Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.06.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.06.1975, Blaðsíða 2
Oddný M. Ragnarsdóttir: Húsmóöir í Öldungadeild að læra á ný og einrlig í hverri námsgrein, til að- Öldungadeildin í Menntaskólanum í Hamrahlíð er merkur áfangi í skólasögu Islendinga. HÚn hefur opnað mörgum leiðir til stúdentsprófs, sem ekki hefðu aukið við menntun sína við fyrri aðstæður. Ein af þeim húsmæðrum, sem lagt hafa leið sína í Öldungadeildina í Hamrahlíð er Oddný M. Ragnarsdóttir, tveggja barna móðir. Alþýöu- blaö Hafnarfjarðar hitti Oddnýju að máli og bað hana að skrifa grein um, hvers vegna hún valdi sér þessa leið. Oddný varð við þessari ósk blaðs ins og kann það henni bestu þakkir fyrir. Það er auðvelt að svara spurningunni, hvers vegna mér datt í hug að fara í mennta- skólanám. Það var ein- faldlega vegna þess að mig langaði til að bæta við undirstöðumenntun mína, sem ég áleit ekki næga. 1 rauninni gerði ég mér ekki grein fyrir þessu, fyrr en eftir nokkurra ára starfs- reynslu bæði innlendis og erlendis, þrátt fyr- ir góða menntun frá Hjúkrunarskóla íslands og framhaldsnám erlend- i s . Hvers vegna menntaskollnn ? Vafalaust spyrja marg- ir af hverju Menntaskól inn. Þetta er góð spurn ing, þar sem margir aðr ir skólar eru til og mismunandi kvöldnámskeiö þar sem hver og einn getur valið eftir því hvar áhuginn li.ggur. Margar mismunandi skoð- anir eru á skólamálum unglinganna. Hafa þeir hæfileika til lengra náms en skyldunámið er? Eru þeir nógu duglegir ? Er greindin takmörkuð o . s. frv. ? Að sjálfsögðu hafa unglingarnir sínar skoð anir á þessu og það er vafalaust upp og niður hversu góða áheyrn þeir fá. Unglingarnir þrosk- ast misfljótt. Sumir hafa hugmynd um, hvar áhugi þeirra liggur, hvað framtíaðar starf varðar og stefna að því marki, hvort sem undanfari þess er menntaskóli eða eitt- hvað annað. En flestir unglingar hafa ekki hug mynd um, hvað þeir vilja. Margir eru jafnvel lang þreyttir á skólagöngu og þrá að hætta. Oft er það á tímabilinu 14 til 16 ára. Því miöur eru unglingarnir þá oft á tíöum þrjóskir og þykj- ast vita betur en for- eldrar eða aðrir þeim vitrari . Erfióasti skólinn. Frá mínu sjónarmiði séð álít ég skóla lífs- i'ns erfiðastan og því skynsamlegt' að vera sem best undir hann búin . hvað almenna menntun snertir áður en fariö er frá foieldrahúsum, ef þess er kostur. Stór hópur unglinga heldur að visu áfram í skóla vegna foreldr- anna. Stórumhluta þeirra gengur ilia. Það er mjög vafasamt, hvort sá hópur, sem ekki vill vera í skóla, á að halda áfram námi áhuglaus, jafnvel sitja tvisvar til þrisvar í sama bekknum. Ég held, að mörgu þessu fólki væri betra að hætta í skólunum og fara út í atvinnulífið og reka sig þar á. Það að finna fyrir alvöru og erfiðleikúm lífsins kemur flestum til að hugsa. Það er alltaf hægt að fara í skóla aftur og þá er unnið af meiri krafti . Stærsta vandamálið er að yfirvinna minnimáttar- kenndina, sem iðulega kemur í veg fyrir fram- kvæmdir. Það eru miklir möguleikar til náms■ öðru máli gegnir um þá unglinga, sem verða að fara út i atvinnulifið strax eftir skólaskyldu vegna erfiöra aðstæðna heima fyrir. Það eru sár örlög að þrá lærdóm en verða frá að hörfa. En i dag ætti þetta fólk að hafa möguleika til náms af hvaða tagi sem er seinna á ævinni þegar það hefur sjálft skapaö sér tækifæri til þe ss . Þessu er þó ööruvisi fariö hjá húsmæðrum. Þær eiga að vísu að hafa sömu möguleika og aörir að sinna áhugamálum sinum, en oft hefur skortur bæði á skilningi og aöstoð frá maka komið i veg fyrir að þær drifi sig út i áhugamál sin. Konan í eldhúsinu. Frá aldaöðli hefur verið litið á konuna i eldhúsinu sem sjálf- sagðan hlut með öskrandi börn i kring um sig. Fáum hefur dottiö i hug að hún væri óánægð. Þess vegna hefur henni vafalaust fundist það oft vera vonlaust að reyna að koma sér út af heimilinu. Hún hef- ur þá oft dregiö sig inn i sjálfa sig, veriö pirruð eða jafnvel andlega sjúk. Ég vil taka fram að húsmóðurstarfið er erf- itt, sérstaklega ef mörg börn eru í heimili, og að stærsta hlutverk- ið á þessum timum er að ala upp börn svo að vei megi fara. En til þess að móöirin geri þetta vel þarf hún að vera ánægð og til þess þarf hún tilbreytingu. Auð- vitaö eru margar undan- tekningar frá þessu eins og öðru. En sem betur fer er þessi hugsunarháttur að hverfa þótt ennþá eimi eftir num. Rauðsokka- ingin hefur vafa- átt sinn stóra í uppgangi og bar- okkar kvennanna, ýmislegt hafi ð út i öfgar hjá að mínum dómi. En r með þetta eins lt annað, að það st þurfa öfgar til að ná eftirtekt. tók langan tíma aó af ho hreyf laust þátt áttu þó að gengi þeim það e og al virði þess Þaó læra aó læra á ný. Eg hef farið langt yfir skammt. Ég hef ekki svaraö spurning- unni um menntaskólann. Ég hef fyrst og fremst áhuga á almennri mennt- un,‘ á því að vikka sjóndeildarhring minn og um leiö.að eiga fleiri möguleika til þess að bæta við mig seinna á 1ifsleiðinni. Þegar hin svokallaða öldungadeild tók til starfa 1972 sá ég tækifæri, sem ég vildi notfæra mér. Ég fékk góðar undirtektir hjá eiginmanni minum, svo að ég tók til starfa i febrúar 1972. Ég verð að viðurkenna, að það tók tima að læra að menntaskólanámið er erfiðara en mig hafði grunað. En ég hefi haft mikla ánægju af þvi og lært mikið og tilfellið er, að þvi meira sem við lærum, þvi minna finnst okkur við kunna. Allir fá aó spreyta sír. Ég var með nokkurra mánaða gamalt barn, þegar ég byrjaði i öldungadeildinni. Ég hef fætt annaö barn siðar á náms- timanum. Það hefur þvi verið takmarkaður timi til lestrar. Smábörn krefjast mikils af móður sinni eins og við hús- mæðurnar þekkjum. ÞÓ að ég sé hlynnt þvi, að húsmæður sinni áhugamálum sinum eins og fyrr er getið, mun ég eft- ir mina reynslu ekki mæla með erfiöu námi, ef ung börn eru á heimilinu. Við slikar aðstæður þarf konan góða hjálp frá maka og öðrum fjölskyldumeðlimum, ef þeir eru fyrir hendi. Allt öðru máli gegnir, þegar börnin eru aðeins eldri, sofa á næturnar og geta bjargað sér smávegis sjálf. Öldungadeildin gefur kost á að taka skólann á fimm og hálfu ári. Það er mjög sann- gjarrit, þar sem nemendur i öldungadeildinni eru yfir- leitt fólk, sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu. Innan þessa hóps hefur myndast smá félags skapur, sem er nægilega mik- ill til þess að gera námið skemmtilegra og eftirsóknar- verðara. Starfsemi Öldungadeildar-. innar byggist á sjálfsnámi, það er að' segja utanskóla- námi með ákveðnum timafjölda stoðar við sjálfsnámið. Ald- ursmark er 21 árs. Engrar sérstakrar gunnmenntunar er krafist. Hver og einn fær að spreyta sig. Það er stórkost- legt að sjá allan þann fjölda sem hefur sest á skólabekkinn i Öldungadeildinni. Þetta fólk kemur allt af sömu ástæðu en býr við mismunandi aðstæður. Aó vera skilningsríkur og félagslegur lífsförunautur. Hvað maka minn snertir hef- ur hann það mikið starf, að ég hef ekki getaö ætlast til mikils af honum á verklegu sviði hvað heimili og börn varðar. Hvað börnunum við- kemur hef ég fengið góða hjálp frá foreldrum minum og á ég þeim mikið að bakka. Hins vegar hefur maki minn góðan skilning á þýöingu þess, að konur fái tækifæri til að bæta við þekkingu sina og hann hefur verið mér mikil hjálp á andlegu sviði, uppörvað mig og drif- ið mig áfram, þegar ég hefj. fundið vanmátt minn og hugsað mér að hætta. Á kvennaárinu ber okkur konunum að sýna hvað i okkur býr og hvað við viljum. Jafn framt eigum við að koma á framfæri kvörtunum okkar á hönd karlþjóðinni. Þetta hefi ég verið að reyna hér að ofan og ég vil leggja áherslu á bað, að aðrir karl- menn taki sér það til fyrir- myndar að reyna að skilja konu sina og vera henni fél- agslegur lifsförunautur i bliðu og striðu. Jafnrétti á vinnumarkadi ábótavant ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR HITTI GUÐRÍÐI ELÍASDÓTTUR AÐ MÁLI OG ÁTTI VIÐ HANA STUTT VIÐTAL, SEM HÉR FER Á EFTIR. HVERNIG HEFUR ATVINNU- ÁSTAND HJÁ KONUM 1 BÆNUM VERIÐ í VOR OG í SUMAR ? Ágætt miðað við það sem annars staðar gerist. Það hafa verið þetta 14 til 15 konur á atvinnuleysisskrá hjá okkur. Þetta voru allt konur, sem höfðu verið i vinnu hjá Norðurstjörnunni. Hún var lokuð um tima, en nú er vinna byrjuö þar aftur. HVERNIG ERU KJÖR VERKA- KVENNA OG HVAD ER KAUPIÐ ? Kjörin hafa versnað mikið nú að undanförnu i öllu dýrtíðarflóðinu. Kaupið er svolitið misjafnt eftir þvi um hvers konar vinnu er að ræða. Konur i fiskvinnu fá t. d. 44.043 kr. i byrjunar laun, en kr. 45.482 á mán- uði eftir eitt ár. Konur sem vinna i handflökun og fiskaögerð fá á mánuði 45.o83 kr. i byrjunarlaun, en 46.539 kr. eftir eitt ár i þeirri vinnu. Unglingsstúlkur, sem vinna samkvæmt 3. taxta fá á mánuði 33.903 kr. i byrjunarlaun og 37.301 kr. eftir árið. Vinni þær hins vegar samkvæmt 5- taxta fá þær 35.134 kr. á mánuði i byrjunarlaun og 38.705 kr. eftir eitt ár. HVAÐ FINNST ÞÉR UM JAFN- RÉTTI KVENNA OG KARLA A VINNUMARKAÐINUM ? Þvi jafnrétti er mjög ábótavant að minum dómi. Það er helst að finna i fiskvinnunni, þvi að þar eru sömu laun fyrir sömu vinnu. Annars staðar rikir mikið óréttlæti og oft er konum meinaö að vinna störf, sem þær gætu innt af höndum engu siðut en karlar. HVERNIG HEFUR SAMBUÐIN MILLI ATVINNUREKENDA OG VERKAKVENNA VERIÐ ? í flestum tilfellum mjög góð. En öðru hverju ber bó skugga á. Mér er t. d. ofar lega i huga eitt nýlegt at- vik. Starfsstúlka hafði unniö 8 sumur samfleytt á einum leikvelli bæjarins. í vor, begar hún leitaði eftir þessu starfi eins og hún var vön, var henni sagt aö hún myndi ekki fá vinnuna á þessum leikvelli i sumar. Það hefðu komið svo margar kvartanir vegna starfa hennar i fyrra. Stúlkan varð alveg undr- andi og spurði þvi i ósköp unum hún hefði ekki verið látin vita um þessar kvart- anir strax og þær komu fram svo að hún gæti bá ihugaö þær og tekið tillit til þeirra. Þessu var fáu svar- að, en stúlkunni boöiö starf á öðrum leikvelli bæjarins. Það báði hún vitanlega ekki. Ef hún væri óstarfhæf á þessum lei-kvelli, hlyti hún að vera það alveg eins á öðr- um leikvöllum. Þegar ég, sem formaður verkakvennafélagsins spurð- ist fyrir um það hjá félags málastjóra, hvernig þessu máli væri fariö, var mér tekið bar heldur þurrlega. Sagðist hann vera alveg hissa á því, að ég tæki málstað stúlkunnar og gerði að mínum. Það er tvennt í þessu máli, sem mér er ógeðfellt. Annars vegar það, að mér finnst í þessu tilfelli hafi veriö níðst á stúkunni og hins vegar er það skiln- ingsleysi félagsmálastjóra að bað komi verkakvennafél- aginu ekkert við, hvernig komið er fram við félags- konur. Slík íhaldssjónar- mið hélt ég að heyrðu for- tíöinni til og ættu síst heima í félagsmálastofnun Hafnarfj arðarbæjar. GuSríður Eliasdóttir, HVERJAR ERU AÐALKRÖFUR VERKAKVENNA NÚ ? Að fá hærri laun þannig, að verkakonur nái aftur svipuðum kjörum og þær voru búnar að fá 1974. Flestar .konur' innan verkakvennafél- agsins teljast til lág- launafólks og það kemst hreinlega ekki af eftir verðbólgubróunina nú að undanförnu. Það er talað um, að fyrirtækin þurfi að hafa rekstrargrundvöll og ég get tekið undir það. En er það ekki eitthvað svipað með rekstrargrundvöll heim- iianna ? Því aðeins að hann sé tryggður fá fyrirtækin gott starfsfólk. HVERNIG SÝNIST ÞÉR HORFA í JAFNRÉTTISMÁLUM KYNJANNA TIL ÞÁTTTÖKU 1 ATVINNULÍFI? Mörgu er enn ábótavant, en þó held ég að miði í rétta átt. Róm var ekki byggð á einum degi og hugs- unarhætti í þjóöfélagi verð ur ekki breytt á svipstundu. En við konur getum flýtt fyrir réttri bróun þessara mála með því að sækja rétt okkar með einurð og djörf- ung. Það er fyrst og fremst undir sjálfum okkur komið, mannkostum okkar og dugn- aði hvernig mál þessi sækj- ast. Það skulum við alltaf hafa í huga. Ath. að viðtalið er tekið fyrir samninga.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.