Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 26

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Qupperneq 26
samkvæmt, svo hvorki lögfræðingar né prestar munu geta vefengt það“. Allar varnir Þjóðverjans voru nú þrotnar, og hann gafst upp og lét Múlattann ráða. Böndin voru nú umsvifalaust skorin af hon- um og svertingjarnir reistu hann á fætur. Hann var leiddur af stað, og foringinn rak á eftir og sagði að engum tíma mætti eyða, því að njósnaralið væri á hælunum á þeim, svo eigi mundi þar lengi verða vært. Hann leiddi Walter heim að tjaldbúð einni, þótt hann héldi áfram að malda í móinn og segði: „En stúlkan þekkir mig ekki, hvernig farið þér að, ef hún þverneitar að giftast mér og iætur eigi kúga sig?“ Hún þekkir yður og hún vill yður, það hefir hún sagt mér í dag. Hún sagðist vera fús til þess að giftast yður, ef það losaði sig við að vera í návist minni, sem hún hataði svo mjög. Og fljótt nú, annars verðum við of seinir“. Úti fyrir tjaldbúðinni var dimmt; aðeins lít- ið svæði var lélega upplýst með daufum beyki- blysum og stóðu þar í kring nokkrir hrika- legir og illúðugir Múlattar, eflaust nánustu vinir og fylgismenn Melazzó. Meðal þeirra voru tveir hvítir menn, báðir með bundnar hendur, auðsjáanlega óttaslegnir og illa haldn- ir. Annar var í síðhempu og krúnurakaður og leit út eins og kaþólskur prestur, en hinn gat dr. Walter sér til að væri friðdómari. Hann hélt á samanbrotnu skjali. Við komu dr. Walters voru hendur þessara manna leystar. 1 þeim svifum komu tveir svertingjar inn á sviðið og báru á milli sín nokkurs konar burðarstól. Á stólnum virtist miklu fremur vera fatahrúga en lifandi vera. I fylgd með þessum burðarmönnum var grát- andi Múlattakona. Walter þóttist þegar vita, að það væri brúðurin, sem borin var þar á stólnum. Stórt, marglitt negrasjal var vafið um hana og huldi algerlega höfuð hennar. Hann heyrði að Múlattakonan var að hvísla að henni á góðri spönsku ýmis blíðuorð: ,JElsku barnið mitt, ástin mín“, o.s.frv. var hún að tauta við hana. Doktorinn kenndi í brjósti um þessa aumingja stúlku, sem líklega mundi vera jafn nauðugt að giftast og sér. En það var engin miskun hjá Melazzó. Hann þreif skjahð af hvíta manninum, fletti því sundur og fékk svo friðdómaranum það aftur og skipaði honum að lesa það. Þetta var hjúskaparskuldbindingin. Meðan verið var að lesa hana, heyrðist skot í fjarlægð. Allir litu í áttina, sem skotið kom úr, og Þjóðverjinn fylltist bæði vonar og ótta. Var þetta Grant eða Davis? og hann fór að hugsa um, hvort þetta væru vinir Múlattans, en Mel- azzó hreyf hann brátt út úr þessu hugar- grufli. Hann lagði hjúskaparskuldbindinguna á stóran kassa, sem gilti þar fyrir altari, þreif til marghleypu sinnar, miðaði henni á Þjóð- verjann og sagði með þrumandi röddu: „Skrifið tafarlaust undir“. Þetta hreif; hann hvarf frá öllum mótþróa og skrifaði undir. Síðan var brúðinni fenginn penninn, en hann féll til jarðar úr skjálfandi hendi henn- ar. En Melazzó varð ekki ráðþrota, hann greip pennann, lagði hann milli fingra brúðarinnar, tók svo utan um hönd hennar og hafði vald á henni og lét hana skrifa undir. Síðan skrif- aði hann sjálfur nafn sitt og hvítu mennirnir, sem áður er getið, sem vitni. Þá voru brúð- hjónin látin skifta hringum, og svara játandi spumingunum, að þau viðurkenndu hvort ann- að sem einkamaka. Allt var þetta knúið frau1 með harðneskju og umsvifalaust. Jafnskjótt og hjónabandsathöfninni var lok- ið, voru söðlaðir hestar leiddir fram. Melazzó stökk þegar á bak einum þeirra og lét rétta sér brúðina. Doktorinn og Múlattakonunni var lyft á bak sínum hestinum hvoru. Sumir af mönnum Melazzó voru um leið komnir á bak hestum sínum og tafarlaust þeysti sveitin af stað, og var teymt undir doktornum. Hestarnir voru óþreyttir og fjörugir, og vaf farið geyst yfir, stundum fram með skógar- blettum, stundum eftir þröngum skógarstígufO’ stundum eftir eða yfir þjóðvegi, fram hJa bændabýlum eða reisulegum höfðingjasetrum, eitt sinn framhjá stóru sveitaþorpi og síðast yfir lága heiði. Melazzó réð ferðinni og reið HEIMILISBLAÐlP 26

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.