Fríkirkjan - 01.03.1901, Qupperneq 12

Fríkirkjan - 01.03.1901, Qupperneq 12
44 „biblíurannsóknunum“í öðrum löndum, sem ekki eru sönn, og er það ósamboðið jafn-menntuðum og góðum manni sem hann er. . . . Þessi nýja alda, sem nú ríður að ströndum íslands og köiluð er „biblíurannsókn" (á ensku Higher Griticism, á þýzku die holiere Kritik = hærri kritík), er ekkert ný eða óþekt alda úti á stórhöfum nútíðar-menntunarinnar, þvi þetta mál hefir verið eitt aðal-umtalsefni guðfræðinganna seinustu tuttugu ár- in. Úti á heimshöfunum er aldan nú einmitt farin að hjaðna all-viða, þegar hún loks rís við strendur íslands. Alda þessi hin mikla hefir sínar eðlilegu orsakii'. Hún er afleiðing af því mikla róti, sem komið hefir á öil andlegu stórvötnin á síð- ustu tíð. Þessi alda rannsóknar og gagnrýnis hefir náð til lang-flestra greina vísindanna, veraldlegra og andlegra. Hún hefir náð t.il bókmennta, sagnfræði, heimspeki, þjóðmegunar- vísinda og stjórnfræði. Eftir að hún hafði koniið róti á öll önnur fræði, hóf hún sig með miklu afli á sjó guðfræðinnar. Alstaðar reyndist hreyfing þessi mjög öfgafull, þótt hún hafi haft margt, gott í för með sér, en hvergi hafa fjarstæður henn- ar verið eins gífurlegar eins og í guðfræðinni. í sjáifu sér er auðvitað öll biblíurannsókn mjög nauðsyn- leg, og i sjálfu sér er hún okkert annað en rannsókn á uppruna og eðli ritanna i biblíunni. Hún gengur út á að grennslast eft- ir, hverjir hafi samið ritin, hve nær, undir hverjum kringum- stæðum og i hvaða tilgangi. Slík rannsókn, ef rétt er moðfar- ið, getur ekki annað' en orðið til góðs, með því hún hjálpar tnönnum til að skilja betur og meta meir hin helgu rit. Eng- in hætta er bókum heilagrar ritningar i rauninni búin, því allar réttvísar rannsóknir hafa staðfest gildi þeirra. Biblían hvílir á því bjargi, sem enginn fær bifað. En biblíurannsóknin, „hærri kritíkin1', hefir á siðustu tíð gengið út í verstu öfgar, gengið út á það eitt að rífa niður og vefengja rit biblíunnar, „svo nafnið sjálft (hærri kritík) er orð- ið til hneykslis alvariega hugsandi mönnum“, segir dr. Green, hinn víðfrægi kennari við Princeton-háskóiann. „Þessa nútíð- ar-biblíurannsókn má skoða sem einhverja verstu tegund van- trúarinnar og allir eiginlegleikar hennar eru fjandsamlegir sannleiksopinberaninni“, segir sami maður i formála fyrir einni bók sinni. Og einn merkur islenzkur fræðimaður hefir komizt

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.