Fríkirkjan - 01.06.1900, Qupperneq 11

Fríkirkjan - 01.06.1900, Qupperneq 11
91 er,hann ritaði eíðast og skömmu fyrir dauða sinn, og heitir: Mqssíqsar spádómar í sögulegri röð. ... í- bók þessari má mjög víða sjá það, að höíundinum getst ekki að öllum gauragangi hinna nýju biflíufræðinga. - ,jÞað er raunalegt að sjá,“ segir hann meðal annars, „að gyðingdómurinn hefur mikinn stuðning af hinni nýju kristilegu gilðfræði; ritverk hennar eru eins og vopnabúr, þaðan er gyð- ingdómurinn fær vopn til árásar kristindöminum". . Hann talar um það almennt, að hinir nýju biflíufræð- ingar neiti öllu yfirnáttúrlegu, þar á meðal öllum spádómum, pg.þá að sjálfsögðu einnig öllum guðlegum innblæstri ritning- arinnar. ■ Þar sem hann minnist á fæðing frelsarans í sambandi við: spádómsorð Esajasar (7,14): „Sjá, mey mun barnsbafandi v.erða", þá kemst hann svo að orði: „Nýja guðfræðin (den mö- d,eme theologi) lítur á þetta sem goðsögn (mythus), spunna út-úr. Esaj. 7,14; vér aptur á móti sjáum hér í ásamt allri kirkju guðs uppfyiling og útskýring þessa spámannlega orðs Esajasar. “ Það er einkennilegt, að höfundurinn talar hér um hina nýju guðfræði í mótsetningu við kirkjuna, og virðist af því auðsætt, að hann telur guðfræðina stefna í vantrúaráttina. Yflr höfuð segir hann, að sér standi stuggur af því, hversu hinir leiðandi menn hinnar nýju biflíufræði hafi yndi af að rífa állt niður. Orð hans eru þannig: „Tími sá, er æfb kVöld mitt ber upp' á, er umbrotatími á sviði biflíunnar og sórstaklega gamla testamentisins. Mér stendur stúggur af umbrotum þessum fyrir þá sök, hversu hinir leiðandi menn hafa íinægju af að rífa niður allt það, sem hingað til hefir verið álitið satt og rétt, hve takmarkalaus er afneitun þeirra og guði horfið andleysi þeirra (aandlos profanitet)." Svona ritaði dr. Franz Delitzsch, þó hann væri sjálfur biflíufræðingnr og áliti vísindalega rannsókn íitningaiinnar nauðsynlega og hefði varið til hennar langri æfl. Yér von- um áð hver maður sjái, að þessi ummæli eru ekki vægari enri þau, sém vér höfum leyft oss að brúka, og ei- því ekki fremur ástæða til að gjöra oss að andstæðing yisindalegrar rannsókn- ar ritningarinnar fyrir ummæli vor, heldur en Fr, Delitzsch fy.iir ummæli hans.

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.