Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Qupperneq 9
JÓLAKVEÐJA FRÁ K. F. U. M.
7
ekki til þess að finna að þvi, sem þar fór fram.
Hann kom að tillaðan andans og sú kirkjuganga
bar ávöxt. Nú rann upp hin þráða stund. Það
var komið inn með barnið Jesúm. f*á bljómaði
lofsöngur af vörum gamla mannsins. Nú voru
komin sælurik jól.
Þú ratar úr herbergi þínu í annað herbergí,
í kirkjuna. Þú ert búinn að koma þangað oft.
Þjer þykir vænt um þann stað. Þú ert oft bú-
inn að syngja: »Hingað að snúa, hjer inni að
búa, hagsæld er mest«. Þú blakkar til að kom-
ast í kirkju á jólunum. Þú manst eptir fyrir-
heitinu, sem þjer hefur verið gefið. Hin þráða
stund getur runnið upp nú á jólunum. Hvað
eru jólin? Hvað eru jólaguðsþjónustur? Heilög
augnablik, þegar komíð er inn með barnið Jesúm.
Þegar þú heyrir jólaguðspjallið, þá fagnar þú
slíkum augnablikum, þegar þú syngur jólasálm-
ana, þá býður þú barnið Jesúm velkomið. Þá
eru jólin komin inn í þína sál. Þá fyllist bjarta
þitt fögnuði og þú átt þá sönnu jólagleði, gleði
heimsins er ekkert í samanburði við þá gleði.
»En ekki kemst jeg í kirkju á jólunum. Jeg
er bundinn við herbergi mitt«. Þannig mæla
ýmsir, bæði eldri og yngri, nú á jólunum.
Heilsuleysi og ýmsir erfiðleikar banna þeim að
fara. En Droltinn man eftir þjer; og þegar jeg
syng:» Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð
er sjálfur gestnr hjer«, þá skal jeg með bæn
minni minnast þeirra, sem ekki komast í kirkju
á jólunum; þið sem ekki komist í kirkju biðjið
lika um, að herbergið ykkar verði helgidómur,
þangað munu englarnir rata með jólagjafir frá
himninum, frið og bjarta gleði.
Símeon kom heim og það var eins og her-
bergið lians hefði atdrei verið svo bjart, þar var
bjartara en í uppljómuðum höllum. En samt
var þessi birta ekkert i samanburði við birtuna,
sem skein á móti honum frá þriðja lierberginu,
frá herberginu, sem honum var búið á himnum.
Nú gat hann dáið, af þvi að hann var svo
glaður. Gleðin og dauðinn voru í sambandi
hvort við annað bjá honum. Hann var búinn
að sjá liið fegursta, sem bægt er að sjá lijer á
jörðu. Augu hans höíðu sjeð hjálpræðið og Ijósið.
Nú var hann algjörlega undir himininn búinn
og með friðarbrosi bað hann kvöldbæn sina:
»Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara«.
Svo fyltist herbergið af jólaenglum og hólpin
sál hans hlustaði á lofsöng hinna himnesku
hersveita, þjónninn gelck inn til fagnaðar herra
síns. Næsta morgun komu nágrannarnir inn í
herbergi gamla mannsins. Þá var hann dáinn.
Bros var á hinni fölu ásjónu. Fólk sagði: »Síme-
on gamli hefur farið hjeðan í friði«.
Sú lcemur stund, að þú átt að fara úr her-
bergi þínu og þú færð ekki framar að koma í
kirkjuna, herbergi Guðs hjer á jörðu. Engill
dauðans kemur og þá ált þú ekki að hræðast
myrkrið, þá ált þú að taka þjer bústað í þriðja
herberginu. Gott átt þú, ef þú gelur beðið sömu
kvöldbæn og Simeon. Þá fyllist einnig berbergið
þitt af jólaenglum og þú heyrir hann, sem fædd-
ist á jólunum tala þannig við þig: »Hjarta þitt
skelfist ekki nje hræðist, trúðu á Guð og trúðu á
mig. í húsi föður míns eru mörg hibýli og jeg
hefi búið þjer þar stað«. Það hlýtur að vera
fagurt herbergi, sem hann hefur búið vinum
sinum. Þar allir dagar eru jól. Þar er jólatrjeð
i hinum himneska sal, lifsins trje í Paradis. Þar
eru jól haldin af öllum þeim, sem í hinum
jarðnesku herbergjum tóku barnið Jesúm i fang
sjer og hjeldu þegar hjer i heimi himnesk jól.
Bj. J.
Legg út á djúpið.
2. jan. 1917.
Legg þú á djúpið, þú sem enn erl ungur
Og æðrast ei, þótt straumur líTs sje þungur,
En set þjer snemma liáleitt mark og mið.
Haf guðsorð fyrir leiðarstein í slafni
Og stýrðu síðan beint í Jesú nafni
Á himins hlið!
Nú rennur hið nýja ár 1917 upp og 2. jau-
úar er K. F. U. M. orðið 18 ára. — Það er
talsverður aldur. — Litum á 18 ára pilt, hversu
veglegur er þroski hans. Hann er kominn yflr
æskuár sín og barnasjúkdóma. Hann hefur lifað
unglingsár sin, hin órólegu grundvallandi ár æfi
sinnar. Og nú nálgast hann manndómsárin og
er orðinn hálfmyndugur maður.
Og svo er K. F. U. M. orðið 18 ára. Bernsku-
árin eru liðin, með veikleika og fálmi þeirra.
Og samt fyllir minningin um hin fyrstu ár mig
með binni björtustu gleði. — 2. jan. 1899 höfðu
nýfermdir unglingar hug i sjer að stofna þenna