Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1976, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1976, Síða 30
Damon og Phytias Það var einu sinni maður, sem Phytias hét. Hann hafði gert sig brotlegan í augum harð- stjórans Dionéses, er lét taka hann fastan og setja í varðhald. Svo var mál hans rannsakað. Hann var fundinn sekur og kveðinn upp yfir honum dauðadómur. Foreldrar Phytiasar bjuggu í fjarlægu landi, og hann þráði að sjá þá og vini sína áður en hann dæi. Svo hann sendi orð til Dionyses, og beiddi hann að lofa sér að fara heim til sín, að kveðja foreldra sína og vini, og ráðstafa eigum sínum, áður en hann væri tekinn af lífi. Og kvaðst skyldi koma til baka tafarlaust að því búnu. En harðstjórinn hló að þessari beiðni Phyti- asar og kallaði hann fyrir sig og mælti: „Hvernig veit ég, að þú munir koma til baka? Þetta er aðeins bragð af þinni hendi, til þess að komast undan hegningunni“. En Phytias átti vin, sem var viðstaddur. Hann hét Damon. Þessi vinur tók til máls og sagði: „Herra konungur, leyfið vini mínum Phyti- as að fara þessa ferð — til þess að kveðja frændur sína og vini og ráðstafa eigum sín- um. Ég veit, að hann mun koma til baka aft- ur að því búnu, því hann er maður, sem aldrei hefur svikið loforð sitt. Og sem tryggingu fyr- ir því, að hann komi, býðst ég til þess að sitja í fangelsinu meðan hann er í burtu. Og ef hann verður ekki kominn fyrir aftökudag- inn, lofast ég til þess að gjalda þá skuld fyr- ir hann — deyja í hans stað“. Dionyses varð algerlega forviða yfir slíku boði, en lét þó tilleiðast og skipaði fangaverð- inum að láta Phytias lausan, en setja Damon í fangelsið í hans stað. Svo leið langur tími að ekki kom Phytias til baka. Og eftir því sem nær leið aftöku- deginum, áminnti Dionyses fangavörðinn um að hafa sterkar gætur á Damon, að hann kæmist ekki á burtu líka. En Damon reyndi ekki til þess að strjúka. Hann treysti vuu sínum Phytias fyllilega, og sagði við sjálfan sig: „Ef Phytias kemur ekki til baka í tæka tíð, þá veit ég, að það er ekki honum að kenna, heldur tálmunum, sem hann getur ekki ráðið við“. Og loks kom að aftökudeginum, og enn var Phytias ókominn. Damon var hinn rólegasti. og ætlaði auðspáanlega að taka öllu með jafn- aðargeði. Hann treysti vini sínum Phytias jafnt nú sem fyrr, og sagði að hann gengi ótrauð- ur út í dauðann fyrir svo ágætan og einlæg' an vin. Nú var stundin komin. Fangavörðurinn lauk upp hurðinni á klefa Damons, og til- kynnti honum, að hann ætti að fara með ser á aftökustaðinn. Damon sagðist vera albúinn, og þeir sneru sér við og ætluðu að ganga út úr fangelsinu. En þá sjá þeir, að í dyrunum stendur maður. Það var Phytias. Hann heils- aði vini sínum glaðlega og sagði, að hann hefði ient í sjóhrakningum, brotið skip sitt, °S þess vegna tafist svona lengi .Hann bauö fangaverðinum áð láta Damon lausan, °S hrósaði happi yfir, að hann hann hefði kom- ið í tæka tíð. Þegar Dionyses frétti, að Phytias væri kom- inn, og eins hitt, að Damon hefði viljugur ætl' að að gefa líf sitt fyrir vin sinn, varð hið góða eðli hans yfirsterkara, og bauð hann fangaverðinum að láta þá báða lausa, °S mælti síðan: „Ég vildi gefa allar eigur minar til þess að eignast einn slíkan vin“. 30 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.