Fríkirkjan - 01.06.1900, Síða 13

Fríkirkjan - 01.06.1900, Síða 13
93 alls eðlis og hefur sett öll þau lög, sem leiða af eðli hvers hlutar eða liggja í því; og honum er án alls efa kærara og þóknanlegra að vér mennirnir leitumst við að rannsaka þessi lög og breyta eptir þeim, heldur en að vér leiðum þau hjá oss eða brjótum á móti þeim af ásettu ráði. Þessi regla er algild og undantekningariaus. En engum manni getur blandazt hugur um þáð, að fríkirkja sé eðli- legra fyrirkomulag á kristnum söfnuði, heldur enn þjóð- kirkja. Triíin er frjáls sannfæring hvers kristins manns, og trúarféiagið, söfnuðurinn eða kirkjan, hlýtur því eptir hlutarins eðli að eiga að vera frjálst félag, sem sérhverj- um manni á að vera frjálst að ákveða sjálfur, hvort hánn vill vera í, eða ekki. 2. Spurningin um, hvort guði sé þóknanlegri þjóðkirkja eða fríkirkja, fellur i öðru lagi saman við spurninguna um það, hvort fyrirkomulagið sé vænlegra til eflingar sönnum krist- indómi og kirkjulegu félagslífi. Enginn maður getur eitt augnablik látið sér detta í hug að halda þvi fram, að guði sé sama, hvort kristindómurinn eflist og kirkjulegt trúarlíf stendur með blóma, eða þvert á móti. En hið kirkjulega félagslíf, eða kirkjulifið, er ekki undanþegið þeirri almennu reglu, sem gildir fyrir hvert félag, sem er, frá þjóðfélaginu niður til hinna smæstu félaga innan þess, að eðlilegt frelsi og sjálfstjórn, með þeirri menntandi og þroskandi sjálfsábyrgð, sem þar með fylgir, er vænlegra til þjóðþrifa og félagsframfara, heldur en ófrelsi og valdboðin stjórn. Guði hlýtur því að vera þóknanlegra að kirkjan sé frjáls, heldur en ófijáls. Frikirkjan er frjáls, en þjóð- kirkjan ófrjáls. 3. Frjáls framlög til eflingar kristindóminum og viðhalds hinum kirkjulega félagsskap eru án alls efa guði þóknan- legri, heldur enn nauðungargjöld og lögtækar skyldu- kvaðir. 4. F’jóðkirkjan stendur ekki nema með annan fótinn á hinum eina rétta grundvelli; með hinn fótinn sténdur hún á ver- aldlegum tilskipunum.

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.