaf
hann einn daginn sagði: „Ósannindi geta
stundum breyst í sannleika, og úr því að trU'
lofun okkar er einu sinni komin í hám®'1,
. . *o<4
eigum við þá ekki að gera alvöru úr henni.
— þá samþykkti Simone.
Á morgni brúðkaupsdagsins sagði Sinione
við hann: „Finnst þér ekki, að við ættuni al)
senda Justine eitthvað til minja um þetta allt-
Það er þó hún, sem við eigu mhamingju okk'
ar að þakka. . . .“
„Ég hef nú þegar hugsað út í það, elskan
mín“, svaraði hann brosandi, „því ég send'
henni peningaávísun . . . ásamt fyrirgefninS11
okkar.“
Þcgar allar dyr voru læstar til
kærastans, varð hún að fara
þessa leið.
HEIMILISB
laðiV
14