Jólatíðindin - 24.12.1921, Blaðsíða 4
4
JÓLATÍÐINDIN
Desember 1921.
,«st* ♦nU, «X» «!■ »J/ sL« »sU sL» nU sL» st» -*>U -1* »d* »1* »sU «sl- »sU •sL* sL*
Ný i r s k ó r.
7i 'T* ■T' T* -T" 1' T* 'T' *t*
(PJ51 **T** 3?R
„Mér þætti gaman að vita, hvort það eru nýir skór í þessum
þarna,“ sagði Jakob litli og starði á gamlan leirbrúsa, sem stóð
úti í garðinum, skamt frá honum. En hvernig og hversu lengi
sem hann starði á hann, gat hann ekki séð í gegnum brúsann,
eða hvað í honum var. þess vegna fór hann að bisa við að ná
tappanum úr honum, til þess að horfa niður í hann, í gegn um
stútinn. Enn hann var litlu vitrari við þá viðleitni. Ljósið gat
ekki brotist í gegn um þenna þrönga stút. Hann sat þögull og
hugsandi.
Drengirnir úr sunnudagaskólanum áttu að fá að fara skemti-
för. Móðir hans hafði lofað því að bæta fötin hans, svo þau
mundu nú verða ágæt. En skórnir hans voru orðnir gamlir og
slitnir. — En hvað hann langaði til að mölbrjóta brúsann og
rannsaka, hvort í honum væru nýir skór. En hvernig myndi þá
pabba hans verða við, er hann kæmist að því? Nei, það myndi
ekki hafa neitt gott í för með sér. — En þrátt fyrir það varð
litli Jakob að láta undan freistingunni. Hann gelck fram og aft-
ur um garðinn og leitaði að hæfilega stórum steini, til þess að
vinna á brúsanum, og þegar liann hafði fundið hann, miðaði
hann á brúsann og hæfði hann svo vel, að hann brotnaði í smá
mola.
Hann hljóp þangað, sem leirbrotin lágu og leitaði með ákefð,
að skónum og ýmsu fleiru fallegu, sem hann bjóst við að þar
væri. En það kom fyrir ekki. J?arna lágu að eins leirbrotin, sem
voru rök af daunillum vökva, sem á brúsanum hafði verið.
Jakob litli varð ákaflega liræddur; hann kastaði sér niður yfir
leirbrotin og grét ákaft. En alt í einu heyrði hann rödd fyrir afta-
an sig:
„Hvað er um að vera?“
Jakob hljóp á fætur angistarfullur; það var málrómur pabba
hans. Hvernig gat staðið á því, að liann var kominn á fætur
svona snemma; hann, sem aldrei var kominn á fætur um þetta
leyti dags.
„Hver hefir brotið brúsann minn?“
„Eg gjörði það,“ svaraði Jakob með ekka.
„Hvers vegna gjörðir þú það?“
Jakob leit upp. Rödd pabba hans var eitthvað mildari en hann
hafði búist við. pví í sannleika, hafði það liaft áhrif á föðurinn
að sjá þenna litla mann sitja þarna yfir brotunum, eins og ímynd
hins vonlausa og örvæntingarfulla.
„Eg var að leita að nýjum skóm. Mig langaði svo mikið til að
eignast nýja skó fyrir skólaförina á sunnudaginn með sunnudaga-
skóladrengjunum. Annars verð eg að fara berfættur; hinir dreng-
irnir eiga allir fallega skó.“
„En hvemig gat þér komið til hugar, að þú fyndir skó í þess-
um brúsa?“
„Af þvi mamma sagði það. Eg bað hana að gefa mér nýja
skó, en hún sagði, að þeir væru komnir í þennan brúsa, ásamt
fjölda mörgu öðru — brauði, kjöti, og fötum og svo hélt eg, að
eg gæti fundið þetta alt, ef eg bryti brúsann. En svo var ekkert
í honum. pó hélt eg að þetta væri svo áreiðanlegt, því mamma
hefir aldrei sagt neitt, sem var ósatt.“
Jakob litli sagði síðustu orðin hálf kjökrandi, eins og honum
tæki það sárara en alt annað, að mamma hans hafði blekt hann.
En hvað sagði faðir hans?
Hann settist á einn af tómu kössunum í þessum vanhirta garði,
og var svo undarlega þögull, að Jakob litli varð enn hræddari.
„Eg sé svo mikið eftir þessu, pabbi minn,“ sagði hann „og eg
skal aldrei gjöra það aftur.“
„Nei, þú munt ekki gjöra það oftar,“ sagði faðir lians, lagði
höndina á höfuð barnsins og fór inn, og skildi Jalcob litla eftir,
sem var meira undrandi en frá verði sagt, yfir því, að sér skyldi
ekki verða refsað fyrir þessa miklu yfirsjón hans.
Tveim dögum siðar, kvöldið áður en fara átti í hina fyrirhug-
uðu skemtiför, kom pabbi Jakobs litla heim með böggul, sem
liann fékk honum og bað hann að leysa hann upp.
„Nýir skór! nýir skór!“, hrópaði Jakob. „Pabbi, hefir þú eign-
ast nýjan brúsa sem þessir skór voru í?“
„Nei, drengur minn, hingað kemur enginn brúsi framar.
Mamma þín sagði satt. Allir hlutir fóru í gamla brúsann — og
það var örðugt að ná þeim þaðan aftur, Nei, barnið mitt, eg
ætla ekki framar að láta hlutina í brúsann.
Um jólasöfnun og jólatrés-
fagnað 1Q20.
Söfnunin í „Jólapottinn“, til jólafagnaðs fátælcra, byrjaði
föstudaginn 16. desember og stóð hún yfir til jóla. Alls söfnuð-
ust 1439,09 krónur, og voru það: 1 hundrað-krónur, 1 fimmtíu-
krónur, 34 tíu-krónur, 90 fimm-krónur, 6 tví-krónur, 36 lcrónu-
peningar, 25 fimmtíu-cyringar, 265 tuttu og fimm-eynngar,
311 tíu-eyringar, 218 fimm-eyringar, 155 tveggja-eyringar og 24
eins-eyringar. Framt að helmingi, af því sem safnaðist, lögðu
utanbæjarmenn i „Jólapottinn“; annars munu um 700 manns
hafa styrkt jólasöfnunina.
Sökum þess, að jólatréð kom ekki fyr en undir nýjár til bæj-
arins, var ekki hægt að halda jólatrésfagnaðinn fyr en 4. jan. Bíó-
húsið, sem leigt var í þessu augnamiði, var ekki laust fyr en eftir
nýárshátíðina. Veitingarnar voru: Kaffi, chocolade og kökur handa
fullorðna fólkinu, en bömin fengu einungis chocolade og kökur;
vitanlega eins og hver vildi. Eplaköku, með tilheyrandi og ýmsu
góðgæti í „poka“, fengu allir gestirnir. Jólatréshátíðin var hald-
in, í þetta skifti, sameiginleg fyrir börn og fullorðna, og er víst
óhætt að fullyrða, að hún kom að tilætluðum notum fyrir all-
flesta þátt-takendurna, þótt þetta fyrirkomulag hafi ýmsa örð-
ugleika í för með sér. Auðséð var á öllum, að ánægjan ríkti því
nær einvöld, frá þvi að byrjað var, kl. 5 e. m., til miðnættis, að
farið var heim. „Jólasveinn“ einn mikill og tígulegur, með til-
hlýðilegu skrauti og „kyngi“, — ef til vill hefir það verið sjálf-
ur „Jólasveinakóngurinn“, — birtist öllum, er að þessum fundi
voru og var svo að sjá og heyra, að menn kynnu vel að meta
slíka hefðarpersónu. Og hafi hann farið af fundi þessum i „Álf-
heima“, sem eg tel mjög vafasamt, því honum var þann veg
tekið, að hann hefði mátt vel við una um hríð, — þá hefir hann
vissulega tekið með sér veganesti, góðar og gleðilegar minning-
ar um þessa stuttu stund, er hann ríkti i „Mannheimum“. Hann
hvarf eins sviplega og hann lcom. En tilfinningarnar urðu, sem
vonlegt var, mjög sundurleitar við þennan óvænta ánægjumissi.
Sumir grétu, og var auðséð, að hrygðin var engin uppgerð(H).
Aftur á móti voru aðrir svo glaðir og kátir, að öll hrygð og
söknuður gleymdist. Eða var það máske af því, að einhver hvísl-
aði í eyrað á þeim, að hann kæmi aftur næstu jól, ef þeir
einungis væru „góð og iðin börn“, — Jæja, hvernig, sem nú þessu
er öllu saman varið, þá er það þó vist, að hann „gerði ÍukkU“. —
Læt eg svo úttalað um þetta mál, enda væri ómögulegt að segja
frá öllu því, er fram fór þetta kvöld; — það valt á ýmsu, eins og
vera ber, við slik tækifæri.------------
Fyrir hönd þeirra, er að einhverju leyti nutu góðs og gleði af
jólasöfnuninni, færi eg öllum er áttu hlutdeild í því, að svona
góður árangur náðist, — um leið og eg birti meðfylgjandi skýrslu
um ráðsmensku mína, — alúðarfylstu þakkir, fyrir góðgjarna
og hjálpfúsa framkomu í þessu máli. 'j?eim, sem léðu áhöld og
hjálpuðu mér með undirbúning, framreiðslu og annað af því
mikla starfi, sem þetta hafði í för með sér; svo og söngflokkin-
um, sem skemti okkur öllum vel, er mér bæði skylt og ljúft að
þakka.
pegar eg nú lít yfir alt þetta starf og fyrirhöfn, frá því að
„Jólapotturinn“ var látinn út, níu dögum fyrir jól, og þar til
þvi var lokið, þá finst mér sem blessun Guðs hafi hvílt yfir því
öllu saman. Viðleitni þessi, til þess að gleðja og lijálpa, er að
vísu ófullkomið starf og lílið, i samanburði við það, sem milcið
er og máske hefði þurft að vera, en hér var það gert, sem unt
var, og engin fyrirhöfn spöruð, til þess að auka jólagleði sem
flestra; enda þótt sumir gerðust til þess að lýsa sig mótfallna
því, að jólatréshátíðin væri haldin. Ástæðan var: Börn hafa svo
margar skemtanir, og fátæku börnin ekki hvað síst. pessir menn
hafa auðsjáanlega gleymt þvi, að til eru börn og gamalmenni og
aðrir fátæklingar, sem ekki sækja skemtanir, af þeirri einföldu
ástæðu, að þeim er það óldeyft, efnahagsins vegna, og ennfrem-
ur vegna þess, að þeir halda ekki sýningar á sér ,til þess að þeim
séru gefnir „aurar á Bíó“, eða annan slikan „fagnað“. Eiga þess-
ar persónur að gjalda ráðleysis annara? Eg þekki fleiri, sem
svona er ástatt fyrir, og eg býst við, að þeir, sem reyndu að
hvetja mig og máske aðra í áður greinda átt, gætu kynt sér þá
hlið málsins, ef þeim sýnist svo.
Menn skyldu síst gleyma, að „þungt er þegjandi böl“, svo og,
að „í upphafi skyldi endirinn skoða“, enda þótt um smámuni
sé að ræða. Fljótt á litið, getur það sýnst litils virði, en reyndin
verður oft önnur, ef það er brotið til inergjar. Fljótfærni í þess<-
um efnum eða ónákvæmni, getur oft haft hinar hörmulegustu
afleiðingar, til þess eru mörg dæmi. Mér er minnisstætt énn þá
lítið atvik, sem fyrir mig kom, þótt nokkuð sé nú siðan. Að vísu
kemur það þessu máli ekki bcinlínis við, cn að sumu leyti er
það ekki óskylt með öllu. Eg ætla því að ráðast í það, að lengja
þennan greinarstúf dálítið, og segja frá þessum litla atburði:
Klukkan var orðin tiu, úti var frost og mikil snjókoma. Hörð
og bitur fól hávetrarnóttin íslenska hauður og haf í örmum
sínum. En flestum var svo farið, að þeir flýja þau faðmlög, ef
þess er nokkur kostur, og leita griðastaðar og athvarfs hjá svörn-
um óvini myrkurs og vetrarhríðarinnar. Svo var og þetta kvöld.
Eg var nýkominn lieim, og hafði engan séð á leið minni. Að
stundarkorni liðnu heyri eg að útidyrahurðinni er lokið upp, og
að einhver gelck þunglamalega upp stigann. Eftir nokkra bið,
fyrir utan stofudyr mínar, er drepið á hurðina; eg flýtti mér að
ljúka upp. Persónuna, sem komin var, þekti eg talsvert meira en
í sjón. pegar liún var komin inn og sest niður, bjóst eg' við að
erindið yrði borið upp, en það var auðséð, að hún kom sér ekki
að því. Er eg hafði komið með nokkrar athugasemdir um tíðar-
far og annað þessháttar, sagði eg blátt áfram: J?ér hafið ætlað að
tala við mig um eitthvað? Gerið svo vel að segja mér hiklaust,
hvað hefir komið yður til þess að vitja mín svona seint, í þessu
vonda veðri. Eg tók eftir því að henni brá lítið eitt, en svo var
eins og hún áttaði sig og stundi upp með mestu örðugleikum: Já,
eg er komin til þess að biðja yður að lofa mér að borða hjá „Sam-
verjanum“ í vetur. Hverju átti eg að svara? J?essi persóna var
aumingi, að vissu leyti, það vissi eg vel. Hvað heilsu og krafta
snerti, var þó ekkert athugavert, að minsta kosti hvað líkamann
áhrærði og aldurinn var enganveginn hár. Hún hafði fyrir eng-
um að sjá, nema s|álfri sér, og hafði allgóða atvinnu mestan
hluta ársins.
J?rátt fyrir þessa ágætu aðstöðu var henni ofvaxið að láta sér
þetta duga til lífsframfæris. Alt lenti í auðnuleysi og bágindum,
og varð þó margur til þess að leggja gott til hennar, í orði oð
verki. Hún var ein úr þeirra flokki, er ekki bar gæfu til að hlíta
góðum ráðum. Mér var ekki kunnugt um, að þessi persóna væri
gjörn á að „bera sig upp við menn“ og biðja um hjálp. Og, víst
er um það, að „Samverjinn“ var búinn að starfa talsvert, þegar
þetta kom fyrir, og hafði hún þó ekki komið til mín fyr. J?essi
tilmæli komu mér því talsvert á óvart, því eg bjóst við, að hún
hefði nægilegt að borða. Hún hafði þá fasta atvinnu, þótt tekju-
rýr væri; sökum þess hafði eg ekki þegar boðið henni mat frá
„Samverjanum“.
Eg horfði á hana, þar sem hún sat gagnvart mér, á meðan eg
hugleiddi það, sem eg þekti og hafði hcyrt um æfiferil hennar,
það tók ekki langan tíma, og af útliti hennar sá eg glögt, að hér
var fullkomin hætta á ferðum. Mér duldist ekki eitt augnablik,
að þetta var ekki daglegt ferðalag, heldur var það hrein og bein
neyð, sem þrýsti henni af stað. J?ótt starfsemi ,',Samverjans“ sé
ekki til orðin, til þess að gefa þeim mat, er álíka eru á vegi stadd-
ir og persóna sú, sem hér um ræðir, hvað líkamsburði og aðra
aðstöðu snertir, var augljóst, að hér var um hreina undantelcn-
ingu að ræða. — þessi persóna var vissulega fallin í hendur
ræningja; þess grimmasta, sem til er: Auðnuleysið.
J?að var ekki erfitt fyrir mig að taka ákvörðun um þessa mála-
leitun. Um leið og eg tók i hönd liennar sagði eg: J?ér eruð vel-
komin, mér þykir leitt, að þér komuð ekki fyr; það er auðséð
á útliti yðar, að þér hefðuð haft þörf fyrir slika hjálp, þótt fyr
Bezts kaiiiNsið í km er i K
Opið daglega frá hl. 6 til ÍPf e. m.
Fljót og góð afgreiðsla.
KAFFI
KAFFI
hefði verið. J?au voru ekki mörg þakklætisorðin, enda kom mér
það vel, en þakklætistárin voru fleiri. J?að var eins og það slakn-
aði á einhverju í brjósti hennar, um leið og eg sagði þessi orð
og tárin streymdu viðstöðulaust niður fölar og magrar kinnarn-
ar. ij?að, sem okkur fór fleira á milli, áður en við slcildum, kem-
ur þessu máli ekki við.
Næsta dag frétti eg, að þessi sama persóna hefði fundist að-
framkomin af kulda, liggjandi á klakanum, skamt frá bænum.
Hún hafði dottið, en ekki haft næga krafta til að rísa á fætur
aftur. Fáum dögum síðar dó hún. ]?elta er elckert æfintýril
J?að atvikaðist þá svona, að hún þurfti ekki lijálpar rninnar
með, hún fékk aðra og betri líkn en þá, sem í mínu valdi stóð
að veita. Síst datt mér í hug, lcvöldið sem hún vitjaði mín,
að þetta væri síðasta tækifærið, sem mér væri veitt til að sýna
henni samhygð. Eg hugleiddi þetta fyrst, eftir að eg liafði frétt
um afdrif hennar, og mér hraus hugur við þeirri tilhugsun, ef
eg hefði nú látið einhverja atliugasemd falla, sem gat sært hana.
Persónur með holdi og blóði, sem eiga við svona lifskjör að búa,
og eru svona á vegi staddar, eru lilfinninganæmar. Vitan-
lega var það ekki nema eðlilegt, þótt eg hefði spurst eitthvað
fyrir um hagi hennar, í raun réttri var það bcin skylda mín.
F>n það var eins og æðra afl aftraði mér frá því, enda var ráð-
gátan eklci svo torskilin, að ekki væri hægt að ráða fram úr
henni, án mikilla málalenginga. Hér var einungis eitt að gjöra,
og get eg búist við, að flestir hefðu séð það eins vel og eg. En
því betur, sem eg hugleiddi þetta, varð sú tilfinning rikari með
mér, að eg ætti Guði hér mikla þakklætislculd að ljúka, skuld,
sem eg vil kappkosta aldrei að gleyma.
petta var þýðingarmikill lærdómur fyrir mig um það, að okk-
ur mönnunum getur liæglega sýnst annað, en það sem réttast er
og best; um það, að fleiri eiga erfið lífskjör en þeir einir, sem
mest tala um erfiðieikana og mótlætið. Enginn má þó skilja um-
mæli mín svo, að eg álíti að öll mannúðarstarfsemi eigi að byggj-
ast sjónhendingu einni saman. ij?vert á móti. En vér verðum að
leita að heppilegustu leiðinni, til farsælla málaloka. Og' get eg
ekki betur séð, en að það skifti miklu, að þeirrar leiðar sé
leitað ífullri alvöru, enda þótt sá eigi í hlut, sem minst-
ur er meðal þeirra „allra minstu“.
Yfirlit yfir tekjur og gjöld við jólaglaðning fátækra 1920.
Tek j ur:
1. Söfnun í „Jólapottinn“........................ kr. 1439,09
2. Prívat gjafir frá ýmsum ...................... — 85,86
Samtals kr. Í524.95
G j ö ld:
1. Matvara lianda 4 fátækum heimilum ............ kr. 210,00
2. Matvara handa 4 fátækum gamalmennum ..........— 112,55
3. Peningar til 2ja fátækra ..................... — f00,00
5. Jólatréshátíð:
a. Húsaleiga ........................ kr. 132,50
b. Hiti ........................... — 30,00
c. Jólatré með tilheyrandi .......... — 75,60
d. Veitingar handa 450 persónum; kr.
1,693%5 fyrir hvern ............... — 764,30 —1002,40
Samtals kr. 1524,95
Ath.: Grein þessi kom í „Herópinu“ síðastliðinn vétur. Kem-
ur hún hér aftur, því nær óbreytt, sökum þess, að eg býst við, að
„Jólatíðindin“ komi víðar en það blað. — En eg vildi svo gjarn-
an, að skilagreinin kæmi til sem flestra, sem styrktu jólasöfn-
unina. O. Ól.
Smávegis.
Jólatíðindin. Það er i sjöunda skiftið, að þau eru á ferðinni. Fjög-
ur fyrstu árin voru Jrau prentuð hér á ísafirði. Síðan blöðin ,,Vestri“
og „Njörður“ hættu að koma út, og aðalprentsmiðjan, sem hér var,
fluttist suður til Reykjavíkur, hefir blaðið verið prentað hjá Félags-
prentsmiðjunni í Reykjavík. Það gefur að skilja, að ])etta fyrirkomu-
lag hefir haft margvíslega örðugleika í för með sér. Við þessa breyt-
ingu hefir það þó unnist, að frágangur allur frá hálfu prentsmiðj-
unnar, hefir verið yfirleitt Letri en hér. Veldur J>ar vitanlega mestu
um, betri áhöld og aðstaða.
Srnátt og smátt hefir blaðið vaxið að formi og síðufjölda, upp*
lagið hefir einnig aukist mjög frá því sem íyrst var. Síðan þaö byrj*
aði að koma út, hefir því verið úthlutað ókeypis, en að þessu sinni
j—ij—i_]—j—,
Húsg'ag'naverzlmi,
— einhvei' sú veglegasta á Vesttírlandi, — er til
sölu, ef viðunanlegt boð fæst, nú upp úr áramótun-
um. Enn fremur miklar vörubirgðir. Um þttð, að
menn ekki kaupi hér „köttinn i Sekknum“, skír-
skota eg til auglýsingar minnar, á siðustu siðu
þessa blaðs.
Með virðingu.
MARÍS M. GILSFJÖIIÐ