Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 1

Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórn og útgáju annast: Sverrir Haraldsson, VI. M., og Steingrímur SigurSsson, kennari. DAGFARI 1. árgangur. Gleðileg jól! Enn þá einu sinni halda jólin inn- reið sína til vor mannanna. Enn þá einu sinni stafar jólastjarnan geislnm sínum yfir hrakið og hrjáð mannkvn, sem stynur í því sjálfskaparvíti, sem það var dæmt til að hrekjast í, og enn þá einu sinni hljómar jólaboðskapur- inn í höllum og hreysum, meðal ríkra og snauðra og boðar frið á jörðu. Nú nálgast sú stund, sem vér höfum öll hlakkað til, að jólin komi. Margar dimmar andvökunætur, meðan hið þögula vetrarhúm sveipaði láð og lög, og vér fylltumst beig og kvíða fyrir ókomna tímanum, svo að oss var svefns varnað. A mörgum slíkum stundum var tilhugsunin um komu jólanna geisli, sem ruddi sér braut inn í dapran huga vorn og rauf það myrk- ur, sem ríkti þar, og gerði bjart fyrir augum vorum, svo að vér komum auga á þá vissu, að hverri nótt fylgir ])jart- ur dagur, jafnvel í döprum huga þreyttra manna. En hvað er það þá, sem vér hlökk- um svo mjög til við komu jólanna? Er það, af því að hátíðamaturinn hafi svo mikið gildi fyrir oss? Varla! Er það vegna hins svo kallaða jólaleyfis? Ekki eingöngu, þótt það hafi mikið að segja. Er það vegna þess, að þá ganga allir í spariflíkunum og flestir eru í ágætu skapi? Ekki heldur!-------- Ungum var oss kennt heima hjá pabba og mömmu að bera lotningu fyrir jólunum og þeirri helgisögu, sem við þau eru tengd. Meðan við sátum þögul og lotningarfull og hlustuðum á húslesturinn eða ræðu prestsins í stólnum, sáum við í anda viðburðinn, senY sagt var frá. Við sjáum sveininn unga reifaðan Akureyri, 21. desember 1944 og liggjandi i jötu, „því að það var ekki rúm fyrir hann í gistihúsinu“. Við sáum móðurástina skína úr augum hinnar hamingjusömu móður, er hún laut niður að frunfburðinum og hlúði að honum Við sáum vitring- ana krjúpa framan við jötuna og til- biðja barnið í anda og sannleika, og við heyrðum lofsöng englanna, þar sem hann hljómaði út yfir hrími þakla jörð og hélaðar grundir: „Friður á jörðu meðal mannanna bax-na“. Já, vissulega ríkti barnslegur friður í hin- um ungu hjÖrtum vorum á jólunum heima, og sæll er hver maðui', sem heldur minningunni um þann tíma, hreinni og blettfausri í huga sínum, þótt ái'in líðí, og hann drekki margan, beiskan bikar, sem öi'laganornii'nar rétta að honum, því að þær minning- ar munu hlýja honum síðar „nxarga kalda daga“. Ég ætla, að það séu þessar minning- ar, sem vekja hjá oss tilhlökkun til jólanna. í hvert skipti og líður að jól- um vakna þær í brjóstum okkai', og vér finnum, að þeir tímar voru þeir lxeztu og skemnxtilegustu, sem vér höfum lif- að, þeir tírnar, þegar vér sem syndlaus börn, ókunn öllu böli og stríðí, nutum jólagleðinnar heima meðal vina og vandamanna. Og nú, þótt vér séum komin að heiman, þá lifum vér upp aftur þessar liðnu gleðistundir, og það er til þeirrar upprisu endurminning- anna, sem vér fögnum við koniu hveria jóla. Vér höfunx oft heyrt tal- að um barnatrú. Það er vissa mín, að varla geti hamingjusamari mann en þann, sem varðveitir barnstrú sína blettlausa og áh nagandi efasemda í brjósti sínu allt til sinna æviloka. Þegar mótlæti og erfiðleikar mæta honum á lífsleiðinni, tekur hann því með barnslegu trúnaðartrausti til hans, sem stýrir gangi heims og hnatta í fullri vissu um, að hingað til hafi guð hjálpað. Hann öi'magnast ekki né yfirbugast, þótt allir þeir, sem honum 2. tölublað voru kærir, séu hrifnir frá honum og fleygt niður í jökulkalda gröfina, því að hann trúir því, að þeir lifi, þótt þeir deyi. Hann hræðist ekki þá stund, sem botnar ævisögu lians, því að ljósið, sem stafar frá hinni ósaurguðu barns- trú, lýsir í gegn um tjald það, sem skil- ur á milli lífs og dauða. En því nxið- ur villumst vér allt-of mai'gir frá barnstrú vorri. Ef lífið leggur oss þungt ok á herðar, örvæntum vér og segjum: „Hvar er nú guð sá, sem oss var kennt að trúa á? — Því hjálpar hann nu ekki börnum sínum?“ I hretviði'um lífsins, í köldunx næð- ingi andlegi'a hríðarbyJja og á refil- stigum þeim, er vér villumst og velkj- umst á, hafa fínustu strengir hins innra lífs vors klakað og kalið. Við mótlæti og erfiðleika, sár og sorgir, sem lífið veitir hverjum af gnægð sinni, hafa komið nagandi sár innra með oss, og kali og nepja hafa gagn- tekið hug vorn og hjarta til þeii'ra, sem lögðu þetta allt á oss. Barnstraustið smá-hvarf, en í stað þess fylltumst vér vantrausti og efasemdum. Vér sjáum engan tilgang með lífi voru og álítum það aðeins tái'adal jarðneskra eymda. Loks hrópum vér í einfeldni hjartans: „Enginn guð til!“ En hin veika rödd hinnar deyjandi barnatrúar smá-lækk- ar og þagnaði með öllu. Vinir mínir! Reynum á jólunum að verða börn í annað skipti. Lifum aftur þær stund- ir, er vér sátum í stofunni heima lijá pabba og mömmu. Minnumst birtunn- ar, sem stafaði fá jólatrénu og birt- unnar, sem ríkti í barnssálum vorum. Látum sálmasönginn enduróma í hjörtum vorum, eins og hann hljómaði þá, er vér hlustuðum hugfaugin og sungum með: „í dag er glatt í döprum hjörtum“. Takist oss þetta, takist oss að lifa upp aftur þessar liðnu stundir, takist oss að rifja u'pp þessar gömlu minn-

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.