Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1982, Side 17

Muninn - 01.11.1982, Side 17
„Góðan dag, hvað ætlar þú að fá" „Sjampó tyggjó og tannbursta" „Var það fleira" „Ja, jú, hérna eitt þvagprufuglas" „Já, viltu með trekt eða hinsegin" „Bara svona hinsegin" Ég flýti mér út, vá. Ég vakna eldsnemma, athöfnin fer fram samkvæmt kúnstarinnar reglum og þvæ mér vel um hendurnar á eftir. Inn í lyftuna, alla leið upp, stig út og held hiklaust áfram, ógeðslega kúl. „Ég er komin hér með prufu vegna þungun- arprófs". Mér finnst allir líta upp og mæla mig út, ósjálfrátt lit ég niður á magan á mér. „já takk, það eru 100 kr.". Guð minn góður afhverju endilega ætlar þetta aldrei að enda, ég er ekki með krónu á mér. Ég styn því upp og segist ætla að koma seinna. hleyp heim í einum spretti næ í pening borga og heim aftur. Ég er kófsveitt e.ftir hlaupin og taugaspennuna. Best að drífa sig i bað og fá sér svo heitt kaffi, því nú er um að gera að taka þvi rólega til 4 en þá verður dómurinn kveðin upp. En auðvitað, um leið og spenna og stress leka út í freyðiblandað baðvatnið, hefst eðli- leg starfsemi og allt fer í gang, niður. Glöð eða ekki glöð, ég vissi þetta, nú alltaf, hitt gat bara ekki staðist. En eitt er pottþétt ég nenni ekki að standa í svona stressi næst - en það er nú alveg merkilegt með það hvað maður er fljótur að gleyma, sérstaklega undir vissum kringumstæðum. Ha? Getnaðarvarnir, nei það er svo mikið bra s . .

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.