Kirkjuritið - 01.05.1941, Page 38

Kirkjuritið - 01.05.1941, Page 38
196 Fréttir. Mai. máli og prentuðu, frá blöðum, timaritum, bókum, útvarpi og frá mannfundum — að Alþingi ógleymdu. Hafi meistara Jón skort hlustendur, í blaðalausu og bókalausu landi, er eigi undarlegt, þó að prestana skorti áheyrn og jafnvel Sigurð Nordal. Það geng- ur svo, að stórskáld, vísindamenn og andlegir garpar hafa eigi í hálfu tré við loddara og lýðskrumara, þegar um höfðatölu er að raeða eða tefla. Svo hefir það gengið, gengur og mun ganga- Það er hart, að dans skuli vera tekin fram yfir vitsmuni — vesöl fótamentun meira metin en íþrótt tungunnar, Jörfagleði og Hruna- dans. En svona er menning inn við beinið og innan rifja — þrátt fyrir alla skólana, bókagerðina, útvarpið, blöðin og fullveldið. Fréttir. Kirkjulegir fundir. Prestastefnan er að þessu sinni boðuð á Akureyri, og mun hún hefjast, að öllu forfallalausu, fimtudaginn 26. júní með guðsþjón- ustu þar í kirkjunni. Er áformað, að séra Sveinn Víkingur pre- diki við guðsþjónustuna, en séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup þjóni fyrir altari. Ástæðan til þess, að prestastefnan verður haldin á Akureyn. er sú, að ekki þykir ráðlegt nú að stefna prestum landsins saman hér í Reykjavík um þetta leyti árs. Einnig mun mörgum prest- um leika hugur á því að sjá kirkjuna nýju og veglegu á Akureyn- Almennur kirkjufundur. Undirbúningsnefnd kirkjufunda hefir ákveðið, að almennur kirkjufundur fyrir landið alt verði að for- fallalausu haldinn í Reykjavik á næsta hausti og hefjist með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni sunnudaginn 12. október. Mun Kirkju- ritið síðar auglýsa fundinn nánar. Aðatfundur Prestafélagsins verður að forfallalausu einnig hald- inn næsta haust um sama leyti og almenni kirkjufundurinn, svo að prestar geti gert sér eina ferð að því að sækja báða. Mun dag- skrá hans birt í júlíhefti Kirkjuritsins. Hraungerðismót er áformað að halda 21.—23. júní. Að Brautarhóli í Svarfaðardal verður samskonar mót 5.—7. júh- Lausn frá prestsskap. Þrír aldraðir og þjóðkunnir prófastar láta nú af prestsskap um þessa fardaga. Eru það þeir: Séra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, eftir 39 ára prestsþjónustu. Séra Ófeigur Vigfússon í Fellsmúla, eftir 48 ára prestsþjónustu. Séra Stefdn Baldvin Kristinsson á Völlum í Svarfaðardal, 40 ára prestsþjónustu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.