Heimir - 01.04.1909, Blaðsíða 15

Heimir - 01.04.1909, Blaðsíða 15
HEIMIR 231 yfir mannfélagiö, nema því aöeins a‘ö bieöi nienn og konur vaxi aö manndómi og skyldutilfinningo, og velji og noti tækifæri, sem gefast til framfara og fullkomnara lífs. Menn geta valiö skírlífi, dyggö, hófsemi, heilagt líferni, eía kosið veginn, sem íiiggur til þjáninga og aumiegs dauöa, „Sonurinn skal ekki gjalda föðursins, og faöirinn ekki son- arins; ráSvendnin s'.cal engum tilreiknast, nenta þeim ráövanda og óguðleikinn engurn nema þeiin óguölega, l>\’í vil eg dæma sérhvern yðar eftir sinni hegðan, segir Drottinn alvaldur." Eg man eftir, einn dag, nú fyrir nokkrum mánuðum síðan, að einii kunningi minn, sem hefir fjölda manns í þjónustu sinni, sagði við mig, að hann hefði, með stórum tilkostnaði, komið á nýju fyrirkomulagi á skrifstoíunum, er taka slcyldi í veg fyrir allan þjófnað skrifstofuþjónanna. Nokkrar vikur liðu, og þá réðist eg til að spyrja hvernig þetta hefði tekist. Eg man vel eftir í hvaða róm hann sagði mér, að það hefði komið að engu, jþví ungur uppskafningur, þar á skrifstofunum, sonur heiðvirðs og heldur efnaðs manns, hefði komist í kringum það. Nei, það er engin tilhðgun ennþá fundin, er komið geti i staö manndóms og ábyrgðartilfinningar einstalclingsins, tneðai allra stétta í manníélaginu. Fátækir eða ríkir, vitrir og fáfróð- ir, allir, hver og einn, þurfa á þeim dyggðum að halda. Þessvegna, þegar eg sé þúsundir ungra manna, og þúsundir manna, sem eldci eru ungir, gjöra sig ánægða með að leggja sig eftir hinuin fægstu lifnaðarháttum, reiðubúna að svíkjast undan öllum ábyrgðarskyldum lífsins, fúsa að spilla manndómi sínum og þegnrétti að þarfiausu, þá liggur mér við að segja, að ekki sé hálfa eins inikið að ríki og kyrkju eins og að þessum mönnum. Ef menn elcki vilja leggja fram lcrafta sína, svo þeirra betra eðli komi í ljós, þá er skuldin ekki svo tnjög hjá fjairkomulagi þjóðfélagsins, eins og hjá þessum tnönnum. Enginn niðurjöfn- un getur búið til þjóð, af drengilegum, manndómsfullum mönn- um og konum, úr hroða þeim, er sjálfviljuglega kýs að vera andlegir og vitsmunalegir dvergar og dyrgjur. „Þessvegna, af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá! Lesa tnenn vínber af þyrrium eöa fíkjur af þistlum?"

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.