Fríkirkjan - 01.03.1901, Síða 15
47
upphrokast*-------er rnér gefinn fleinn í holdið, Satans engill,
til að slá mig, svo að eg skuli ekki verða stærilátur. (2. Kor.
12, 7.).
Ekki öfundum vér dócentinn af þessari fyndni hans. Hon-
um er velkomið fyrir oss að slást i hóp með þeim mönnum,
er vanvirða guðs orð með gálausum tilvitnunum til þess, slík-
um sem þeirri, er hann hefur nú gjörzt sekur í. Hin há-
alvariegu orð í 2. Kor. 12, 7. eru ætluð til annars, en að
fleygja þeim þannig fram. Og verður hann uð fyrirgefa oss,
þó vér í fullkominni alvöru finnum að þess konar rithætti.
Hann er óviðurkvæmilegur í „Fjallkonunni"; en miklu fremur
í málgagni kristindómsins, og það vill þó V . . . . Ijósið vera.
Annars virðist oss þessi tilvitnun herra dócentsins bera
allt of greinilegan vott urn hinn innri mann hans, nefnilega
að hann þykist hafa eitthvað meira enn lítið til að vera stæri-
látur af. Alþýða manna „skilur fyr en skellur i tönnunum",
og er því óþarfi fyrir dócentinn að básúna þetta út, með því
að láta það á „þrykk" út ganga.
Yíðar eru „þversagnir" en í ritningunni. Ein er í þess-
ari fáoiðu „kvitteringu" dócentsins. í sömu andránni sem
hann finnur það „kristilega — eða að minnsta kosti þjóð^
kirkjulega" skyldu sína að stimpla oss eða blað vort sem
„Satans engil“, þá kallar hann oss hvað eptir annað „kollega“
sinn eða embættisbróður. Hér dugar ekki heimildarrita-kenningin
til að leysa úr mótsögninni, þvi að enginn vafi gæti verið
um höfund þessaiar greinar, þótt ekkert J. H. stæði undir
henni.
Mannorði herra dócentsins er óhætt fyrir oss. Það segir
hann satt. Yér höfum aldrei haft neina tilhneiging til að
skerða það, og höfum aldrei gjört neina tilraun til þess, þó
hann vilji gefa það í skyn. En hann hefur optar en einu sinni
komið með aðdróttanir að oss, sem að minnsta kosti ganga
næst. því að vera ærumeiðandi. Yér höfum að eins hrakið
þær, en að öðru leyti skrifað þær á reikning „hans mannlega
breyzkleika" og — fyrirgefið þær.
* Hér eleppir dóeentinn af hæverskn orðunum: „af mikilleik
opinberananna“ (o: biflíukritikiuni).