Fríkirkjan - 01.06.1900, Síða 14
94
5; Jesús Kristur hetur sagt: „mitt ríki er ekki af þessum
heimi." Kirkjan er ríki lians. Nú ér kirkjan, sém þjóð-
kirkja að eins „ein skúífa í féhirzlu ríkisiris“ eða- „hin
kristilega hlið ríkisins", og er hrin þá um leið orðin „af
þessum heimi.“
6. Riki Jesri Krists er ríki sannleikans. Einn merkur guð-
fræðingur hefur sagt, að „aldrei nema til tjóns“ ha,fl sverð-
inu verið heitt til að styðja að sigri sannleikans. En
sverðið táknar hið veraldlega vald yfir höfuð, eða ríkisvaldið.
7. Fríkirkja ber vott um trri á hinu rétta konung kirkjúnn-
ar. Þjóðkirkjan þorir ekki að treysta lionum einum; hrin
þorir ekki að sleppa hendi hins .máttuga jarðneska kon-
ungs og halda sér eingöngu við hina almáttugu hönd Jesú
Krists.
8. Hin sanna kirkja er brriður Krists, og það á að vera hug-
sjón hvers safnaðar. En þjóðkirkjan stendur í svo nánu
sambandi við ríkið, að því hefur réttilega verið líkt við
sambandið milli manns og konu.
9. Þeir söfnuðir, sem guði hafa verið þóknanlegastir, hafa án
efa verið hinir fyrstu kristnu söfnuðir á postula og písl-
arvættistímanum. En þeir voru allir fríkjrkjusöfnuðir.
10. Sagan sýnir, að kirkjan spilltist mjög eptir að hrin varð
ríkiskirkja.
Yér hljótum að sogja, að hver sá maður, sem eigi lætur
sannfærast við að athuga þessar tíu sannanir, sem hér eru
taldar, hann skelli skolleyrunum við röddu sannleikans, hvort
sem honum er það sjálfrátt eða ósjálfrátt.
Vér treystum því að maður sá, sem fyrstur vakti þessa
spurningu, sé ekki svo nauðuglega staddur, svo „blindaður áf
fordómum fyrri alda,“ að hann geti ekki séð sannleikann í
þessu máli. Hins viijum vér ekki til geta, að hann vilji ekki
sjá sannleikann og kannast við hann. Að vísu hefur hann
ætlað þetta andinælendum sínum í öðru máli; en það leikum
vér ekki eptir.