Jólatíðindin - 24.12.1921, Blaðsíða 3
Desember 1921.
JÖLATÍÐINDIN
Kostalzjör
i verzlun
M j ö r xi i xil n-
Kr. 100,00 í jólagjöf.
Frá 15. þessa mánabar fær hver kaupandi
einn happdráttarmiða að eitt hundrað krónum,
fyrir hverjar fimm krónur, sem hann kaupir
fyrir í einu.
Þessar hundratí krónur skiftast í þrjá vinn-
inga:
1. á kr. 50.00
2. -30.00
3. -20.00
Vinningunum verður úthlutað á aðfangadag jóla.
GJörið jóla-innkaupiu i Birninum!
VerzL B. filiunsiítlir
lielir ni! iDikið al vandaðri 09 iððri vöru, svo sem:
Handklæði,
Dagdúka,
Flauel,
Nankin,
Sirts,
Borðdúka,
BorSdúkadregil,
Áteiknaö,
Leggingabönd,
Lífstykki,
Bomesie,
Hvít léreít,
Tvisttau, fí. teg.
Silkibönd,
Bendla,
Fiöurhelt léreft,
Blá nankinsföt,
Silkiklúta,
Kvenbrjóst,
Drengjaföt,
Kápu- og Dragtaklæði,
Sérst. drengjabuxur,
Kápuhnappa,
Brjósthnappa,
Fingurbjargir,
Hörtvinna,
Húfuprjóna,
Heklugarn,
Smellur, sv. og hv.,
Hárnálar,
Skopparakringlur,
Hálsfestar,
Kerti,
Hnífa,
Gaffla,
Skeiðar,
Myndaramma,
Ágætan karlmannanær-
fatnað,
Millumskyrtur,
Manchetskyrtur,
Flibba, lina og stífa.
Bindi-slifsi,
Drengja-nærfatnað.
Kvenna-nærfatnað,
Drengjapeysur, úr ull.
Vasaklúta, karla og kv.
Svartar leggingar,
Stoppugarn, flesta liti.
Skúfasilki,
Flauelsbönd,
Prjónaföt á smádrengi,
Millumpils,
Barnakraga,
Matrósakraga.
Komið og skoðið, bað maro-baroar sig.
—
il flpílekilll! Iist:
ir kryddvðrur (plkkui og lausri
vigt, eggjapðlver, gerpfilver eg all sem að
bakstri lýlar. Silsall, saðo- og ðl-súkkulaði,
kakao og m. m. fl. íl apðtekinu er besl
al uerzla, bai bar eru uðrurnar ösuiknar,
ððýrastar 00 bestar.
Virðingarfyllst
Ohumar Juul.
Eg lét koma með fangann upp á skrifstofu mína. pegar hann
gelck inn, auðkendi hann þessi venjulegi, liörkulegi og þver-
móðskufulli svipur.
]?egar barnið kom auga á hann, hljóp það á móti honum. Tár-
in streymdu niður kinnar þess. — J>að kom dálilið fát á föður-
inn, en hann mælti ekki orð frá vörum. Hann virtist liugsa til
þess i reiðihug, eins og til allra annara. Hann virtist ekki eiga
til eitt einasta vingjarnlegt orð, eða lilýlegt tillit, til að gefa þess-
ari litlu, töturlega klæddu stúlku, sem grátandi stóð fyrir framan
hann, með lítinn höggul í hendinni.
„Eg — eg — kom til þess að óska þér gleðilegra jóla» pabbi,“
sagði litla stúlkan hikandi. „Eg hélt að það mundi gleðja þig að
sjá mig. Er ekki svo?“
Jól — Jesús — gleði — þetta þrent var livert öðru samfara.
Hversu mikið mundi ekki þessi maður hafa gefið til þess, að
finna hvað það var að eiga jólagleðina, — þá jólagleði að hafa
fundið Jesú Krist.
— „Og hér hefi eg dálítið handa þér, pabbi,“ liélt litla stúlkan
áfram. „pað er alt, sem eg átti til, þvi nú á eg heima í munaðar-
Ieysingjahælinu.“
Litlu hendurnar hennar titruðu, er hún tók að brjóta upp
þenna litla böggul, sem hún hafði milli handanna. Loks rétti
hún pabba sínum dálílinn hárlokk. Um liann hafði verið bund-
ið silkibandi, sem nú var orðið upphtað. —
Fanginn draup liöfði. Harði, ómildi svipurinn hvarf, og tár
glitruðu í augum hans, er litla stúlkan liélt áfram:
„Eg vildi engum gefa hann öðrum en þér, pabbi. pér þótti
altaf svo vænt um Hans litla bróður. Mamma sagði það svo oft
og þess vegna----------“
Nú féll fanginn á kné, og huldi andlit sitt í liöndum sér.
„Eg vissi það,“ sagði litla stúlkan, sem nú gekk alveg til hans.
„Eg hefi altaf vitað þetta og þess vegna kom eg með hann til
þín. Eg liélt líka, að þér mundi þykja vænt um að eiga þennan
hárlokk í minningu um „htla bróður“, því nii er hann dáinn.“
„Dáinn!“, hrópaði veslings fanginn í örvæntingu. „Litli Hans
minn dáinn!“
„Já,“ svaraði barnið. „Hann dó í vikunni sem leið i fátækra-
hælinu. Nú er enginn eftir af okkur nema eg.“
Faðirinn tók litlu stúlkuna í fang sér, þrýsti henni að brjósti
sér og kysti hana aftur og aftur. — Eg gekk hljóðlega út úr
stofunni og þar voru þau ein í liálfa klukkustund. pá kom litla
stúlkan út, glöð og ánægð, þótt tár glitruðu i augum hennar.
„Aldrei — aldrei mun eg gleyma þér,“ sagði hún, um leið og
hún fór.-------
Jólatréð.
Fyrsta sinn, er jól voru lialdin á Norðurlöndum, bauð Guð
þremur af englurn sínum að fljúga um og leita að jólatré. pað
vom englarnir, sem Guði þótti allra vænst um: engill trú-
arinnar, engill vonarinnar og engill kærleik-
a n s.
'Peir flugu í áttina til skógar, langt í burtu.
pað var áltaflega kalt.
Englarnir töluðu saman á leiðinni.
Engill trúarinnar, sem var fagur, hvítur engill, með stór, skær,
blá augu, sem æfinlega sáu inn i himin Guðs sagði þeirra fyrstur:
„Fyrst eg á að velja jólatré, verður það að bera rnynd kross-
ins og benda upp til himins.“
Engill vonarinnar sagði:
„Tréð, sem eg vel, má ekki visna eða folna; það verður að vera
grænt og fagurt allan veturinn, eins og lífið sem sigrar dauðann.“
Engill kærleikans, sem var fegurstur allra þeirra sagði:
„Tréð, sem eg gjöri mig ánægðan með, verður að vcra hlýlegt
tré og vingjarnlegt, sem breiðir greinar sinar út til verndar litlu
fuglnnum.
pegar þeir höfðu fundið tré með þessum eiginleiknm, vildu
þeir allir gefa því einhverja gjöf.
Engill trúarinnar gaf því jólaljósin, til þess að það gæti borið
dýrlega birtu liina fyrstu jólanótt. Engill vonarinnar gaf því
fagra stjörnu til að bera i toppinum og engill kærleikans þakti
það alt ýmiskonar fallegum jólagjöfum.
Og Guð faðir gladdist, og horfði með velþóknun á englana
sína.
Jólagleði Karls litla.
pað var einu sinni lítil stúllca, sem altaf, er hún var spurð
að heiti, nefndi öll nöfnin er hún var skírð, en bætti því næst
við: „En eg er kölluð Inga.“ pessi litla stúlka var af efnuðu fólki
komin og liafði enga hugmynd um hvað fátækt var. — Fyrstu
fótsporin hennar í þessum lieimi voru stigin á gólfum, sem þalc-
in voru þykkum, mjúkum ábreiðum. En þegar hún eltist, varð
hún viðkvæm og fann til innilegrar samúðar með öllum, sem
bágt áttu, hvar sem þeir urðu á leið hennar.
pað var aðfangadagur jóla. Kvöldinu áður hafði Ingu og systkin-
um hennar verið lofað þvi, að þau skyldu fá að skreyta jólatréð
með pabba þeirra og mömmu. Inga ætlaði aldrei að geta sofnað
um kvöldið fyrir tilhlökkun. Hún lá glaðvakandi og hugsaði um,
hvað tréð myndi verða fallegt, þegar búið væri að kveikja öll
ljósin. Loksins gat hún þó sofnað. En fyrsta hugsun hennar, er
liún vaknaði morguninn eftir, var þessi: í kvöld eru blessuð jól-
in komin.
Glöð og hress hljóp hún á fætur og inn i borðstofuna, til þess
að bjóða pabba sínum og mömmu góðan dag. Augu hennar ljóm-
uðu, í barnslegri éftirvæntingu ,og hún gat með engu móti setið
kyr af tómri gleði og tilhlökkmi.
Framan af deginum voru allir önnum kafnii; og var Inga að
mestu leyti látin ein og sjálfráð um það, er hún hafðist að. En
henni leiddist ekki. Hugurinn var allur við kvöldið og jólagjaf-
irnar, sem hún mundi fá.
En alt i einu varð liún alvarleg á svipinn. Hún hljóp inn í
leikstofu þeirra harnanna og kraup þar á kné: „Góði Jesú, láttu
mig ekki verða svo glaða í kvöld yfir jólagjöfunum mínum, að
eg gleymi þér.“
pégar hún stóð upp, heyrði hún móður sína kalla: „Inga mín,
komdu hingað,“ og hún flýtti sér inn í borðstofuna. par sá liún
móður sína og við hlið hennar stóð lítill, fátæklega klæddiu*
di’engur. Hann hélt í hönd hennar. „Geturðu sýnt þessum litla
dreng jólatréð, Inga mín?“ sagði mamma hennar, Inga horfði
undrandi á þenna litla gest, með bláu, fallegu augunum sínum.
pvi næst tók hún í hönd hans og spurði;
„Hvað heitir þú?“
„Eg heiti Karl,“ svaraði hann.
„Og eg heiti Inga,“ sagði hún.
„Komdu fljótt og sjáðu.“
Börnin dáðust nú hæði að þessu yndisfallega jólatré, þangað til
mamma Ingu kom með bakka. Á honurn var kaffibolli og stór
diskur fullur af Ijúffengum kökum.
„Gjörðu svo vel, Karl litli,“ sagði hún vingjarnlega. „pað er
jólakaffið og kökuniar lianda þér.“
Litli, fátæki drengurinn neytti nú þess, er fyrir hann var bor-
ið og ánægjan og gleðin skein út úr honlim.
pví næst fór þessi vingjarnlega, góða kona með hann inn í
annað herbergi og klæddi hann þar i hlý og góð föt af syni
sínum. Svo falleg föt hafði Ivarl litli aldrei áður átt. Auk þess
fékk hann ýmislegt sælgæti af jólatrénu, sem hann hafði lieim
með sér.
Skömmu síðar gekk hann niður eftir götunni, gagntekinn af
gleði yfir því, sem skeð hafði. Var það draumur? Nei, það hlaut
að vera veruleiki. Honum var lxlýtt og hann var saddur, það
hafði hann ekki vei’ið í langan tíma, og konan hafði klappað á
kollinn á honum, talað lxlýlega til hans, alveg eins og mamma
hans hafði gert, rneðan hún var á lifi. Hann hafði bæði séð jóla-
tréð og borðað sætindi af því. Jú, það lilaut að vera veruleiki.
— Hann var fullkomlega hamingjusamur. —
Bráðum var liann kominn heim. Hægai'a og lxægara gekk
hann, þvi meir sem hann nálgaðist fátæklega, hrörlega bústað-
inn, þar sem hann átti heima. Inni sat faðir hans ,sem æfinlega
var svo einmana. Hann tók að segja honum, hvað fyrir hann
hafði boi-ið og sýna lionum nýju fötin sín. Um kvöldið lá liann
Iengi vakandi í fátæklega rúminu sínu, og rifjaði upp þessar
þægilegu minningar frá deginum. Og endurminningin ein fylti
barnshjartað gleði, því það hafði fundið það, sem hverja manns-
sál þyi'stir eftir: k æ r 1 e i k a n n.
Kæru börn! Vilduð þið ekki gjöra eitthvað núna á jólunum
til þess að gleðja einhvern, sem þarf þess með. — Sennilega er
enginn, sem þráir gleðina rneii'a og er móttækilegri fyrir þann
fögnuð, sem af kærleikanum leiðir, — en fátæku litlu börnin.