Ergo - 26.11.1920, Blaðsíða 4

Ergo - 26.11.1920, Blaðsíða 4
4 ERGO Ergo kemur út þegar þurfa þykir. Ritstjóri, útgef. og ábyrgðarmaður Þórður Kristinsson frá ísafirði. Afgr. á Laugavegi 12. Sími 221. hans, kom mjer til hugar karl einn er var á Sauðárkrók fyrir nokkrum árum og nefndur var »krunk krunk«. Hafði hann það að starfi að »gera grín fyrir 5 aura«. En líklega borgar bankinn betur? Annálsbrot. — — Þá kollvarpaði Siggi Þ. öllum kenningum og trúarbrögð- um liðinna alda, en samdi ný svohljóðandi: »Fyrst jeg segi að það sje ekki þannig, þá er það einhvernveginn öðruvísi«. — Þá fór Kobbi á skiðum til Moskva og barði á Bolzhewikkum. Þá týndi Moggi samvizkunni; leitaði þó í báðum bakvösunum, snjeri þeim við og skoðaði í krók og kring, en alveg árangurslaust. — Loks fann Óli Alþ.bl. gamlan »tú- eyring« fyrir utan dyrnar hjá Copland og hirti hann. Hafði Moggi gengið þar nýlega um, svo menn ályktuðu að það væru leyf- arnar. Þá sprakk Alþýðublaðið af hrossakjötsáti, en Ingi og Óli fóru á sveitina og var þeim holað niður í Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Urðu þeir að gegna vinnukonu- störfum, því Siggi þjáðist af kven- mannsleysi. Þá fengu allir þeir er ferðast þurftu um Hverfisgötuna ný vaðstígvjel hjá bæjarstjórninni. Þá hryggbrotnaði rotta upp í Mosfellssveit og sendi Dýravernd- unarfjelagið Jón Þórarinsson með hálft hundrað lækna þangað; tókst þeim að græða brotið, en Gísli tútnaði út af reiði og henti öllu Ratininu í hausinn á bæjarstjórn- inni. »The pretty Boy«. Gleraugu (Lorgnettur) hafa tap- ast. Skilist á afgr. blaðsins. Augnabliks'börn. Nokkur kvæði eftir »Farandsvein«. I. Við komu dauðans. Sem veg-farandi hann kemur í kvöld og kuldagíott leikur um varir. Hann rjettir mjer hönd, sem er helföl og köld, sem hungraður úlfur ’hann starir. Jeg er ferðbúinn, — bíð þó, og bikar jeg finn hjer er Bachusar tryggasti mögur. Og er drekk jeg hans skál hjer í síðasta sinn, þá sje jeg mín æfi var fögur. Og dauði jeg klingi þig kátur við og kneifa mitt síðasta full. Því Eros og Backus átti jeg þó oft væri lítið um gull. Knettlr. Sýníshom af rjettrituninni á ensku stríðsskeytunum hjá Mogga á stríðsárunum var í Ergo nr. 2. Sjá vísurnar »Meira brennivín« bls. 3. Þœgileg n'ófn. Moggi hefir fundið upp ný mannaheiti er verða víst mjög »praktisk« í notkun, t. d. A. B. C., L. E. Ó. o. s. frv. I ráði kvað vera að hafa dag- legar guðsþjónustur í Bárunni með dansi á eftir. Mun það að líkind- um reynast mjög heppileg trú- boðsaðferð. Einn góðan veðurdag þegar »Moggi« vaknaði klæjaði hann svo skrambi mikið í lófann að hann hafði ekkert viðþol. Rak hann þá upp skræk mikinn, svo að Alþýðublaðskofinn hrundi til grunna af loftbylgjum. En Kobbi dró stormhúfuna niður fyrir augu. Moggi staulaðist nú á fætur og var það fyrsta morgunverkið að sparka og berja Tímaræfilinn, sem ekkert vissi hvaðan á sig stóð veðrið, þó hann væri nú vanur því að fá utanundir. Síðan öskraði Moggi á ísu-greyið, sem var allra mesta þægðarskinn og eina áreiðan- lega persónan í Mogga liði. Rak hann nú greyið á stað með stóran poka af mold (viðri) á hryggn- um. Atti hún að fara hringferð og ausa blessun sinni úr pokan- um yfir landslýð. Leit nú Moggi ánægður yfir morgunverk sín og sjá þau voru honum þóknanleg. Át hann nú miðdegisverð og tók sjer hvíld, studeraði hann þá í »Isl. Adresse- bog« á meðan og brosti harð- ánægður í kampinn. Að því búnu þreif hann skóflu eina stóra og alla koparslegna með gullblaði og fór út í skarnbing einn mikinn, hóf þar verk sitt af dugnaði mikl- um og mokaði á báðar hliðar. Mokaði hann þá miljónafjórðung í kaf. — Var þá liðið að kvöldi en eigi' hafði hann tekið sjer tíma til kaffidrykkju. Át hann nú kvöld- verð, var það nýdreginn sprikl- andi harðfiskur austan úr Dauða- hafi. Hafði Copland gefið honum hann- Einnig var þar Ráðagerðar- smjör frá Sigga og gamall reyktur belju-huppur. Gerði hann sjer nú gott af matnum og lofaði á hvert reipi gefendurna og sjálfan sig. Samtímis rak Kobbi inn höfuðið. — Þú hefir runnið á lyktina, sagði Moggi all-drýgindalegur. Frh. The pretty Boy. Prentsmiðjan Acta

x

Ergo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ergo
https://timarit.is/publication/450

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.