Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 23

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 23
grillur brjálaðs manns, og honum fannst þetta skilyrði geigvænlegra en dauðinn. En dauðinn er fáum velkominn, og fáir ^enn taka með gleði móti honum. Og það var margt, sem batt þennan unga mann við lífið ^ieð sterkum böndum. Hann var að verða riægur fyrir lærdóm sinn og bundinn við mikla vísindalega starfsemi. Hann átti og frið- s®lt heimili, og þarna í hörmungum sínum íann hann best, hve mjög hann var fjötraður við það, þótt það væri fremur fátækt, og ^ann hefði orðið að búa við þröngan kost á tardómsárunum. Hann minntist móður sinn- ar og bréfsins, sem hann var nýbúinn að fá frá henni, og fór að hugsa um, hvort það fiiundi verða síðasta bréfið, sem hann fengi að lesa. Ofan á þessar döpru hugsanir bættust hinar líkamlegu þjáningar, sem voru að verða ó- kærilegar. Hann kvaldist af þorsta, og hefði þú gefið aleigu sína fyrir svaladrykk. Innan lítillar stundar var hurðinni lokið uPp og Múlattinn kom inn í bjálkahúsið og fylgdi honum svertingi með blys í hendi. Hann reisti Þjóðverjann upp, setti hann á trjábút °g tók ginkeflið út úr honum. Múlattinn horfði á þetta þegjandi. Síðan settist hann á trjádrumb gagnvart fanganum, tók upp skrautlegt vindlaveski, tók úr því tóbaksvind- Hng og kveikti í honum og reykti hann í uiestu makindum. riegar hami hafði lokið við hann sagði hann við fangann: »Nú hafið þér komist að raun um, að ég ^eri staðið við orð mín, og náð aftur fundi yðar“. I'egar fanginn svaraði þessu engu, sagði l*ann ennfremur: »Eruð þér mállaus, eða hafið þér engar óskir fram að bera?“ »Hvað ætti ég að segja“, svaraði fanginn. ”^er hafið framið á mér ofbeldisverk og þann- 1 gnáð fundi mínum, en til hvers? Fyrir breytni yðar við mig mun samviska yðar seint eða ^emma krefja yður til reikningsskapar“. Iriúlattinn ypti öxlum kæruleysislega og Sagði: ^ E I M I L I S B L A Ð I Ð „Til hvers ég hefi látið ná yður til fundar við mig, hefi ég áður sagt yður“. „Ég hefi eigi njósnað um ferðir ykkar fé- laga eða svikið ykkur“. „Ég veit það“. „Og þó farið þér með mig eins og hættu- legan glæpamann“. „Getið þér sannfært menn mína um að þér séuð saklaus?“ „Ekki ég, en þér getið það. Segið mönn- um þessum sannleikann, þeir munu trúa yð- ur“. „Með rökum verður eigi ofsi fjöldans bæld- ur. Einungis hið sadda tígrisdýr hlýðir tamn- ingamanninum. Hið hungraga ræður enginn við“. „Og þetta finnst yður réttlæti?“ „Hvað varðar mig um réttlæti, eða er stjórn náttúrunnar byggð á réttlæti? Þegar hvirfilbyl- urinn brýtur pálmann, er það þá réttlæti, sem þverbrýtur stofn hans?“ „Nei, en þér vitið að ég er saklaus". „Það er hjörturinn líka, og þó hitta hann kúlur veiðimannsins“. Svo þagði hann um stund í þungum hugsunum, sagði síðan alvar- legur: „Þar sem svo margir sekir komast hjá hegn- ingu, er eigi að fást um það þótt gert sé út af við einstaka sakleysingja. Hugsið um alla þá vesalinga af svarta kynþættinum, sem hrifs- aðir hafa verið frá heimkynnum sínum af hin- um hvíta kynþætti, sem þér eruð af, og síðan hafa lifað og dáið undir þrældóms- og kvalaoki og margir pínast til dauða. Þér ættuð því eigi að mögla yfir hlutskipti yðar, að verða nú að deyja, sem þér eflaust verðið, nema ég frelsi yður, en það geri ég einungis með ákveðnu skilyrði, sem er það, að þér giftist stúlku þeirri, sem ég hefi ákveðið að verði konan yðar. „Aldrei, hrópaði Walter örvilnaður. „Þér verðið annað hvort að giftast henni eða þér með morgni hangið dauður í einu af trjánum hér í grennd; vægari dauðdaga get ég eigi veitt yður“. „I guðs bænum þá“, sagði Þjóðverjinn í 23

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.