Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 9
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Gunnlaugur Stefánsson: „Pólska þjóðin er nágranni, sem okkur ber að hjálpa“ í apríl sl. boðaði Alkirkju- ráðið allar hjálparstofnanir, sein liöfðu haft Póllandshjálp á dag- skrá, til fundar um hjálparstarf- ið í Varsjá. Ég var sendur á veg- uin Hjálparstofnunarinnar til að taka þátt í þessum fundi. Nlarkinið fundarins var tvíþætt, annars vegar að endurmeta lijálparþörfina með viðræðum við fulltrúa pólsku kirkjunnar og ferðalögum um landið, liins vegar skipuleggja hjálparstarf- ið, ákvarða hvers konar aðstoð og treysta skipulag dreifingar- innar. Á fundinum kom fram injög eindreginn vilji hjá Pólverjum um að hjálparstofnanir reyndu eftir freinsta megni að halda aðstoð áfram, því ástandið væri enn mjög alvarlegt á meðal margra þjóðfélagshópa, sérstak- lega á ineðal aldraðra, sjúkra, barnmargra fjölskyldna, atvinn- ulausra og heilsugæslu- og mannúðarstofnunum. Matar- skömmtun væri enn í gildi og allt verðlag væri hátt á því sem til væri. Ég verð að viðurkenna að ég efaðist um að þetta væri rétt þar sent ég sat þarna á fundinum og hafði þá ekki kynnst ástand- inu öðruvísi en að sjá Pólverjum bregða fyrir á götu. Mér fannst fólkið, við fyrstu sýn, vel klætt og líta sæmilega út, a.m.k. blasti ekki nein neyð við augum túr- istans. En ég átti eftir að skipta um skoðun. Ferðin var skipulögð þannig, að eftir tveggja daga fundahöld i Varsjá, var gert fjögurra daga hlé á fundinum, en fulltrúar sendir út um landið til að kynna sér ástandið, athuga skipulag hjálparstarfsins og reyna að meta aðstæður raunhæft. Mér var falið að fara til Krakow og nágrennis, en þangað er um fimrn tíma lestarferð frá Varsjá. Ég dvaldi síðan í Krakow í fjóra daga. Ég heimsótti sjúkrahús, dagheimili, elliheimili og heimili fyrir munaðarlaus bcrn. Ég fékk tækifæri lil að heimsækja fjöl- skyldur á heimilum sínum, skoð- aði skipulag dreifingar á hjálp- argögnum á veguin kirkjunnar. Ég ræddi við fjölda fólks og reyndi að skynja hvert ástandið væri og hvort yfir höfuð væri nokkur þörf á hjálp. Ég sannfærðist uin að fyrr- nefnt álit mitt hafði verið rangt. Mikill skortur var á öllu og verð- lag svo luikalegt í samanburði við laun og tekjur að erfitt var að skilja hvernig tolk fór að þvi að draga fram lifið. Ég sá skömmtunarseðla í búnkum á eldhúsborðum fjölskvldna, en ekki var handbært fé til að kaupa fyrir þá. Talið er að fjórði hver skömintunarseðill skili sér ekki til baka, þvi fólkið hafi ekki efni á að nýta sér þá. Ég fylgd- ist með dreifingu hjálpargagna, matvæla og fatnaðar, en sér- stakar stöðvar afhenda hjálp til einstaklinga á ákveðnum timum og er öll afhendingin skráð. Pessi dreifing er öll í untsjá kirkjunn- ar. Pá hefur kirkjan á hendi heimsendingarþjónustu \ið aldraða og sjúka. Auk þessa hef- ur kirkjan í sinni umsjá rekstur margra mannúðarstofnana og stór hluti aðstoðarinnar fer þangað, t.d. til dagvistarheim- ila fyrir börn og aldraða. Fyrir utan nauðsynjar eins og t.d. mjólk, brauð og kjöt, sem mikill skortur er á, þá er ekki að finna í Póllandi fyrir almenning ýmsa nauðsynlega hluti til heim- ilishalds, eins og varahluti í raf- magnstæki svo ekki séu nefndir varahlutir í bifreiðar. Allt slíkt l'ærðu ekki nema á svörtum markaði, fyrir dollara. Feigu- bílstjóri sagði mér að eitt dekk undir bílinn kostaði í dollurum, á svarta markaðnuin, er sam- svaraði fjögurra mánaða með- allaunum en annars staðar væru dekk ekki til sölu. Þetta þýðir að fólkið getur tæpast verið án þess að eiga nokkra dollara lil að hlaupa upp á. Almennt svart- amarkaðsverð á dollar er tífalt liærra en hið opinbera gengi og hafði verið hækkað fimmfalt á fimm mánuðum. Þegar ég kom til baka til Var- sjár þá hafði ég sannfærst um að þörfin á hjálp væri mikil og nauðsynlegt væri að halda hjálp- arstarfi áfram a.m.k. fram að áramótum. Ég sá að hjálpar- starfið hafði ekki einungis þýð- ingu fyrir framfærslu fólksins, heldur innihélt þetta starf lika bæði mikilvæg tengsl \ið pólsku þjóðina, sem var að berjast l’yrir réttlæti, og el'ldi með þeim von og styrk í þeirri baráttu. Hjálp- arstarfið styrkti öryggi lolksins gagnvart kúgun og ógn. Fundurinn samþykkti að hjálparstofnanirnar lcggðu fram i einn sjóð þá fjármuni er þær ætluðu að verja til Póllands- hjálpar fram að áramótum og síðan leggðu fulltrúar pólsku kirkjunnar fram beiðni um hvers konar hjálp þeir óskuöu eftir. Pegar beiöni þeirra kom fram í lok fundarins þá kom í Ijós að pólska kirkjan óskaði in.a. eftir 100 tonnum af sild frá íslandi i tveimur sendingum, þá l'yrri eftir tnánuð og þá síðari í des- ember. Hjálparstofnun kirkj- unnar var síðan falið að sjá um þessa framkvæmd. Pað hefur stunduin verið haft á orði að það þurfi ekki að vera að hjálpa þeirn þarna í Póllandi, þeir séu betur staddir en margir aðrir. Það sé einungis verið að létta undir með óréttlátu ríkis- valdi sem kúgi þjóðina. Ég neita því ekki að áður en ég kynntist aðstæðum og viðhorfum fólks í Póllandi þá hvarflaði þessi skoðun að inér. En eftir að hafa séð með eigin auguin hvernig fólki líður þar og hve mikla þýð- ingu hjálparstarfið hefur fyrir líf og baráttu fólksins, þá er ég sannfærðu um að þessi aðstoð eigi rétt á sér. Mér verður einnig hugsað til okkar sjálfra á dögum Vestmannaeyjagossins og upp- byggingarinnar þar á eftir. Pá þáðum við erlenda hjálparað- stoð að núgildandi verðmæti yfir einn milljarð króna. Á sama tíma hafði íslensk þjóð efni á að kaupa 50 skuttogara og standa að umfangsmiklum fjárfesting- um á öllum sviðum þjóðlífsins. Hér ríkti aldrei skortur og þáð- um við sarnt hjálparaðstoð frá útlöndum fyrir einn ntilljarð króna. Það er sannarlega skort- ur í Póllandi og fólk er einnig þjakað og kúgað félagslega. í hjálparstarfi krikjunnar er aldrei tekin pólitísk afstaða til stjórn- valda og sú afstaða látin ráða um það hvort hjálpa eigi sak- lausu fólki eða ekki. Pólska þjóðin er nágranni sem okkur ber að hjálpa í neyð hennar með sama hugarfari er við þökkuð- um erlendum gefenduin kær- komna aðstoð á dögum Vest- mannaeyjagossins. Þegar ég var staddur í Pól- landi þá var mér hugsað heim. Við búum við málfrelsi, athafna- frelsi, ferðafrelsi, félagafrelsi, getum gagnrýnt og lifum ótta- laust. Flestir hafa nóg til hnífs og skeiðar og rúmlega það. Neyslukröfurnar fjalla raunar, oft fremur, um það sem við vilj- um bæta við en getum auðveld- lega verið án. Hafa þessi verð- mæti frelsisins lifandi þýðingu í daglegu lifi okkar? Kunnum við að meta og þakka að fá að njóta þessara réttinda sem eru að sönnu forréttindi í heiminum, jafn sjálfsögð og þau eru? Fr hætta á að við glötum þessuin réttindum, að við þurl'um að reyna efnahagslegt neyðarástand i biðröðum i marga títna til að fá tnjólk, brauð og kjöt með skömmtunarseðil í höndum? Getur slikt gerst á íslandi? Mér er minnisstætt þegar pólskur vinur minn sagði mér frá því hve neyðin í Póllandi hel'ði komið á óvart, öllum að óvörum: „Ár- ið 1975 lék allt í lyndi í Póllandi. Allir höfðu nóg að borða, það ríkti gleði og fjör, það var virk- ilegt vor í lofti. Mannréttindi höfðu mikið aukist á flestum sviðum. Vöruframboð í versl- unum var fjölbreytt og mann- lífið iðaði af lífi og fjöri. Mikill fjöldi ferðamanna heimsótti landið og öflugur ferðamanna- iðnaður var kominn til. Enginn hugsaði til þess, og var viðbúinn því, sein síðar kom. Það kom eins og myrkur á einni nóttu. Það gerðist á þeirri nóttu sem skuldir landsins fóru yfir 50% af þjóðarframleiðslu. Þá sögðu erlendir lánadrottnar — hingað og ekki lengra. Síðan byrjuðu þrengingarnar, efnahagslegar og félagslegar, sem vara enn.“ Mér verður stundum hugsað til þessarar frásögu vinar míns í ljósi íslenskra aðstæðna. Verð- uin við ekki að vakna og skynja það sem við eigum og höfum reist, staldra við og skoða stöðu okkar sjálfra, áður en lengra verður haldið? Erum við að stefna inn í pólskt ástand með mikilli skuldasöfnun, óhófleg- um fjárfestingum, ofnýtingu fiskiiniðanna, ranglátri tekju- skiptingu og gengdarlausri eyðslu í óþarfa innflutning? Mér er spurn, en vona af heilum hug að við megum endurskoða okkar mál, svo ekki þurfi að koma til erlend aðstoð okkur til hjálpar! ÓSKUM HAFNFIRÐINGUM GLEÐILEGRA JÓLA, GÓÐS OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS. ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. Et&MiLíiKáte Reykjavlkufvegi 60 — Hatnarlirði — Slmi 54400 IIIII M 1111111111111111111111111111111 OSKUM HAFNFIRÐINGUM gleðílegra jjóla GÓÐS OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ ÁÁRINUSEM * ER AÐ LÍÐA m 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR 11111111111111111111111111111111iiiiiiiiiii :í« Alþýðublað Hafnarfjarðar ÍJtget'andi: Alþýðufiokkurinn í Hafnarfirði Kitstjóri og ábin.: Jóna Ósk Guðjónsdóttir, s. 54132 Auglýsingar: Ásta Sigurðardóttir, s. 52065 Setning: Acta hf. Prentun: Fjarðarprent sf.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.