Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 24

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Page 24
vonleysisæsingu“, „fyrst þér ætlið að myrða mig, þá gerið það fljótt“. „Hlustið á mig: stúlkan er fögur, auðug, hefir fengið gott uppeldi og er af góðu fólki komin. Fjöldi manna mundi öfunda yður af slíkri konu. Hún er líka í ætt við mig“, bætti hann við drýgindalega. Slík frændsemi var síður en svo meðmæli hjá Walter, en hann þagði um það og spurði. „Því giftist þér henni þá ekki sjálfur, fyrst hún er slíkur kvenkostur?“ „Það hafði ég ásett mér, en hún vildi mig ekki, og hún hefir í fyllstu alvöru sagt mér, að ef ég svo mikið sem minnist á það við hana að giftast mér, mundi hún umsvifalaust ráða sér bana. Og hún er nógu einbeitt til þess að framkvæma hótanir sínar“, sagði hann með gremju. „Ég hætti því við að hugsa um ráðahag við hana og hefi gift mig annarri. Nú er ráð fyrir yður að fylgja dæmi mínu og taka þann kostinn að gifta yður. Tíminn er stuttur og þér ættuð að ákveða yður umsvifalaust“. „Guð minn góður“, sagði Wlater. „Mér er ómögulegt að gifta mig. Ég get ekki gert að því, að ég hefi andstyggð á hjónabandi og köllun mín og staða-----------“. „Jæja, þér hljótið sjálfur best að vita, hvort þér heldur viljið verða hengdur“, sagði Múl- attinn kuldalega. „Munið eftir, að þér eruð nú staddur innan landamæra Bandaríkjanna, og Grant hers- höfðingi, sem þér viljið veita lið, mun eigi láta þetta morð óhengt, verði það framið á friðsömum ferðamanni, sem er að fást við vís- indalega starfsemi“. „Hvað kemur mér það við?“ sagði Melazzó með fyrirlitningu. „Hvað svo sem getur stjórn- in gert mér hér í þessum skógarauðnum? Þeg- ar ljónið lætur til sín heyra, verður tígrisdýrið að þegja, og þar sem Melazzó stjórnar, kemst enginn önnur stjóm að“. „Hugsið þér yður ávallt að lifa sem útlagi í þessum skógum“. „Hvað sem um það er, verður mér aldrei gefin sök á lífláti yðar. Ég hefi ekki áformað að vinna á yður, en það gera þessir menn, sem hér eru og skoða yður sem njósnara Suð- urríkjanna. Ég get ekki verndað yður né kom- ið yður undan, nema því aðeins að þér lútið vilja mínum. Ég ber engan óvildarhug tU yðar og stendur á sama, hvort þér hjarið eða gert verður út af við yður. Það eru nógu margir aðrir, sem fá að kenna á grimmd minm og hefndarhug, og með þessu, sem ég krefst að þér gerið fyrir mig, hefi ég eigi einu sinm áformað að gera yður ógæfusaman. Því eg veit, þó þér hlýðið mér, þá verður það yður aldrei nema til hamingju. „Ég skal segja yður helstu atriðin úr æfi- sögu minni, og þá munið þér skilja hvatir þæf> sem ég hefi til þess að þröngva yður til ráða- hags við vissa konu. „Ég er sonur velmetins herramanns af hvíta kynþættinum, en móðir mín var ein af hans svörtu ambáttum. Faðir minn var mér góður og þótti honum vænt um mig, en bróðir hans fyrirleit mig og var mér mjög óvinveittur, og var ég oft lítilsvirtur og barinn á uppvaxtar- árunum af hans völdum. En fullkominn fjand- skap sýndi hann mér og móður minni fyrst eftir dauða föður míns, seldi hann þá móður mína til Bandaríkjanna og reif sundur leys- ingjabréf það, sem faðir minn hafði gefið okk- ur báðum. Föðurbróðir minn var fjárhalds- maður bróður míns, sem tók allan arf eftir föður okkar, og þessi litli bróðir, sem líktist í öllu föðurbróðurnum, kom líka fram gagn" vert mér eins og réttlausum þræl. En svo vild1 svo til einu sinni meðan föðurbróðir minn var á skemmtiferð í Evrópu, að snöggt var um litla bróður. Hann hafði barið mig með svipu> en ég brá snöru um háls honum, sem gerð1 út af við hann á svipstundu. „Síðan hefi ég farið huldu höfði og hafst við í skógaróbyggðum meðal undirokaðrar al- þýðu; beið ég lengi eftir föðurbróður mínun1 til þess að gera upp við hann reikninginn. „Þegar ófriðurinn braust út, kom hann loks hingað vestur aftur, og fór þegar að reyna að fá mig handsamaðan“. Múlattinn þagnaði og hló hásan kuldahlát- ur og greip um ennið. Svo hélt hann áfraiu frásögninni: „Fyrir tveim mánuðum drap ég hann og H E I M I L I S B L A Ð I P 24

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.