Ergo - 26.11.1920, Qupperneq 3

Ergo - 26.11.1920, Qupperneq 3
ERGO 3 svívirðinguna sem af því stafar. Er það eigi grátlegt að »Good- templarreglan«, sem þó vafalaust er eitt af þarfari fyrirtækjum hjer á landi, skuli í raun og veru vera völd að slíkuf Það er nær óskil- janlegt þegar maður veit hve marga ágætismenn reglan á, að hún skyldi ana út í þær ófærur sem enginn kemst yfir nema fugl- inn fljúgjandi, löngu áður en hún var búin að leggja þann veg, sem unt væri að fara, — mörgum árum á undan tímanum. Hefði hún starfað í sama anda og fyrst í svo sem 15—30 ár enn, þá hefði bannið mátt koma. Það getur enginn ætlast til upp- skeru nema að vel sje sáð. Og þessi þjóðarskömm fer hríð- versnandi. Eftir »Hagtíðindunum« að dæma vex innflutningur áfengis nær því um helming á ári hverju. Annars geta menn sjeð árang- urinn hjer á götum bæjarins. Afengisverzlanir eru hjer nær því í hverri götu og margar í sumum. Eina ráðið til að bæta úr þessu er: Að afnema bannið. Gamall templar. Dómar. Einn aðaleiginleiki mannanna frá alda öðli hefir verið þörfin, eða ef til vill rjettara sagt þráin, til að dæma jafnvel út yfir þann hring er dómgreind þeirra markar. Eitt af því fyrsta er í ljós kem- ur hjá hinu ómálga barni, er þessi eiginleiki, og vex jafnt því sem þroski og aldur færist yfir það. Einna skýrast kemur þessi eðlis- hvöt fram á því sviði að dæma umhverfi sitt — einkum náung- ann — en hjá draumgjörnum mönnum fer hún oft langt út yfir þau takmörk, langt yfir þann sjónbaug er hinum andlega þroska hans er meðskapaður, út í ómælis- sjónhring hugmyndanna. — Hjá sumum tekur þessi hvöt breyt- ingum, og verður að óverulegu víðsýni, en slíkt á sjer eigi stað annarstaðar en í sjúkum sálum. Þá verða dómarnir að spám eða dómar um óorðna hluti, atvik er ef til vill aldrei hafa, nje munu Til Mammonista. Lag: Saa gik jeg Hjem og skrev til Nikkoline, o- s. frv. Þótt lögreglan mig leiði heim á kvöldin með ljúfu geði þjóra jeg næsta clag, og Bachusi jeg hýð þá æðstu völdin, hann borgar mjer það fyrir sólarlag. Að biðja um lán er býsna hægur vandi, því borguninni liggur ekkert á. Um auð er nóg í okkar fagra landi, svo annan „kunda“ verður lótt að „slá“. En þó er bezt að byrja ei að „plata“, því býð jeg ykkur þennan sanming minn. Og manna bezt jeg meðalveginn rata, minnist þess, er fellur víxillinn. Ef fjölga mínu viljið víxla safni, þið verðugt hrós í „Mogga“ skuluð fá. Og ykkar skál í skulda mmna nafni skal jeg tæma í hreinu whisky þá. Jeg á hvorki gull nje græna skóga og get því ekki borgað neitt í ár, en gæfan fokin út um alla móa. Hún eftirljet mjer saklaus meyjatár. Komjnunisti. koma í ljós í hinu takmarkaða jarðlífi. Algengustu dómarnir eru þó, sem jeg hefi bent á, innan við þau takmörk, en geta þó alt að einu verið hjúpaðir óveruleika er oftast er sprottinn af dómgreindar-, þekkingar- og skilningsskorti — og eigi ósjaldan verður maður var við að það orsakist af skammsýni og þröngsýni. Um ranga dóma dæmda af persónulegum tilfinn- ingum, hatri, vináttu eða öðru, vil jeg ekki minnast á, því þeir eiga í raun og veru ekkert skylt við dóma og eðlishvötin á þar engan þátt í nje dómgreindin, — slíkir dómar ættu í raun og veru að vera nefndir sann-nefninu »hleypidómar«. (Einnig ætti velvið að néfna þá Morgunblaðs-ritdóma). S. S. Krunk, - Krunk. Þótt háttvirtum bankastjórum íslandsbanka hafi þótt jeg allharð- orður við síðustu samfundi okkar 28. okt., mælti jeg þó eigi annað en það sem sannfæring mín og samvizka bauð mjer. Annars mun það hafa verið mest af völdum þessa setta banka- stjóra, Jens B. Waage leikara, að mjer var eigi veitt lánið. Mjer finst að heppilegra myndi fyrir fyrnefndan herra að vera hlaupa- sveinn í bankanum, en banka- stjóri. Enda var látæði hans svip- aðra því sem svo væri, heldur en að bankastjóri ætti í hlut. — Baðaði hann út öngum, krepti hnefana og setti upp yglibrún mikla. Meðan á viðræðum okkar stóð og við að horfa á leikaralátæði

x

Ergo

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ergo
https://timarit.is/publication/450

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.