Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Qupperneq 6

Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Qupperneq 6
22 boðið að koma að náðaruppsprettunni, til að þvost af öllum syndum sínum, svo sálir þeirra verði hvítfágaðar í blóði lambsins. Æ, segir hinn titrandi fráfallni: þetta getur verið innileg huggun fyrir þá, sem ekki hafa breytt eins óguðlega eins og jeg, en jeg hefi syndgað á móti því ljósi, sem Drottinn hefur gefið mjer; á móti betri vitund, þrátt fyrir átölur samvizku minnar; nei! þessi náðarfyrirheiti eru ekki fyrir mig. — Ekki fyrir þig ? Ilvers vegna ekki ? Eru þá náðardyrnar svo þröngvar, eða hefir Krists blóð svo lítiuu krapt, að það sje ekki einnig fyrir þig, enda þótt þú værir 10,000 sinnum verri en þú ert? Viltu þá ekki trúa því huggunarríka, lífskröpt- uga orði, þíns elskulega föðurs, sem vakir yfir þjer með kærleika og meðaumkvun, þegar hann býður þjer til sín með þessum orðum. »Hversu slcal jeg með þig fara Efraims œtt ? Jcg víl ekki framfara eptir rninni brennandi reiði, því jeg er Guð en ekki maðuru (Hos. 11, 8—9.) Látið yður eigi orð skorta, snúið yður til Drottins og segið við hann : «Fyrir- gef allar vorar syndir# (14, 3). Aumur syndari, gæt þess, hve kærleiksrík orð náðugur Guð hefir hjer handa sálar-þjáðu barni sínu, ekki hirtingar- hrísið, ekki útskúfun, Dei, með kærleikans blíðri rödd kallar hann þig, og bíður eptir þjer og huggar sært hjarta þitt, með þessum orðum: »Jeg vil fyrirgefa þeim þeirra drottinssvik og elska þá gjarna, þvi mín reiði er vikin frá þeim (Hos. 14, 5). Viltu enn þá biða eitt augnablik eða hugsa þig um, að þiggja þá náð, sem þjer er svo fúslega

x

Hjálpræðisorð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.