Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 5

Dagfari - 21.12.1944, Blaðsíða 5
DAGFARI D Heimarabb ~ ROTTUVEIÐAR í KENNARA- STOFUNNI. Fátt hefir enn gerzt hér innan veggja skólans, sem markvert þykir og í frá- sögur færandi, en þó varð það til tíð- inda fyrir skömmu, að agnarlítið kvik- indi, er menn nefna rottu, skaut nokkr- um fílefldum og „forfrömuðum“ lærifeðrum svo óþyrmilega og ónot- anlega skelk í bringu, að þeir máttu vart mæla. —- Má það kynlegt þykja, því að þessir víðförlu og heimslærðu menn hafa numið mennt sína í fjar- lægum löndum og heimsálfum, þar sem þ'eir hafa séð Flandrarana stungna með hnífum og lostna í óvit með kampavínsflöskum, og negra og glæp- ona handjárnaða og flutta í Sing Sing í hinu vestræna menningarlandi, þar sem vér margir Skrælingjar höf- um numið góða háttu og siðu. — Er það næsta furðulegt, að þetta litla rottutetur skyldi geta skelft þessi vizku og lærdómsljón svo mjög, þó að það í sakleysi sínu væri að afla sér viðurværis úr handsápu kennifeðr- anna og skinnbandi New English Dic- tionary, sem hvortveggju eru harla girnileg til slíkra hluta. Þessi stórmerki og „dramatíski“ viðburður gerðist um miðmunda. Var þá einn hinna ungu kennara staddur í hinni friðhelgu rabb- og ráðabruggstofu lærifeðranna þessa glæsta musteris fræða og uppeldis. Hafði sá nýlokið kennslu í „Busia“,og flýtti hann sér nú mjög til þess að kló- festa bezta sætið í stofunni. í þá mund, er hann hlammar sér í Makráð gamla, en svo nefnist kjörsessi kennaranna, verður honum litið inn í klefa þann, er innar er settur. Sér hann þá, hvar dýr eitt lítið leikur sér fimlega á barmi handlaugar þeirrar, sem læri- feður nota til þess að þvá mundir sín- ai, er þær eru krít drifnar og votar í svita. Kennir hann þegar, að kvikindi þetta er sú tegund dýra, sem á latnesku máli nefnist mus rattus, og þykir ær- ið hvimleið í híbýlum friðsamra og gæflyndra borgara. Er það altítt, að farið sé í herferðir gegn vágestum þessum, sem oftlega vilja raska svo mjög ró og jafnaðargeði jafnt sið- menntra sem ósiðmenntra manna. Rottupína þessi virtist vera mjög á- nægð og glöð yfir tilverunni, þar sem hún þreytti dans af hinni mestu fimi og snilli á laugarharminum á milli þess, sem hún nartaði í vænt og lost- ætt sápustykki. Sá hinn ungi kennari, að hún brosti út að eyrum eins og björt mey og hrein af sælu og vellíð- an, er hún smjattaði á sápunni. Skaut þegar upp í huga hans ljósum endur- minningum frá hinu horfna og heitt- þráða „Norðurlandi“, þar sem á- stríðufullir sveinar og blóðheitar meyjar, jórtrandi græðgislega aine- rískt setuliðs-tyggigúmmí, dansa æs- andi og dáðörvandi Jitterbug, La Conga, Rumba og La Samba á hroða- lega vesturheimskan máta. Þessi rotta, sem sennilega var af hinu veika kyni, dansaði þó öllu mjúklegar og menn- ingarlegar en þessir aðdáendur og apakettir vesturheimskunnar, sem tek- in er að gera vart við sig í voru litla þjóðfélagi, jafnvel hefir hún náð að teygja loppu sína til hins helkalda norðurs hér út við íshaf. Er það ekki annars hjákátlegt og í senn syrgilegt, að hin upprennandi íslenzka æska, afkomendur hinna norrænu víkinga, skuli dansa klaufalega eftirlíktan dans blendinna og litaðra kynþátta, sem sleikja brennheitt sólskinið í hinu vestasta vestri? Þá er hinn ungi kennari sér rottuna, verður honum fyrst harla bilt við. Gagntók hann svo mikil angist og æs- ingur, að hann gat hvorki hreyft legg né lið. Þó hleypir hann skyndilega í sig kjarki og dirfsku, rís á fætur, vind- ur sér snarlega inn í klefann og þríf- ur til rottunnar. Greip hann í skott liennar og hyggst að kasta henni í gólfið og merja hana þannig til bana, en það rann sem áll úr höndum hans. ín einmitt í sömu svifum bar þar að leiri kennifeður, en þá hafði rottan falið sig vandlega undir Fláráð, en svo nefnist skinnbeður sá, sem vöku- skarfar hvíla á, þegar á þá sígur svefn- höfgi og þreyta. Einum þeim lærðasta hinna lærðu og siðmenntu kennara verður svo hverft við, þá er hann spyr kurteisisheimsókn dýrsins, að hann ýmist bliknar eða blánar af skelfingu. Stekkur hann upp á borð og bekki og girðir í skyndi buxnaskálmar sínar ofan í sokkana. Krýpur hann á kné og biður heitt og innilega, að allar góðar vættir megi styðja sig og styrkja í baráttu gegn ófreskju þessari, sem var þó ekki nema óvirðuleg rottupísl, er, ef til vill, var að auðga þarna anda sinn. Annar kennari þreif af sér gler- augun í fátinu og tók sér „circil“ og striku að vopni. Þuldi hann ótt og títt flestar þær torveldu, stærðfræðilegu „formúlur“, sem hann kunni, og hugð- ist særa hana þannig úr myrkraskoti sínu fram í dagsljósið, svipað og Galdra-Loftur sneri forðum blessun- arorðunum og faðir-vorinu upp á djöfulinn til þess að ná fram Rauð- skinnu úr greipum Gottskálks grimma. Ekkert dugði, og umhverfðist hann þá mjög og hamaðist sem óður væri. Hrikti þá stofan öll og lék á reiði- skjálfi, en rottupínan tísti og tísti, eins og hún væri að gæla við hann í huganum. Báðu menn hann nú að hætta þessum annarlega söng hið bráðasta, því að þeim þótti loftið allt fyllast illum öndum og djöflum. Gerði hann það með tregðu þó og var þá mjög af honum dregið. Var nú öllum gáttum og skjáum upp hrundið til þess að hleypa út „hinum þungu, and- legu dömpum,“ og streymdi þá inn tært loft og hreint. Hurfu þeir „damp- ai í skyndi, og ku þeir hafa sogizt niður í eðlfræðistofu, þar sem þeim var til vísað að réttu. Voru þessu næst ráðin ráðin um :>að,hvað til bragðs skyldi taka til þess að ráða niðurlögum kvikindisins. Var allizt á það einróma, að sá lærði íinna lærðustu skyldi kjörinn for- ingi herferðarinnar. Var nú mönnum safnað í skyndi, og valdi hann sér hina cnáustu og hraustustu sveina skólans. -*ótti öllum það einvala lið og líklegt til stórræða. Var nú vörður með^al- væpni settur við hverja rauf og rifu. Skipaði hinn hugdjarfi foringi síðan svo fyrir, að Fláráði skvldi við snú-

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.