Einingin - 01.09.1902, Page 1

Einingin - 01.09.1902, Page 1
EININGIN. Blað Umdæmisstúkunnar nr. 3. —o— Qifsfjóri: Bjarni Lyngholf. I. ár. Akureyri, september 1902. $$ 4. blað. Gistihúsa skortur. Hann er nú orðin tilfinnanlegur víðsvegar um landið. Það er ekki að ástæðulausu, þó bindindisstarfseminni sé kent um það, hve miklum erfiðleikum það nú er bundið, að fá leyfi til veitingar áfengra drykkja, því auk þess, sem hin núgildandi áfengis- löggjöf má óbeinlínis teljast henni að þakka, geta bindindismenn nú átt mjög mikinn þátt í að afstýra áfengisveitingarleyfi í hverju einstöku tilfelli, eins og líka hin stutta reynsla, sem þegar er feng- in, hefir sýnt, og eftir því sem bindindismálinu hefir verið hrundið áfram 5 síðustu árin, má óhætt gera ráð fyrir, að að 5 árum liðnum verði þeir fáir meðal þjóðarinnar, sem þyki það samboðið virðingu sinni, að reka jafn-ómannúðlega atvinnu og veiting áfengra drykkja er. Þörfin á gistihúsum er venjulega höfð fyrir skálkaskjól, þegar einhver sækir um áfengisveitingaleyfi, og sé því synjað, er gisti- húsinu að sjálfsögðu lokað um leið, því ekki þykir það takandi í mál, að halda opnu gistihúsi, nema hafa jafnhliða áfengisveitingu til að bera kostnaðinn. Af þessu leiðir, að eftir því, sem brennivíns- holunum fækkar í landinu, fækkar einnig gistihúsum að sama skapi. Það þarf naumast að taka það fram, að gistihúsin eru alt of fá hér á Iandi, og mega því alls ekki fækka; hin viðurkenda íslenzka gestrisni hefir gert alt of marga húsráðendur að fórnarlömbum fyrir þjóðina til þess, að ekki geti allir skynbærir menn fundið þörfina á að fjölga gistihúsunum. Hins vegar er sú skoðun meir og meir að ryðja sér til rúms, að áfengisveitingastöðunum eigi að fækka. Það sem því nú liggur fyrir, er að koma upp gistihúsurn, án áfengisveitinga. Og hverjir eiga að gera það ? Andmælendur bindindisins hafa svarið á reiðurn höndum: að það

x

Einingin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.