Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 17

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 17
Forlagaglettni (EFTIR H. WILD.) I útjaðri eins af stórskógunum í Mexikó, Seint um kvöld, námu tveir ríðandi menn stað- ar- Bar annar þeirra blys til að lýsa þeim leið. Hinn var hvítur að hörundslit, gáfuleg- Ur °g góðmannlegur og búinn eftir siðvenjum ii'Vrópumanna. Sá sem blysið bar, var svert- ingi með slægðarlegt yfirbragð. •>Er það hér, sem við eigum að hvíla?“ sPUrði Evrópumaðurinn. ••Já, herra minn“, svaraði blysberinn. Peir stýrðu hestinum að Iirörlegu bjálka- húsi, sem sást þar í nánd inn á milli trjánna, °S geta mátti til að væri veitingahús, og ^undi vera kærkomið mönnum þeim, er voru a ferð þar úti í eyðimörkinni, langt frá öllum mannabyggðum. Pegar þeir nálguðust húsið, varð þeim ljóst, að þar mundi vera gestkvæmt og glatt á hjalla, Pví að ómurinn af 'negratrumbunni og skvaldri °g söng gestanna barst á móti þeim, en fjöl- nienni sást á kviki inni í stofunni, sem upplýst Var af eldi á arninum og rauðbleikum furu- hlysum. Bjarmann af eldinum lagði í gegnum r,furnar á hinu hrörlega húsi og gegnum op hau á veggnum, er giltu fyrir dyr og glugga. Petta uppljómaða hús skar því glöggt af við h,nn dimma skógarvegg, sem lá að því á hrjár hliðar. Litla stund var Evróriumaðurinn í efa um, hvort hann ætti að leita hvíldar í þessu ókunna usi, ssm honum virtist vera fremur tortryggi- egt, enda var þá róstusamt víða í Ameríku. Hraelastríðið var í algleymingi í Bandaríkjun- Um og hafði æsandi áhrif á hugi almúg- atls langt út fyrir landamæri ríkjanna. það Var því eigi hættulaust að ferðast um hinar strjálbyggðu landauðnir í Mexikó, einkum fyr- lr þá, sem lítt voru þar kunnugir þjóðvenjum, °8 því nauðsynlegt að vera var um sig. ^Eimilisblaðið Edmund Walter, svo hét Evrópumaðurinn var ungur, þjóðverskur grasafræðingur og dokt- or. Hann var á ferðalagi um Mexikó í því augnamiði, að auðga vísindin með áreiðanleg- um frásögnum um hið fjölskrúðuga jUrtalíf þar í landi. Nú hafði hann svo vikum skipti hafst við úti í óbyggðum og engan mann séð, nema svertingjann, sem hann hafði fengið fyrir leið- sögumann. það var hann, sem vissi af þessu veitinga- húsi þar í skógarjaðrinum, og hann fullvissaði húsbónda sinn um, að óhætt væri að gista þar, enda kæmu þar oft veiðimenn og menn í góðri stöðu, sem stundum færu þar um. Veitinga- maðurinn væri líka ráðvandur og að öllu leyti áreiðanlegur maður. þessar fortölur réðu úr- slitum, enda var doktorinn farið að langa til að koma til manna og fá fréttir af því, sem gerðist í heiminum, svo og að fá sér væna kollu af púnsi til hressingar eftir ferðavolkið. Grasafræðingurinn stökk því af baki og af- henti þjóni sínum hestinn og skundaði inn í veitingastofuna. Eigi var þar neitt ánægjulegt urn að litast. Herbergið var svart af reyk og allskonar lýður var þar inni. þar mátti sjá svarta menn og rauða, brúan og gula, en engan hvítan mann sá hann þar, nema gest- gjafann og vakti hinn flóttalegi tortryggnissvip- ur hans ekki traust hjá gestinum. Hann settist því afsíðis út í horn, þegar hann var búinn að biðja um kvöldmat. Gestirnir sátu þar í stólum, bekkjum og jafn- vel uppi á borðunum, drekkandi, syngjandi og étandi. Sumir voru og að spila. Fáir þeirra veittu doktornum eftirtekt, nema einn maður, sem gaf honum auga við og við, og það var líka sá maður, sem dró að sér langmest at- hygli aðkomumannsins. 17 Li

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.