Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur - 01.03.1919, Blaðsíða 2
2 Ljós og sannleikur Stefna blaðsins. Blaðið „Ljós og sannleikur“, sem í Jesú nafni er gefið út, að eins frá því sjónarmiði, að efla og styrkja alt sem er guðlegt, fagurt og gott, svo að allir menn og konur mættu komast til sannrar viðkenningar á sannleik- anum, og skilja, að svo elskaði guð heiminn að hann gaf sinn son eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, held- ur hafi eilíft líf. (Jóh. 3, 16.). „Ljós og sannleikur“ vill sérstaklega brýna fyrir mönnum trúna á Drottinn Jesúm og hans guðdómlegu tilveru. Svo að hann, sem er konungur konunganna og drottnanna, mætti verða alt í öllu, og að hans blessaða ljós megi í gegnum guðlega þekkingu skína skært í hjörtum íslendinga. „Ljós og sann- leikur“ vill í hverju blaði sýna og sanna liið persónulega samband milli Guðs og manna, sem opinberast í virkilcgri endur- fæðingu, af vatni og anda, Heilagsanda skirn, guðlegri lækningu og hinu dagleffa- hreina og einlæga líferni og fleiru. : , „Ljós og sannleikur“ vill ávalt /iyijaí les- endum sínum lengri og skemri greinar úr enskum, norskum og sænskum blöðum, alt til að sanna og sýna, að Drottinn Jesús er hinn sami í gær og í dag og að eilífu. „Ljós og sannleikur“ tekur feginsamlega ritgerðir, sem samdar eru í ljósi hinsguðdóm- lega sannleika og vinna í þá átt að efla og styrkja hið sanna trúarlíf. Svo það mætti líkjast brauði, sem kastað er á vatnið, og síðar mun finnast. Vér trúum og treystum að hver Krist elskandi maður efli og styrki framgang blaðsins. Vakið, Jesús kemur senní pað mun verða hernaður, illindi, jarð- skjálftar, drepsóttir og óáran, á mörgum stöðum. pjóð mun rísa upp gegn þjóð, kon- ungsríki gegn konungsríki. petta er byrjun hörmunganna, og margir munu lcoma í mínu nafni og segjast vera Kristur og leiða marga í villu. pá munu menn framselja yður til þrengingar og þeir munu lífláta yður, og þér munuð verða hataðir af öllum þjóðum vegna nafns míns. (Matt. 24, 5—9). — En er þér sjáið Jerúsalem umkringda af herfylk- ingum, þá vitið að eyðing hennar er í nánd. (Lúk. 21.,20). — J?á munu rísa fals Kristar og falsspámenn, og þeir munu gera stór tákn og undur, til þess að leiða í villu, ef verða mætti, jafnvel útvalda. (Matt. 24., 21—24). þ>á mun dýr stíga upp úr sjónum (Anti- Kristur) og dýr út úr jörðinni (falsspámenn) sem munu hafa mátt til að kalla eld af himni. Og það leiðir afvega þá sem á jörðinni búa mcð táknunum. Og þeir verða deyddir, sem eklci tilbiðja líkneski dýrsins. Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka, frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða enni sín og kemur því til leiðar, að eng- inn geti keypt eða selt, nema han hafi merk- ið, nafn dýrsins eða tölu nafns þess. Hér reynir á speki; sá sem skilning hefir, reikni tölu dýrsins, því að tala manns erþað og tala hans er 66 6. (Opinb. 13. 1, 11, 13, 14, 15, 16, 18, og Opinb. 14. 9, 10, 11, og Opinb. 19. 20; og 20. 10. — Lestu um binar liræðilegu plágur, sem Guð lætur dynja yfir þá, sem tilbiðja dýrið, í Opinb. 9.—20. kap. Jesús Kristur mun koma frá himnum með englum máttar síns í logandi eldi, og láta hegningu koma yfir þá, sem ekki þekkja, og yfir þá, sem ekki hlýða fagnaðarerindinu um Drottinn vorn Jesúm Krist. (þess. 1. 7, 8). pá munu menn smjúga inn í bjarghella og jarðholur fyrir ógnum Drottins og fyrir ljóma hátignar hans, þegar hann rís upp til að skelfa jörðina (Jesaja 2. 19). Og undur munu gerast á himni og jörðu, blóð, eldur og reykur, sólin mun formyrkvast og máninn verða að blóði (Joel 2. 30, 31). — Hinn mikli

x

Ljós og sannleikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.