Heimilisblaðið - 01.01.1976, Side 20
hopaði tvö fet aftur á bak og hafði skamm-
byssu á lofti í einni svipan. J?etta gerði hann
með því afli og snarræði, sem honum hafði
ekki komið til hugar að hann ætti til.
þegar hann hafði þannig snúist til varnar
með öruggt vopn í hendi, rann honum reiðin
og hann náði fullu valdi yfir sjálfum sér. Hann
varð sannfærður um að hann ætti liér í höggi
við óðan mann, og að skjóta sjúkling, — sem
hefði fengið æðiskast, fannst honum ósæmi-
legt. Hann hörfaði því lengra aftur á bak og
sagði ákveðnum rómi:
„Ég þekki yður eigi og ég skil eigi atferli
yðar. Látið mig í friði. Ég hefi aldrei gert neitt
á hluta yðar, svo ég viti“.
„þér skulið fá að þekkja mig“, sagði Múl-
attinn með niðurbældri þrumurödd. „Já, þér
skuluð læra að þekkja Melazzo Guizkoa, og
að hann ávalt framfylgir hótunum sínum“, og
Iíkt og hann væri blindur af bræði og ofsa,
óð hann að þjóðverjanum.
þá heyrðist snöggt garg eða smellur. Múl-
attinn nam staðar og hlustaði og aftur heyrð-
ist þetta einkennilega hljóð og svo í þriðja
skipti enn gleggra. Múlattinn tók viðbragð
og allt varð í uppnámi inni í húsinu.
„Ég verð að fara“, sagði Múlattinn, „og
við verðum að skilja í þetta sinn, en munið
eftir Melazzo Guizkoa. Það nafn hefi ég á-
formað að festa yður í minni meðan þér Iif-
ið. Líði yður svo vel, við sjáumst aftur innan
skamrns". Síðan tók hann undir sig stökk og
hvarf, eins og jörðin hefði gleypt hann.
Pjóðverjinn skundaði því næst inn í veit-
ingahúsið; þar var engin sála. Síðan fór hann
að leita að fylgdarmanni sínum og fann hann
steinsofandi úti í hesthúsinu hjá klárunum.
þessi svertingi hafði reynst honum mjög gagn-
legur, því hann var hundkunnugur þar um
slóðir, en nú var vöknuð tortryggni hjá pjóð-
verjanum til hans, og hann einsetti sér að láta
hann fara úr þjónustu sinni.
Pegar doktor Walter kom aftur inn í gesta-
stofuna, var hún að fyllast af mönnum, sem
nýverið voru stignir af hestum sínum, og ver-
ið var að slökkva blysin, er sumir þeirra höfðu
borið sem leiðarljós. Mennirnir voru af allt
öðru sauðahúsi en þeir, sem höfðu verið þar
fyrir lítilli stundu. Hér voru komnir auðugir
jarðeignamenn og þrælasalar, og í för með
þeim nokkrir menn úr næsta ríki. Flestir voru
þetta hvítir menn á ýmsum aldri, sumir skegg-
lausir unglingar, en aðrir hvítir fyrir hærum-
Allir voru þeir vel vopnaðir, djarfir og frekju-
legir í framgöngu, og sýndi allt þeirra frain-
ferði, að þeir voru vanir að skipa og lata
hlýða sér.
Gamall svertingi, sem stóð fyrir beina, hafði
nóg að gera að bera fram hina heitu drykki.
sem menn báðu um í sífellu, og hin unga
kona veitingamannsins varð að koma til sög-
unnar til þess að hjálpa til við framleiðsluna-
Pessi sveit var í mjög æstu skapi, og pjóð-
verjinn var naumast kominn inn úr dyrunum
fyr en gestgjafinn var dreginn líkt og fangi inn
í gestastofuna og hann yfirheyrður þar eiús
og óbótamaður. Hann skalf á beinunum af
hræðslu. Hann þóttist ekkert vita, og sagðist
ekkert vita um neinn óaldarflokk, engir hefðu
komið þar um kvöldið, nema einn hvítur mað-
ur með þjóni sínum, og laug þannig al't
hvað af tók.
Pjóðverjinn varð þess brátt áskynja að
þessir menn voru á veiðum, þeim veiðum, sem
þeir eflaust hafa haft mesta tilhneigingu tiL
mannaveiða. Sá atburður hafði orðið fyrlf
nokkrum vikum, að ríkur jarðeignamaður þar
í grenndinni hafði verið myrtur, ásamt konu
og barni. Sumt af þrælum hans og þjónustu-
fólki hafði verið myrt en sumt flúið, og
eðlilega grunur á það um ódáðaverkið. pó féH
langtum meiri grunur á mann nokkurn, Mel'
azzo að nafni, sem var kynblendingur og son-
ur meiriháttar Mexikóbúa, sem hafði látiö
þennan son sinn fá ágætt uppeldi.
Parna í veitingastofunni var mikið rætt um
gripdeildir og grimmd þessa voðalega manns.
og hvernig hann hefði byrjað glæpabraut sma
með því að myrða bróður sinn, sem var ein-
asti erfingi að eignum föður hans, og haföi
eigi annað til saka unnið en að slá til hans
með svipu. Eftir bróðurmorðið hafðist hann
við í óbyggðum eða strjálbyggðum landsins
eins og útilegumaður og var grunaður um
HEIMILISBLAÐlP
20