Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 21

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 21
þátttöku í öllum ódáðaverkum þar um slóð- lr- En allar ofsóknir gegn honum urðu árang- urslausar og hann bauð byrginn lögum og rétti þar í landi. Þetta veittist honum því Ettara, sem hann var hraustur, snarráður og ^afði óbilandi traust allra svertingja og ^lökkumanna þar í nágrenninu og auk þess ,lleginþorra hins undirokaða almúga. hess vegna höfðu nú bændahöfðingjar og etaamenn gert samtök til þess að handsama °fbeldismanninn, sem þeim var farið að standa ^tikill beygur af. Slungnir njósnarar, sem þeir höfðu haft úti, höfðu sagt þeim, að á þessum stöðvum hefð- lst ræningjaforingi þessi við í tjöldum með sveit manna. Því var það, að þessir heldri ^nn voru komnir á ferð í æstum veiðihug bl þess að handsama þrjótinn og hengja hann Urnsvifalaust upp í eitthvert haldgott tré. 1 þetta sinn fór sem fyrr, þeir komu of Semt til veitingahússins. Fuglinn var floginn °8 hreiðrið tómt og gat nú þrjóturinn hlegið öllu þeirra fumi og ráðagerðum. Endarlegt var, að engum af þessum mönn- Urri datt í hug að spyrja Walter um, hverjir Þar hefðu verið um kvöldið, og hann fann neldur enga ástæðu til að fræða þá um það °sPUrður, meðfram af hlífð við veitingamann- 1Urr. sem varist hafði allra frétta um það og hefði naumast sloppið heill á húfi, ef upp- Vlst hefði orðið, að hann væri að leyna ferð- Urrr óaldarflokksins. Þjóðverjanum var raunar b°ðið að vera með til mannaveiðanna, en hann ^aðst ófær til þess vegna svefnleysis og ^reytu, og bað veitingastýruna um leyfi til að IUega ganga til hvílu. Þetta veitti hún honum fúslega, og leyndi sér ekki þakklæti hennar til bans fyrir að hafa þagað yfir gestaganginum bar fyrr um kvöldið. Þegar herramennirnir höfðu sötrað úr glösum sínum, skunduðu þeir aftur út til hesta sinna, kveiktu blysin og riðu a bfott með hávaða og glensi. Var sem steini Va2ri létt af Þjóðverjanum er hann heyrði þá r'ða brott, og honum fannst hann vera laus V'ð þetta einkennilega og hættulega ævintýri, er hann varð fyrir þetta kvöld. ^yrir sólaruppkomu næsta morgun lagði ^ E I M I L I S B L A Ð I Ð grasafræðingurinn af stað með fylgdarmanni sínum. Honum hafði snúist hugur með það að reka hann frá sér, því sína gömlu rósemi og ótortryggni hafði hann fundið aftur um morg- uninn. Svertinginn var hinn sakleysislegasti, og hann duldi það ágætlega, hafi hann vitað nokkuð um það, sem þeirra fór á milli kvöld- ið áður, húsbónda hans og Múlattanum. Til þess að komast hjá því að rekast aftur á Múlattann, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast mundi vera að fara hið skjót- asta brott úr því landií þar sem lögin væru ónýtt pappírsgagn, og komast undir lagavemd Bandaríkjanna. Hann beið því ekki boðanna og hraðaði ferð sinni norður eftir og varð því hughægra, sem hann nálgaðist meir landamærin. Fögnuð- ur svertingjans var og auðsær yfir því að vera kominn á leið til heimkynna sinna í Banda- ríkjunum, og Þjóðverjinn bað hann í hug- anum fyrirgefningar á því að hafa tortryggt hann um kvöldið í veitingahúsinu. Það voru liðnir þrír dagar frá kvöldinu góða, þegar Þjóðverjanum hafði lent saman við Múlattann, og doktorinn var nú kominn norður fyrir landamærin; þá var það um kvöld, að hann hafði sest að í skugga undir breiðum trjárunna og var þar niðursokkinn í að skoða plöntur þær, sem hann hafði safn- að um daginn og lágu þar umhverfis hann. Allt í einu heyrir hann hvin í lofti upp yfir sér, og á sömu stundu finnur hann snöm renna um háls sér. Hann hafði þotið á fætur, en var jafnskjótt kippt aftur á bak með kastvaðnum, sem kastað hafði verið yfir hann og rann nú að hálsi honum, hann heyrði hrópað á spönsku: „Drepið hann ekki“ og svo missti hann meðvitundina. Þegar hann rankaði við aftur, fann hann að hann var bundinn á höndum og fótum. Búið var að taka kastvaðinn af hálsi honum og verið að troða upp í hann ginkefli. Hann sá nokkra svertingja í kringum sig og tóku tveir þeirra hann eins og trédrumb og fleygðu honum upp á axlir sér og héldu svo af stað með hann inn í skóginn. 21

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.