Hjálpræðisorð - 01.01.1893, Page 2

Hjálpræðisorð - 01.01.1893, Page 2
8 með sjer netna eina bók, allan þann tíma; hvaða bók ætti hann þá að velja?« — þetta var kyn- leg spurning, og lærðu mennirnir litu hver upp á annan góða stund, steinþeygjandi. Loksins tók einn, hinn nafnkenndasti og lærðasti til máls, sem þegar í lífi sínu hafði talað og skrifað miltið, gegn Guðs dýrmæta orði, og sagði stuttlega: »biflíuna«. Og þegar hinir litu til lians alveg forviða, þá sagði hann enn fremur: »Já, herrar mínir, jeg mundi velja »biflíuna«; í full 25 ár hefi jeg talað og skrif- að gegn henni, en! haldið þjer að jeg sje búinn með hana? Jeg hefi opt hugsað það sjálfur, en jeg get frætt yður á því — jeg veit ekki hve kunnugir þjer !eruð biflíunni, herrar mínir — að þvílíka þekking á mannlegu hjarta, þvílikannskiln- ing á mannlegri þekkingu og sálarlífi; þvílíka huggunarfylling fáfróðum hjörtum, og þvílíkann fjölda djúpsærra hugsana, í hinum óbreyttustu og stytstu orðurn, hefi jeg ekki fundið, nokkurstað- ar annarstaðar. þvf næst skal jeg segja yður annað! Mörgum orðum biflíunnar er mjer ómögulegt að gleyma aptur. Samt sem áður, þjer munuð naumast skilja það, það skal jeg segja yður: »Biflían er furðubók, það segi jeg, hennar mesti mótstöðumaður. Jeg myndi kjósa mjer »biflíuna«. Hinir aðrir herrar þögðu, en hvað sem því nú leið, þá gat enginn þeirra nefnt aðra bók, sem honum mundi nægja í full 5 ár. Já, Biflían er undarleg bók, skrifuð af: kon- ungum, hirðurum, sjómönnum og lærðum mönnum, sem skrifað hafa í sama tilgangi og í sama anda um 15 aldir, frá dögum Móises til Jóhannesar.

x

Hjálpræðisorð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.