Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Síða 5

Ljós og sannleikur - 01.02.1920, Síða 5
Ljós og sannleikur 93 ekki eins og í annaö skifti, er vér heyrum minst á hana (Lúk. io) ; þá haföi hún svo mikil um- svif við aö ganga um beina, og ávitaöi þá Maríu systir sína. Þá var hún ekki oröin það, sem Guð ætlaði henni að verða. Það var áður en kraftur Guðs hafði gert máttarverkið í aug- sýn þeirra og máttarverkið i þeim sjálfum. Vinir mínir! Gætið þess, að öll þjónusta vor við hann er árangurslaus, þangað til máttar- verk heilags anda hefir farið fram í hjörtum vorum; þá getur hann fyrst haft gleði af þjón- ustu vorri. Vér getum eigi orðið syni Guðs til heiðurs, nema þegar hann fær að halda kvöld- máltíð með oss og vér með honum. Og María var, þar sem við getum búist við henni. Hún sat við fætur meistarans. Hún var ein af þeim, sem ekki var hægt að setja nein- ar reglur. Kærleikurinn ti! meistarans fylti sálu hennar. Henni var ekki nóg að lýsa hjartans þakklæti sínu með almennum orðum. Allur hug- ur hennar snérist að þessu eina, að hún aðeins gæti sýnt meistaranum, hve hún elskaði hann! Með sínum næma andlega skilningi hafði henni skilist, að hann, sem verið hafði sólin og gleð- in á heimili þeirra, mundi bráðum hverfa frá þeim og þess vegna fór hún að búa sig undir greftrun hans, og hafði dregið saman pund af ómenguðum afardýrum nardussmyrslum. Hún gat ekki látið það bíða. Kærleikurinn þolir enga bið; þegar hún sér Lazarus sitja að borði með Jesú, þá hlaut hún að taka fram þessi dýrmætu smyrsl og smyrja hann, þar sem hann sat, og á þeirri sömu stundu. Hún varpar sér að fótum hans, sem voru orðnir þreyttir hennar vegna af daggöngunni og óhreinir af göturykinu; hún braut alabastursbuðkinn yfir fótum Jesú og jierraði þá með hári sínu, en húsið fyltist af ilm smyrslanna. María er imynd tilbeiöslunnar. Tilbeiðsla sem hennar í anda og sannleika fyllir ávalt húsið ilmi. Engin sál, nema sú, er séð hefir niður í djúp glötunarinnar og síðan upp í frelsisdýrð Guðs barna í Jesú Kristi, getur fylst þeim kær- leika, sem María sýndi, kærleika sem ekki met- ur neitt of gott, og getur því beðið í anda og sannleika. Jesús í vinahóp. Það hvílir sérstök fegurð og dýrð yfir frá- sögn Jóhannesar frá Jesú í vinahópnum smáa í Betaníu. Hann er þar eins og hann væri einn af oss, elskandi og elskaður. Hann situr þar í systkinahhóp. Þessi systkini eru oss lík að eðli, en kærleikur Jesú og samfélag þeirra við hann hefir smám saman dregið þau upp úr spill- ingardjúpinu, upp úr hrygðarinnar djúpu vötnum, upp til sællar gleði og himneskrar hugg- unar. „Lazarus var einn af þeim, sem sátu við borðið með honum.“ Þessi orð virðast vera svo hversdagsleg í fljótu bragði. En þeim sem veit, hvað á undan var gengið á þessu heimili, sýna þau, guðlegt eðli Jesú, þvi að fyrir fám dögum var sætið hans autt við borðið. En nú situr hann glaðlifandi mitt á meðal þeirra. Hann sat „með Jesú“; það var Jesú Guðssonurinn og mannssonurinn, sem hafði gert kraftaverkið á honum. —• JÞeim systrum hafði eigi til hugar komið fyr- ir fám dög'urn, að bróðir þeirra mundi aftur fylla það sæti. Þeim var sá dagur i svo fersku minni, er hann var dáinn, borinn til grafar. Þau mintust andvarpsins þunga: „Hefði Jesús verið hérna, þá hefði þetta eklci komið fyrir.“ En hann kom á réttum tíma, sá, sem hjörtun þráðu, hann frestaði komu sinni til þess eins, að dýrð hans, máttur hans, mætti verða þvi aug- ljósari. Hann kom ekki fyr en allir mannlegar vonir voru úti, og steininum var velt frá gröf- inni, til þess að enginn nema Guð einn skyldi hljóta heiðurinn. Vinir mínir! Þér komið aldrei of s e’i n t. Þegar kuldagustur þrengingarinnar slekkur blys vonar vorrar, þá kemur hann alt af til þeirra, sem bíða eftir honum. Lazarus var vakinn upp frá dauðum. Himin- höll Guðs mun á sínum tíma fyllast af sálum, sem Jesús hefir hrifið úr faðminum á höfö- ingja þessa heims, með kærleika sínum og valdi, eins og Lazarus. Heimkynnið vort hið nýja skal rúma alla — alla, sem dauðinn hefir ekkert vald yfir, af því, að þeir hafa gengið Jesú á hönd, sem dó fyrir þá. „Jesú dó fyrir mig.“ í trúnni á þessi fjögur orð, get eg bæði lifað og dáið,“ sagði Spurgon prédikari, einhverju sinni. Enginn grafarsteinn

x

Ljós og sannleikur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.