Heimir - 01.02.1906, Blaðsíða 19
H E I M I R
43
hálfhringur Cascade-fjallanna og bráönar aldrei snjór af fjöll-
um þeim. En vestan viö höfnina er tangi einn mikill og lokar
rif eitt fyrir hann aö noröan svo aö örmjótt sund veröur eftir.
Væri höfn sú grafin upp sem tíöuin er gjört hér á ströndinni,
yrði hún einhver bezta höfn og kastali óvinnandi ef aö herskip
og \'ígi væri. Sagt er aö ríkasta skipafélagiö hér á ströndinni
ætli aö fara aö búa um sig hér. Ilefir þaö keypt land mikiö
meö fram höfninni. Þaö er Alaska Trading Co.
Þó aö Blaine sýni að hér hafi „boom" verið og síöan kom-
iö aftnrkippur, þl er þó farið aö votta fyrir aö bærinn sá að
byrja aö rétta viö aftur, því aö víöa sjást nýbygð og nýmáluö
hús, nýplöntuð tré og nýruddar lóöir og garðar.
Landar hafa fiestir eöa allir komiö hér fátækir og marg-
ir héilsulausir, en nærri hver einasti maöur meö familíu hef-
ir keypt sér bæjarlóö og bygt á henni, eöa þá bletti úti á
landinu í kringum bæinn, bygt á honum og fariö aö ryöja
og planta eplatré og/önnur ávaxtatré, eru þegar komnir mjög
laglegir blettir hjá mörgum þeirra. En hér munar mikiö
um hvert ferhyrnings-„rod"-iö, því aö alt vex hér. Sumir
hafa 5 og 6 ekrur, aörir ío, 20. nokkrir 40 og þar yfir. En
hér iná segja aö 15 ekrur séu jafngóöar og hverjar 160 ekr-
ur austurfrá og séu þær vel notaöar þá margfalt betri. En
ekran er hér dýrust í kringum Blaine, þetta frá 40—80 doll-
ara af óruddu landi, en svo segja menn aö þaö kosti um
100 dollara aö ryöja og hreinsa ekruna, og er lítt vinnandi
aö eiga viö hina tröllslegu furu og sedrusviöar stofna öðru-
vísi en með sprengingum. Skógurinn hefir veriö hér hroöa-
legur. Iig hefi mælt stofna sem hafa verið 6 faðmar um-
máls og niöri liggjandi tré frá 30—45 faöina á lengd. Þegar
þau liggja á jöröunni nær búturinn inanni í mitti og upp á
axlir. Viröast þau jafn óviðráöanleg hvort þau eru laus eöa
föst í jöröu. En iöni, vitiö og verkfærin og sögin og dynamit-
iö vinnur þaö. Rudd er ekran oftast virt um 200 dali. Þaö
sem ekran gefur af sér er ákallega mismunandi eftir því til hvers
hún er notuö. Af heyi gefur hún af sér fast aö 3 tonnnm (clo-
ver er hér tíðast sáð) og er tonniö sjálfsagt iq dollara viröi, séu