Fríkirkjan - 01.03.1901, Page 3

Fríkirkjan - 01.03.1901, Page 3
35 ur 56 e. Kr.), kallar kristindóminn viðbjóðslega hjátrú* og fræðimaðurinn Piinius, einn af mestu mönnum sinnar tiðar og vinur Tacitusar, kallar hann „óðs manns æði“ (amentia) Það er því auðsætt, að kristindómurinn átti þá líku að mæta og nú. En nú vita menn, að kristindómurinn bar sigurinn úr býtum í baráttunni við heiðnina. Grikkir þeir og Rómverjar, sem uppi voru á keisaraöldinni rómversku, trúðu hvorki að til væri himnaríki né helvíti. En á endanum tóku þó við af þeim kynslóðir, sem nutu uppfræðingar í kristindómi og trúðu hvorutveggja. Kenningin, sem lærðu mennirnir kölluðu heimsku, smá færðist út um heiminn og festi traustar rætur. Var það þá til þess, að siðleysi og menningarleysi bæri hærra hlut enn mannúð og siðgæði? Það vita allir, sem söguna þekkja, að það fór einmitt þvert á móti. Á Krists dögum voru allar hinar svo nefndu menntaþjóðir heimsins sokknar dýpra í siðaspillinguna, enn nokkurntíma áður og siðan. Hin fornu trúarbrögð heiðingjanna höfðu nú ekki framar nokkurt vald yfir öllum þorra manna, og heiðna spekin, sem borið hafði svo ágæta ávexti hjá spekingunum grísku, Plató og Aristoteles, var nú orðin að efunarspeki, þar sem allt var dregið í efa, og gegndarlausri leit eptir fullsæiu í þessum heimi, menn höfðu magann fyrir sinn guð. Það er víst, að enginn trúði því nú lengur að hegning væri til eptir dauðann. Menn gjörðu ekki annað en gys að hinum fornu goðsögum um harða dómara í undirheimi eða um kvalastaðinn Tartarus, þar sem sagt var að illar og guðlausar sálir kveldust í sam- búð við óvini guðanna, sem gjört höfðu uppreisn móti þeim. Þar á móti var alls konar hjátrú í algleymingi landshorn anna milli, svipuð hjátrú þeirri, sem nú á sér stað með hin- um hálærðu vantrúar-mönnum. Menn særðu til sín anda, beittu fjandmenn sína fjölkyngibrögðum, trúðu á stjörnuspár og ráðningar drauma, leituðu uppi alls konar spákonur og galdra- menn — alveg eins og í París nú á dögum og í Khöfn að nokkru leyti. * Superstitio exitiabilis

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.