Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1915, Síða 6

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1915, Síða 6
4 skemtilegt ferðalng, við töluðum mikið um jólin, allir voru j)eir á heimleið, en jeg var á leið til ókunnugra, en þegar jeg kom til þeirra inn á hið góða prestsheim- ili, þá var jeg meðal vina, sem báru birtu til mín á jólunum. Jeg býst við ])ví, að öll dönsk börn bafi sjeð jólatrje og á flestum heimilum gleðja hin tendruðu ljós á jólatrjenu barnahópinn, og hinir eldri brosa af ánægju og friði, er þeir sjá gleðina skína í barnsaugum. Jólatrjeð stendur úti í skóginum, það er í grænum búningi alt árið, þú hefir ef til vill sjeð það, jeg hefi sjeð þjetlvaxinn skóg af jólutrjám, já, jeg hefi sótt trje í skóg- inn og flutt það heim á prestssetrið. Það var aðfangadagur jóla, og jeg fann á mjer, að hátíðin var nálæg. Gamli póst])jónninn vissi það líka; á hverjum dugi kom hann með brjefatöskuna sína á bakinu, en nú nægði hún honum ekki, brjefin voru svo mörg og jólabögglarnir svo þungir, að hann kom akandi í vagni. Nú bárust jólakveðjur inn á mörg heimili, kveðja frá dóttur eða syni úr hinu fjarlæga landi, og víða hafa heit gleðitár vætt kinnar, Unga kynslóðin hafði það skylduverk að skreyta jólatrjeð. „Það er meiri dýrðin, sem jeg kemst í“ hugsaði hið fagra trje. Nú rann upp hið margþráða augnablik, er dyrnar opnuðust og allir stóðu hugfangnir og horfðu á ljósadýrðina. Allir, bæði börn og fullorðnir hjeldust í hendur, gengu kring um trjeð og nú sungu allir: „Glade Jul, dejlige Jul“, þú skilur þau orð. Nú voru jólin komin, hvilík gleði. Hver sálmurinn kom á eftir öðrum. Við sungum með inni- legri og barnslegri gleði: „I myrkrum Ijómar lifsins eól Þjer, guö, sjé lof íyr gieðileg jól. Hullelúja. “ Þá hugsaði jeg lieim, nú er líka verið að halda jólin heima, og um leið og var talað um jólagleðina og þukkað fyrir guðs- burnið úr himnadýrð, bað jeg fyrir þeim, sein nú voru að halda jól heima. Allir fengu jólagjafir, engum var gleymt, gleðin var sameiginleg. Aður en gengið var til hvíldar gekk jeg út og horfði á hinn stjörnubjarta himinn og jeg þakkaði Guði fyrir jólin, fyrir alla þá gleði, sem mjer var veitt, þakkaði fyrir liina skærustu stjörnu, Betlehemsstjörnuna, og bað þess, að hún mætti sífelt lýsa mjer leið. Nú rann upp jóladagur; nýfallinn snjór huldi jörð, og snjórinn hjelt sína jóla- prjedikun um sakleysi og hreint hjarta. Huldið var á stað iil kirkju, fólkið streymdi þangað úr öllum áttum. „Gleðileg jól,“ hljómuði frá allra vörum og börnin horfðu forvitin á Islendinginn. A ókunnugum stað hlustaði jeg nú á hinn gamla jólaboð- skap, það var sami boðskupurinn, sem jeg hafði heyrt, þegar jeg var barn heima i kirkjunni gömlu, og nú fanst mjer blíður engill kalla á mínar barnslegu tilfmningar og mína einlægu barnatrú, og jólaenglarnir voru svo nálægt mjer, er jeg hlustaði á jólalofsöng þeirra: „Dýrð sje Guði í upp- hæðum, og friður á jörðu ineð þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á.“ Prest- urinn talaði með heitri trú um hann, sem var í jötu lagður lágt, en ríkir þó á himn- um liátt. Hátíðlegur fögunður greip hjarta mitt, er hinir gömlu og einföldu jólusálmar hljómuðu með krafti. Oft fór jeg í kirkju og á samkomur og heimsótti margt fólk. sem hjelt kristin jól. Jeg kyntist þá fólki, sein sagði með brosandi bjartans gleði: „Mjer er frelsari fæddur.“ Börnunum var bent á frelsarann, hið hiinneska jólabarn. Þar voru jólin í sann- leika hátíð barnanna. Hvergi sá jeg jafn- stórt jólatrje eins og hjá sunnudagaskóla- börnunum. Þar var gleði á ferðum; mjer þykir vænt um að hafa hjálpað til að prýða þuð jólatrje, mjer þykir vænt um að hafa leikið mjer við þau börn um jólin, jeg sagði þeim frá Islandi og íslenzkum börn- um og söng fyrir þau á íslenzku. Nú eru þau börn komin af barnsuldrinum. En á þessum jólum safnast barnahópur saman á hinum sama stað, þau börn senda þjer nú

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.