Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 2
2
DAGFARI
flóabóndinn
Þegar ég vai' ungur, var ég oft í
verzluninni lijá afa mínum. I rigning-
artíð á ltaustin hafði ég gott tóm til
jress að virða fyrir mér Flóabóndann,
sem kom með ullina sína og verzlaði
samtímis.
Hann vakli regntímann til fararinn-
ar, af því að ])á var minnst hægt að
géra heima fyrir. Eg sat oft uppi á
búðárborði og beið eftir því, að afi
sendi mig eitthvað, af því að þá myndi
hann áreiðanlega gefa mér sykurmola
fyrir.
I þeirri svipan kom Flóabóndinn
inn í búðína, holdvotur og aurugur frá
hvirfli til ilja. Hann var kápulaus, í
vaðmálsfötum, með húfu á höfðinu.
Buxurnar hans voru stagbættar og ull-
arsokkarnir, sem hann hafði dregið
utan yfir þær, voru alsettir smáum og
stórum götum. Loks hafði hann
gúmmískó á fótunum. Hann gekk inn
í búðina, og við hvert skref, sem hann
gekk, bullaði vatnið upp úr gúmmí-
skónum, og smáar vatnsbólur lágu eins
og blómsveigar með fram jaðri skónna
og upp á ristina. Þegar ég leit framan
í hann, þá sá ég, að neftóbaksleðjan
ingar, sem ég er viss um, að eru helg-
ustu og fegurstu minningarnar, sem
þið eigið, þá er ég viss um, að þið
njótið gleðilegra jóla.Þá er ég vissum,
að margir þeir strengir, sem frosið
hafa og visnað innra með ykkur,
nnmu þiðna og klökkna. Þá er ég viss
um, að margt kalsárið svíður minna,
og mikið af þeim kulda og þeirri
nepju, sem, ef til vill, hefir setzt að
hjartarótum ykkar, mun hverfa fyrir
yl þeim,- sem leggur af hinni endur-
lífguðu' barnatrú.
Því að þegar öll kurl koma til graf-
ar, þá er trúin velgerð, veitt mannkyn-
inu, Ijós þeim, sem lifa í skugga, staf-
ur til að styðja brákaða reyrinn, styrk-
ur hinum ungu, huggun hinum öldnu,
lífsakkeri vona vorra.
GLEÐILEG JÓL!
Sverrir Haraldsson.
l.afði lekið úr nösum hans niður í
svart og flókið yfirskeggið, og skildi
hún eftir sig dökka tóbakstauma á
þeim lduta efri varar, sem sjá rnátti
fyrir skegginu. Hann spýtti tóbaks-
plötu út úr sér, og gat ég ekki varizt
því að hugsa, að þetta hefði hann nú
eins getað gert, áður en hann kom inn,
en honum hefir fundizt gólfið ágætt
til þeirra hluta. Hann snýtti sér síðan
rösklega í vettlinginn og þurrkaði sér
á buxnaskálminni. Síðan fór hann að
kaupa sér hitt og þetta, og man ég vel,
að kaffi og sykur var alltaf fyrst til-
nefnt. Hann bar tóma hnakktöskuna
á handleggnum og slengdi henni nú
yfir á búðarborðið. I töskuna tróð
hann vörunum með mikilli kostgæfni.
tók hann oft upp úr töskunni allar
vörurnar og setti þær niður á annan
hátt og þuklaði hvern pakka gaum-
gæfilega um leið. Ég tók nú fyrst eft-
ir hundinum hans, sem hringaði sig á
gólfinu fyrir framan ofninn með trýn-
ið iram á lappir sér, holdvotur og
skjálfandi. Ég náði í kexköku og kast-
aði henni til hundsins. Hann greip
liana á lofti og gleypti hana þegar.
Bóndinn leit á mig, og sá ég þá, að
hann hafði stór, blá augu, róleg og
djúp sem fjallavötn að sumarlagi. Ég
sá, að liann vildi þakka mér, og þótti
mér það vart þakkarvert, sem ég hafði
gert. Bóndinn hað um brjóstsykur. Ég
hugsaði, að hann ætlaði að gleðja
krakkana lieima í kotinu með lionum,
tók upp úr vasa sínum slitna leður-
pyngju og vafði margfalda teygju-
snúruna utan af henni með vinnulún-
um og skjálfandi höndunum, sem voru
rauðar og þrútnar af kulda og vos-
búð. Hann borgaði brjóstsykurinn og
stakk honum ásamt pyngjunni í vas-
ann. Allt þetta gerði hann hægt, eins
og liann þyrfti að hugsa hverja hreyf-
ingu. Þeir bóndinn og afi minn fóru
nú að rabba saman um'tíðarfarið, og
þótti hvorugum gott. Bóndinn leit út
um gluggann, og ég sá gráa haustskím-
una glarnpa í augurn hans, ásamt
eymd og volæði því, sern lagt hafði
þennan bónda í einelti. Flóabóndinn
kvaddi nú og gekk út. Hundurinn hans
stóð letilega á fætur og þrannnaði út
á eftir húsbónda sínum. Bóndinn gekk
að hestinum sínum, sem staðið hafði
bundinn við hestastein í hlaðinu.
Hann leysti hestinn og lagfærði hnakk-
inn, sté á bak og reið hægt austur
blautan veginn, heim í lágreista hreys-
ið til kerlingarinnar og krakkanna.
Þessi gamli bóndi í „Svarta Flóanum“
vann haki brotnu allan daginn, og hver
voru laun hans? Stutt hvíld í rúmfleti
undir lekri súð. Onógur og oft vondur
matur. En þessi gamli bóndi var ekki
sáróánægður eins og maður skyldi
ætla. Hann fann ekki til neinnar
beiskju gagnvart þjóðfélaginu. Þessi
gamli Flóabóndi er nú dáinn, og með
honum hnigu í mold margar, fagrar
hugsjónir, sem aldrei náðu fram að
ganga vegna illra aðstæðna. En hver
veit, nema bóndinn hafi sagt börnun-
um síniim frá þeim á skammdegis-
kvöldum heima í gömlu baðstofunni,
°g þau eigi eftir að framkvæma hug-
sjónirnar og lifa samkvæmt þeim.
Hlutskipti Flóahóndans var vinna
fram í andlátið. Það er óhætt að full-
yrðá, að vinnan átti gðal-þáttinn í
sköpun einkenna hans.
Flóabóndinn, sem nú lifir, er ólík-
ur pabba sínum. Hann hefir alizt upp
við betri aðbúnað. Hann er mikils
metinn, af því að þjóðfélagið þarfn-
ast hans og framleiðslu haiis. Gamli
bóndinn var tortrygginn. Hann vildi
heldur búa smátt og eiga allt skuld-
laust en vera skuldum vafiun með
stórt bú.
Sonur hans er ekki eins tortrygginn.
Hann vílar ekki fyrir sér að taka lán.
Hann er fullur vonar og trausts á
bræðrunr sínum í þjóðfélaginu. En
út úr augum hans skín ekki sama birt-
an, sami vottur mannvits og reynslu
sem úr augum ganda Flóabóndans.
Ben. Thorarensen.
Skrifaðu í dag, meðan andinn er
yfir þér. A morgun getur eldur inn-
blástursins verið orðinn að ösku.
Gefðu aldrei tveim hundum sama
beinið.
Misskilningur er sá versti skilning-
ur, sem nokfair maður getur skilið.