Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 6

Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 6
6 D A G F A R I ið snögglega. Rann þa dýrið skjótlega á skeið nndan beðnum, og hóíst þá magnaður eltingarleikur. Að lokum skauzt tetrið bak við bókaskáp einn mikinn, sem geymir hinar dýrmæt- ustu bækur fróðleiks og vísinda. Var þá herforingja brugðið mjög, því að þetla gat verið mikill matur fyrir rott- una. Skipaði hann þá, að allir þessir gimsteinar og allar þessar perlur skyldu teknar úr skápnum, og því næst skyldi skápurinn vera færður á gólf fram. Kom þá píslin í Ijós og var veg- ið að henni með alls kyns bitrum vopnum eins og „cirklum“, strikum, pennastöngum og skóhlífum, o. s. frv. Að lokum greiddi einn vaskur nem- andi henni banahögg með brotnum og gömlum „circli“, sem að líkindum hafi verið áþján og kvöl margra hér í skóla. Gullu nú við siguróp og ætlaði þeim seint a,ð linna. Lýkur svá hetjusögu þessari. S. S. Eins og allir í skólanum vita, er það vani, að sjöttu bekkingar hafi því hlutverki að gegna, að sjá um, að nem- endur fari út í „frímínútum“ og dragi að sér hreint loft. Eins og að líkum lætur, er þetta starf misjafnlega vel þokkað meðal nemenda og ekki er al- veg laust við, að sjöttu bekkingar fái misjöfn orð í eyru og er bezt að tala sem minnst um alla þá óþvegnu orða- leppa, sern að þeim er kastað, aum- ingjunum. En hverfum nú að kjarna málsins. Svo bar við hér um daginn, er vér vorum að gegna skyHu vorri og hó- uðmn í ákafa á eftir hópnum, sem rann möglandi, kveinandi, kvartandi og hótandi út skólaganginn, að ung- frú ein staðnæmdist andspænis mér og hvessti á mig augunum. „Hvað nú, ungi maður?“ spurði ég sjálfan mig og leizt engan veginn á blikuna. „Hvat skal hér at gera?“ Og ég nam einnig staðar, lostinn illum grun, og bjóst við hinu versta. Brátt upp hóf ungfrúin raust sína: „Hvers vegna rekið þið ekki kennar- ana út líka?“, spurði hún. Orðin lýstu biturri illkvittni, og augun skulu neistum af bítandi háði. Er hún hafði þetta mælt, snérist hún snúðugt á hæl og hvarf inn í hóp- inn, en ég stóð eftir og þurrkaði svita- dropana með handarbakinu, sem sproltið höfðu fram á enni mér, hroll- kaldir og óhugnanlegir. En því var ekki að neita, að vel hafði ég sloppið, heill og óskemmdur, og ég mundi brátt ná mér eftir hina snöggu hræðslu, sem gripið hafði mig. Og ég gekk út að ldiði — til þess að hressa mig á einum ,,smók“. Meðan ég stóð þarna utan við þin veglegu „port“, hugsaði ég öðru hvoru um spurninguna, sem varpað hafði verið til mín og nú, þegar ég var sloppinn úr allri hættu, smá-hvarf allur ótti, en í stað hans blossaði nú upp í mér óstjórnleg og æðisgengin reiði. Hvern sjálfan andsk.......... vildu þessi „skoffín“ vera að skopast að okkur? Þau skyldu fá að kenna á þeim afleiðingum, sem það hefði í för með sér, og þrútinn af reiði stakk ég höndunum niður í botn á rassvös- unum reigði mig allan, svo að ég stóð nokkurn veginn beinn, og það blátt á- fram logaði í vindlingnum upp í mér. Já, þeir skyldu bara bíða rólegir, þessir labbakútar og kynnast því, hvað til þeirra friðar heyrði. En gamall málsháttur segir, að ekki sé lengi að skipast veður í lofti, og eins var það með skoðanir mínar í þetta skipti. Innan lítillar stundar fór ég að sjá þessi ummæli, sem sögð höfðu verið í naprasta háði, í nýju Ijósi: Já, því ekki að reka út kennarana líka?“ Þótt kennararnir séu óendanlega hátt hafnir yfir okkur nemendur að vizku og mannviti, þá dylst okkur ekki, að þeir anda með lungum, og að þau, þótt kennaralungu séu, krefjast hreins og ómengaðs lofts. í tímum sitja þeir yfir okkur nemendum og draga að sér nákvæmlega sama loftið, en sá er aðeins munurinn, að þegar við hlaup- um út og teygum ódáins-angan hins tæra lofts, skunda þeir inn á kennara- stofu og reykja þar pípur sínar, unz næsta kennslustund hpfst. . Ég leyfi mér nú að bera fram svo- hljóðandi fyrirspurn: Væri ekki holl- ara og heilsusamlegra fyrir okkar kæru lærifeður, að koma líka út á skólalóðina í frítímunum, teygja sig ofurlítið eftir setuna í tímunum og njóta hins góða lofts. Og þótt oftast sé lítið, autt rúm utan við hliðið, þá held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að það mundi verða þokað um set fyr- ir þeim, svo að þeir gætu reykt píp- ur sínar og raunar segðist nú, ef til vill, ekki mjög mikið á því, þó að þeir væru ekki alveg komnir út úr hliðinu, þegar þeir móttækju „smókinn“ og hans „lífselixer“. Þessi tillaga mín, er flutt frarn fyr- ir hönd allra nemenda og er að miklu leyti runnin frá umhyggju okkar fyr- ir heilsu kennara okkar, því að við finnum sárt til þess, ef þeir gerast kvelli-sjúkir, og við verðum af kennslu þeirra, þó að ekki sé nema einn dag, en einnig felur hún í sér hagsmuni okkar, sem reka eigum út, því að við trúum því, að ef, þó ekki væri nema einn kennari í hvert skipti, sem gæfi gott fordæmi og brygði sér út undir heiðan himininn, — Úann gæti búið sig vel - í „frímínútunum“, þá mundi all- ur hópurinn renna möglunarlaust í spor hans, og þar mundi verða „ein hjörð og einn hirðir“ eins og segir í helgum fræðum. Vonum við svo, að þetta verði tekið til athugunar hjá hlutaðeigendum, og að greinarkorn þetta beri ávöxt nokkurn. M. G. Smælki úr ýmsum áttum. Maðurinn er sú eina skepna jarðar- innar, sem getur gert sig að höggormi, en verið samt maður. Jafnvel kærleikurinn getur orðið of mikill. Hugsið. ykkur, að kettir og m.ýs færu að elskast. Það hugsa fáir ljótt, meðan þeir eru að syngja (sbr. 1. tbl. Munins, bls. 4 í 47.—48. línuj. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JONSSONAR H*F

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.