Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1982, Blaðsíða 17

Muninn - 01.11.1982, Blaðsíða 17
„Góðan dag, hvað ætlar þú að fá" „Sjampó tyggjó og tannbursta" „Var það fleira" „Ja, jú, hérna eitt þvagprufuglas" „Já, viltu með trekt eða hinsegin" „Bara svona hinsegin" Ég flýti mér út, vá. Ég vakna eldsnemma, athöfnin fer fram samkvæmt kúnstarinnar reglum og þvæ mér vel um hendurnar á eftir. Inn í lyftuna, alla leið upp, stig út og held hiklaust áfram, ógeðslega kúl. „Ég er komin hér með prufu vegna þungun- arprófs". Mér finnst allir líta upp og mæla mig út, ósjálfrátt lit ég niður á magan á mér. „já takk, það eru 100 kr.". Guð minn góður afhverju endilega ætlar þetta aldrei að enda, ég er ekki með krónu á mér. Ég styn því upp og segist ætla að koma seinna. hleyp heim í einum spretti næ í pening borga og heim aftur. Ég er kófsveitt e.ftir hlaupin og taugaspennuna. Best að drífa sig i bað og fá sér svo heitt kaffi, því nú er um að gera að taka þvi rólega til 4 en þá verður dómurinn kveðin upp. En auðvitað, um leið og spenna og stress leka út í freyðiblandað baðvatnið, hefst eðli- leg starfsemi og allt fer í gang, niður. Glöð eða ekki glöð, ég vissi þetta, nú alltaf, hitt gat bara ekki staðist. En eitt er pottþétt ég nenni ekki að standa í svona stressi næst - en það er nú alveg merkilegt með það hvað maður er fljótur að gleyma, sérstaklega undir vissum kringumstæðum. Ha? Getnaðarvarnir, nei það er svo mikið bra s . .

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.