Alþýðublaðið - 08.05.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1923, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ Til Hallgríms Jánssonar kenuara. Eftir Ágúst JóDsson. (Kvæði þetta er í tilefni af fyrirlestri hans á >Dagsbrúnar«-fundi fyrir nokkru.) Að heyra þig lesa er hreinasta gleði; að hlusta’ á það gæti’ eg, svo tíinunum skifti. Mér finst eins og ljósbirta Ijómi’ yfir geði, sem lognmollu-þokunni’ af huganum svifti. Það alveg er sama, hvert efni þú hefur, alvöru, >grín< eða hvað sem það heitir, með aðdáun jafnt, í þær umbúðir vefur, sem aðlaðar, skemtir og fróðleik oss veitir. En svo er það eitt: Pað er islenzka málið, sem óblandað heyrum við ritað og tálað; það á ekki skylt neitt við útienda prjálið og orðmynda-skrípi, sem stundum er hjalað. 3 Nei; það eru gullkorn, sem einir við eigum og okkar er skylda að virða og geyma. E*ví finst mér það sjálfsagt, að minnast þess megum, ef menn eru til, sem þeim fjársjóði’ ei gleyma. En þeir eru færri, sem skrifa og skilja hin skýru8tu sambönd í íslenzkri tungu og öruggir reyna með vibleitni’ og vilja að vanda rétt orðfæri’ og kenna þeim ungu. En Hailgrím má ef^aust í hóp þeirra telja, og hcill sé þcim manni’, er hans tilsagnar nýtur, því náman er auðug og nóg úr að velja, ef nentum að vinna’ hana, áður hún þrýtur. Svo heiður og þökk fyrir hugnæmu orðin og hverja þá stund, sem að mentun oss veitir, pví aldrei er of mikill andlegi forðinn, og enn flnnast því miður hrjóstrugir reitir, hvar fávizka’ og hégómi fest hafa rætur og fullkoinnri þekkingu veitt hafa grandið. Eví heill sé þeim öllum, sem hér ráða’ á bætur og hafa sér beitt fyrir þjóðina’ og lándið! skemtunar og fróðleiks. Hefir útgefandinn þar komið víða við, þótt hann hafi eigi æfinlega verið á þjóðgötum, því að hann er einkennilega gáfaður maður og fjölfróður. Er því leitt, að hann skuli ha'á orðið að hætta við útgáfu ritsins, en svo er nú komið. Orsakirnar til þess telur hann meðal annars, áð fólk hér á landi og vestan hafs (einkum í Reykjavík og Winnipeg) hafi frá byrjun keypt ritið laklega og >tíþúsundfalt heldur eytt fé sínu til átengis, tóbaks, sælgætis, stázvarnings og þesskonar kaupa< og þar með sýnt, að það lítils- virti tillögur hans; sumir >rit- snáðar íslands og aumir yfir- boðnir< hafi óvirt vönduðustu ritstörf hans og svívirt hann að Edgar Rice JBvirrougha: Dýr Tarzans. ioðnu, mannlegu dýr, sera komið höfðu nær, er þau sáu áhrif reipisins. Það var hin mesta furða og því nær kraítaverk, að kötturinn skyldi ekki snúast gegn Taizan; má ske heflr hann ekki gert það vegna þess, að Tarzan hafði tvisvar gefið honum ærlegt högg á nasirnar, er hann gerði sig liklegan til árásar. Yið það tók hann að bera virðingu fyrir lurkn- um. fað er vafasamt, hvort Shíta hafði enn í- huga upphaflegu ástæðuna til þess að hún tók að fylgj- ast með Tarzan; líklega hefir hún þó verið geymd einhvers staðar í fylgsnum huga hennar og ásamt með þeim æflntýrum, er hún lifði með apamann- inum síðustu dagana, orsakað það, að pardusdýrið þoldi Tarzan það, er hefði sent það í drápshug á sórhvert annað dýr. Iíér við bættist vit mannsins, er hóf hann langt yfir hin óæðri dýr og gerði honum miklu Jéttara fyrir að ná valdi yflr þeim, er hann komst í náin kynni við þau. En hvað um það; dögum samao fyigdust að um skóginn maðurinn, pardusdýrið 0g stóru aparair. Eau drápu bráðina í íélagi og skiftu henni á milli sín, og enginn í hópnum var ægilegri en hið hör- undsmjúka, sterka dýr, sem fyrir skömmu hafði verið daglegur gestur í mörgum helztu höfðingia- sölum Lundúnaborgar. Stundum skildu dýrin. Þau fóru þá hvert sem þau lysti. Eichverju sinni, er Tarzan hafði einn síns liðs farið til strandar og lá í sandinum og sólbakaði sig, horfðu skörp augu rannsakandi á hann úr runna skamt frá. Um stund horfði eigandi augnanna hissa á þennan hvíta villimann; svo snéd hann sér við og gaf einhvei jum á bak við sig merki. Og innan skamms 1 gu tuttugu svartir henpenn á maganum 1 kjarrinu og horfðu á hiun ókunna hvíta mann. Þeir voru undan vindi frá Tarzan, svo hann fann ekki þef þeirra, og vegna þess, að hann snéri í þá bakinu, sá hann þá ekki laumast úr kjarrinu í grasið, sem lá fast að ströndinni, þar sem hann lá. Allir voru þeir stórvaxnir, með höfuðBkrúð og líkamsskraut villimanna, og ófrýnilegir voru þeir ásýndum. Þegar þeir komu að fjörubrúninni, risu þeir allir á fætur og læddust enn með kylfur sínar á lofti að Tarzan. Andlegar þjáningar Tarzans deyfðu svo mjög hin næmu skilningarvit hans, að villimenninir voru komnir því nær fast að honum áður en hann fann, að hann var ekki lengur einn á ströndinni. Svo snar var þó hugur hans og snöggir vöðvar- nir, að hann var snúinn gegn villimönnunum jaín- skjótt og hann varð þeirra var. Er hann stökk á fætur, hlupu hermennirnir að honum með reiddar kylfur og æpandi heróp, en sá, fremsti féll fyrir hnífi Taizans, og á næsta vetfangi var hann mitt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.