Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 4
4 Alþýðublað Hafnarfjarðar Utgefandi: Alþýðuflokkurinn I Hafnarfiröi Ritstjóri: Guðni Björn Kjærbo Setning: Acta hf. Prentun: Hafnarprent HATNARF3ARÐAR Hvert atkvæði kemur að fullu gagni Það fer ekki fram hjá neinum sem eitthvað fylgist með stjórnmálabaráttunni á íslandi í dag að Alþýðu- flokkurinn er í sókn. Rökstudd gagnrýni, einarðlegur og markviss málflutningur talsmanna flokksins hefur vakið verðskuldaða athygli. Þeim fer sífellt fjölgandi, sem lýsa því yfir að þeir ætli nú í fyrsta skipti að kjósa A-listann. Hafnarfjörður er engin undantekning frá þessu. Það sýna ýmis dæmi ótvírætt. Sókn með A-lista, fundur í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. maí, fundarmenn á annað hundrað. Viku seinna sátu 6 efstu menn A-listans fyrir svörum í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, fundarmenn um 60 talsins. Fimm dögum seinna síðastliðinn sunnudag, kosningavaka A-listans á Skiphóli. Þátttakendur tölu- vert á þriðja hundrað manns eða nær helmingi fleiri en kosningabærir menn á fjölskylduhátíð D-listans fyrr um daginn á sama stað. Allt sýnir þetta sóknarvilja og áhuga fólks á Alþýðu- flokknum. Þetta finna og sjá allir hinir flokkarnir og þess vegna beina þeir spjótum sínum að frambjóð- endum Alþýðuflokksins. Þeir óttast mjög um eigin hag í þessum kosningum. Og ekki urðu niðurstöður af skoðanakönnun Dag- blaðsins og Vísis á mánudaginn um fylgi flokkanna í Reykjavík til þess að taka úr þeim hrollinn. Nú fara þeir hamförum um bæinn og segja mönnum blessuðum að kjósa ekki Alþýðuflokkinn. Hann fái víst nóg fyrir því. Þetta er þrauthugsaður áróður, sem menn mega ekki falla fyrir. Hvert og eitt atkvæði sem greitt er Alþýðu- flokknum kemur honum til góða. Hann má ekkert at- kvæði missa, ef hann á að ná takmarki sínu. En með því að standa fast við sitt, sjá við vélabrögðum and- stæðinganna og kjósa A-listann á sunnudaginn náum við settu marki: Lárus Guðjónsson í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Stuðningsfólk A - listans takið eftir: ★ Kosningaskrifstofan verður opin um helgina frá klukkan 9.00 til 23.00 báða dagana. Síminn er 50499. ★ Allt stuðningsfólk er hvatt til þess að leggja sitt af mörkum svo aðsigur A - listans verði sem mestur. ★ Munið að í baráttu sem þessari vinna margar hend- ur létt verk og mikil þörf er á að fólk hafi samband við skrifstofuna. ★ Bílaeigendur sem ætla að vinna fyrir A - listann á kjördegi þurfa að láta skrá sig á skrifstofunni. ★ Fjárframlög í kosningasjóðinn eru vel þegin og er tekið á móti þeim á kosningaskrifstofunni eða hjá formanni fjáröflunarnefndar Hrafnkeli Ásgeirssyni. Nokkrir frambji A - listans teki Guðni Kristjánsson, verkamaður: Við megum ekki gleyma æskunni Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bæjarmálum ekki síst atvinnumálum, æskulýðsmálum og náttúru- verndarmálum. Það þarf að búa betur að æskufólkinu til þess að það geti notið hollra og þroskandi tómstundastarfa. Husnæði fyrir æskulýðsstarfsemi skortir mjög tilfinnanlega hér í Hafnarfirði. Það er von mín að æskunni verði ekki gleymt, þegar kjallaranum undir Engi- dalsskólanum verður ráðstafað, en þar mun vera um 500 fermetra rými að ræða. Einnig þyrfti að huga mun betur að atvinnumálum unglinganna með tilliti til sum- arvinnu. Atvinnunefnd skrifaði á sínum tíma öllum fyrirtækjum í bænum bréf þess efnis að þau tækju unglinga í vinnu yfir sumartímann. Aðeins eitt eða tvö fyrirtæki svöruðu bréfi atvinnumála- nefndar og sýnir það glöggt áhugaleysið sem ríkjandi er gagnvart atvinnumálum unglinga. Ég treysti Alþýðuflokknum best til þess að vinna þessum málum vel. Þess vegna skora ég á alla bæjarbúa að stuðla að glæsilegum sigri A — listans á sunnudaginn kemur með því að setja krossinn fyrir framan A. Gylfi Ingvarsson, vél- virki: Þar blása nú ferskustu yindarnir. Það er lýðræðisleg skylda hvers manns að hafa bætandi áhrif á umhverfi sitt. Innan Alþýðuflokksins blása nú ferskustu vindar íslenskra stjórnmála. Þaðana hafa kom- ið hvössust og málefnalegust gagnrýni á núverandi stjórnvöld. Ómetanlegt uppbyggjandi æskulýðsstarf fer fram innan íþróttafélaganna. Þetta fórnfúsa starf þeirra er mjög vanmetið af núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta. Það verður að koma breyting á þetta. Það þarf einnig að auðvelda ungu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðiö. Sá kross sem ungt fólk verður að axla við núverandi aðstæður er ógnvekjandi og veldur marg- víslegum félagslegum vanda Það þarf einnig að auðvelda ungu fólki að koma sér upp Gunnar Friðþjófsson, form. FUJ: Menningarmið- stöð í Hafnarfjörð Hafnfirsk bæjaryfirvöld þurfa að styðja betur félags- lífið í bænum en þau hafa gert á síðustu árum. Hafnarfjörður hefur ekkert að bjóða fólki, sem kemur heim að loknum vinnudegi. Hér er enginn staður fyrir fólk til þess að koma saman á. Það þarf að koma á fót menningarmiðstöð hér í Hafnarfirði, sams konar og Norrænahúsið er í Reykjavík, þar sem fólk getur komið saman, hitt kunningjana og rabbað saman yfir kaffibolla. Við þurfum að- gera Hafnarfjörð að heimili okkar, ekki bara að vinnustað. Menn hafa fleiri þarfir en að éta og sofa. Arnbjörg Sveinsdóttir: Atvinnutækifæri kvenna eru fá- breytt. Ég hefi ákveðið að leggja Alþýðuflokknum allt það lið er ég má og hefi þess vegna fallist á að skipa 9. sætið á A—listanum. Mér falla vel hin lýðræðislegu vinnubrögð sem Alþýðuflokkurinn beitir sér fyrir og málflutningur hans og málefni eru mér vel að skapi. Það þarf að leggja miklu meiri rækt við æskulýðsmálin og atvinnumál Hafnfirðinga verður að taka til gagngerðar athugunar. Konur hafa mun minni atvinnutækifæri en karlar og svo einhæf að engu tali tekur. í raun og veru er tæpast annað en um fiskvinnu að ræða, ef kona ætlar sér út á vinnumarkaðinn hér í Hafnarfirði. Þá þarf að hugsa til þess að aukinn fólksfjöldi er væntan- legur út á vinnumarkaðinn í Hafnarfirði og þessu fólki verður að sjá fyrir vinnu. Það verður varla gert nema með því að efla hafnfirsk iðnfyrirtæki og stuðla að fjölbreyttni þeirra. Til alls þessa treysti ég Alþýðuflokknum best. Þess vegna hvet ég alla til þess að kjósa A — listann í komandi kosningum.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.