Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1970, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.02.1970, Blaðsíða 16
GuSjón F. DavíSsson, Fremstuhúsum: Kirkjuganga Þann 9. nóvember var ég undirritaður staddur í Reykjavík og langaði mig til þess að ganga í einhverja þeirra kirkna sem ég ekki hafði gist áður á ferðum mínum í Reykjavík a umliðnum síðustu áratugum. Kirkja Óháða safnaðarins varð fyrir valinu. Þar er prestur séra Emil Björnsson, og hafði eg nokkrum sinnum numið rödd hans í útvarpi heima í sveit minni, Mýrahreppi í Dýrafirði. 1 kirkjuna með mér fór dóttir mín Kristín Sigríður, sein nú er ekkja og berst hetjubaráttu fyrir sjö börnum sínum. En það er önnur saga. Við fyrstu sýn virtist mér kirkja þessi mjög hlýleg og að- laðandi. Kirkjugestir voru nokkuð margir og sátu þeir dreift um alla kirkjuna, eldri og yngri. Presturinn hafði kvatt sama» fermingarbörn þau sem fermast eiga í söfnuðinum, á næsta vori til viðræðna um samstarf við fermingarundirbúning. Lítið jjípuorgel var til hægri við altarið, en livar var predikunar- stóllinn? Sú gáta leystist ekki fyrr en prestur steig |>ar inn til þess að flytja ræðu sína. Predikunarstóllinn reyndist vera til vinstri við altarið og var hann liulinn pálmum og blómuni- Auk þess var komið fyrir víðs vegar um alla kirkjuna hlómunii sem settu mjög svip á þetta vistlega guðshús. Blessuð skammdegissólin flæddi uni suðurglugga kirkjunnai' og jók mjög mikið fegurð og göfgi hennar. Söngkórinn gekk 11 eftir ])resti sínum um bakdyr vinstra megin við altarið o? skipuðu liann 14 manns, 8 konur og 6 karlmenn. Söngstjórinn var ungur maður sem stjórnaði með listrænum tökum í ein- földu formi. Söngfólkið var klætt dökkum kápum sem lagðar vom livítum borðuni um háls og hrjóst. Svo liófst söngurinn með hinum stórfenglega bænarsálmi V. Br. ,.,Þú guð sent stýri'' stjarna her o. s. frv. Kirkjugestir tóku almennt undir sönginn? svo að fram kom hrífandi samhljómur sem lyfti liuga mínuni

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.