Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Síða 5
JÓLARVEÐJA frá k. f. u. m.
3
fjárhirðum i Betlehem á kyrlátri næturstund
hinn gleðilega boðskap um fæðingu hins fyrir-
heitna mannkynsfrelsara. Hinn fyrsti jólasálmur
var þá sunginn af fjölda liimneskra hersveita,
sem lofuðu Guð og sögðu:
»Dýrð sje Guði í upphæðum, og friður á jörðu
með þeim mönnum, sem hann hefur velþókn-
un á«.
Síðan hafa »kynslóðir komið, kynslóðir farið
allar sömu æfigöng«, en aldrei hefur þagnað
»eilífa lagið við pílagrimsins gleðisöng«.
Guð hefur elskað oss að fyrra bragði, elskað
mennina trá eilífð, og gefið oss hina blessuðu
jólagjöf og með henni hið eilíta lífið. Vjer elsk-
um hann aftur á móli og veitum feginsamlga
jólagjöfinni móttöku í trú og elsku og eigum
og njótum eilifa lífsins. Og á sjerhverri jólahátið
þökkum vjer fyrir gjöfina og gleðjumst af kær-
leika Guðs í Drotni vorum og frelsara, Kristi
Jesú.
Og nú óska jeg öllum, sem þessi orð mín
berast til eyrna, náðar og friðar frá Guði Föður,
og gleðilegra jóla í nafni Drotlins vors Jesú
Krists, og að þeim gleymist aldrei »eilifa lagið
við pílagrímsins gleðisöng«.
J. P.
Jólin, þegar á reynir.
2. Jöladagur.
»Gleðileg jól!« svo kveður við úr öllum áttum
á jólunum, og um jólagleði og jólafögnuð er
talað. í kirkjunum er talað um þá jólagleði,
sem aldrei fölnar; þá gleði, sem gölgar sálina,
af því að sú gleði er hrein; þá gleði, sem er
sterk og óháð jarðneskum sorgum og syndum
og sjúkdómum. — Það er jólagleði, sem ekki
þverrar eða hverfur með jóladögunum, heldur
verður því sterkari, þess meir sem á reynir.
Þetta verður að vera svo, ef jólagleðin er sönn
og sprottin af ‘sannri og lifandi trú; því þá hefur
jólagleðin uppsprettu sína í honum og streymir
frá honum, sem millíónir kristinna manna til-
biðja og játa, sem Guð sinn og frelsara. »Sjá, jeg
boða yður mikinn fögnuð! .... Drottinn Krist-
ur fæddur í borg Davíðs!« Svo sagði engillinn
við hirðana hina fyrstu jólanótt. Jólahátiðin er
því öllu fremur hátíð gleðinnar og fagnaðarins,
sem árlega k'emur og boðar oss þau gleðitiðindi
að Guðs sonur gjörðist maður, til þess að hver
sem trúir á hann glalist eigi, heldur hafi eilift
líf. En þessi sannleiki á svo að ganga þannig
inn í meðvitund vora, að hann geti gefið oss
krapt til þess að lifa allt árið í heilagri jólagleði,
hvað sem fyrir kann að koma, hvað sem á
reynir. —
Þess vegna kveður nokkuð við annan tón í
guðspjalli og lexiu 2. jóladags. í fljótu bragði
finnst oss lítið jólalegt yfir því. I guðspjallinu
er talað um ofsóknir og pyntingar og blóðsút-
hellingar. Pá'r er talað um vonzku mannanna
og fjandskap gegn sendiboðum Guðs. Þar lesum
vjer líka dómsorð þung og ægileg.
Og í lexiunni sjáum vjer mynd af því, hvernig
þetta kom fram, þegar i fyrstu kristni. Þar er
brugðið upp niynd af þvi, hvernig hinn fyrsti
pislarvottur kristninnar, hinn heilagi Slefán, varð
að innsigla jólagleði sina með blóði sínu. —
I5etta sýnist ömurleg mynd á jólunum; en
samt er þelta liinn mesti fagnaðar boðskapur,
þvi þar sjáum vjer hversu raiklu hin sanna jóla-
gleði fær á orkað, þegar á reynir.
I3að er einkum þrennt, sem vjer sjáum koma
fram í dæmi hins heilaga Stefáns: Hugrekki og
djörfung, kœrleikur til Guðs og manna, og afl-
sterk von. Isetta eru ávextir hinnar sönnu jóla-
gleði. Pannig birlist hún, er mest reynir á.
1. Þegar á reynir skapar hin sanna jólagleði
hugrekki og djörfung.
Hin sanna jólagleði kemur af því, að vjer trú-
um af öllu hjarta á Jesúm Krist, getinn af hei-
lögum anda, fæddan af Maríu me\ju. — Þennan
boðskap meðtökum vjer eins og hann væri beint
talaður til vor. Vjer trúum þvi, að oss sje frels-
ari fæddur, og að þessi frelsari sje hinn almátt-
ugi og eilifi Guðs sonur, sem gjörðist fátækur
vor vegna, þótt hann rikur væri, til þess að vjer
skyldum auðgast af hans fátækt. Vjer trúum því,
að aðeins fyrir hann meigum vjer kallast og
vera guðs börn. En af þessari trú sprettur aptur
það, ef hún er sönn og lifandi, að öll ástæða lil
ótla og hræðslu hverfur algjörlega. Þess vegna
segir Jesús: »Hjarta yðar skeltist ekki nje liræð-
ist: trúið á Guð og trúið á mig«. Sá sem at öllu
hjarta trúir þessu og tileinkar sjer það, fær við það
hugpi-5rði og djörfung, svo að honuni ægir jafn-