Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 4

Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 4
64 L ILJJ A N ,,Hann sendi þjer hjálp frá helgidóm- inum, styðji þig frá Zíon“. Hann .veiti þjer það, sem hjarta þitt þráir og' veiti framgang öllum áformum þínum! — Vjer vitum, að aldrei logar hjartað fremur af brennandi þrá, en þegar líf- ið er að opnast fyrir æskunni og hún sjer lífið blasa við í vonaljóma æfi-vors síns. Öll heilbrigð æska setur sjer þá fögur áfoiTn, um það, sem hún vill starfa að og helga vaknandi krafta sína. Fyrir því óskum vjer og biðjum, að Guð sendi henni hjálp frá helgidóm- inum og styðji hana frá Zíon, að hann veiti hverjum yðar það,sem hjarta hans þráir gott og göfugt, og veiti fram- gang öllum hans fegurstu áformum og björtustu vonum. Vjer óskum, að hver stund í helgi- dóminum megi veita yður hjálp. Megi hreinsa hugann, megi göfga viljann, megi styrkja karlmannslundina og glæða alt, sem best býr í yður sjálfum. Vjer óskum, að starf yðar, innan fje- lagsins og utan þess, fái orðið fána vor- um til sóma og prýði. Munið, að þessi vor göfgi þjóðfáni, er hinn eini þjóð- fáni veraldarinnar, sem ekki hefur fall- ið blóðblettur á. Gætið hans, að eigi falli hinn minsti blettur á hann í yðar höndum. Munið, að fáni vor ber forn- helga rún, sem í fyrstu var smáð og lítilsvirt, en Jesús Kristur hefur helgað hana með fóm sinni, svo að hún hefur síðan verið merki alls þess, sem mann- kynið hefur göfgast átt og fegurst von- að, til þessarar stundar. Hið lítils virta og smánaða krossmerki, fjekk ljóma af Jesú. Látið og hið litla fjelag yðar og fána þess, fá ljóma af göfgandi áhrifum hans, — ljóma af Jesú. Iíinn blái litur fánans táknar gleðina og minnir á himininn. Hinn hvíti kross hans táknar hreinleikann, sem þjer eig- ið að varðveita og geyma í hjarta. Og hin rauða helgirún táknar kærleikann og göfuga sjálfsfórnina fyrir hann og í nafni hans, sem krossinn hefur helg- að. Látið þessi tákn vera yður helgi. Teljið það sóma yðar og aðalsrjettindi, að berjast góðri baráttu undir þessum merkjum, fyrir þjóð vora og fósturjörð, að hverju því málefni, sem auka má gagn og heill hennar. Með þá baráttu ókominna æfiára yð- ar fyrir augum, tökum vjer oss í munn hin helgu orð tekstans: „Ó að vjer mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors“. Með þá ósk og bæn í hjarta, viljum vjer nú hylla fána vorn og heitstrengja að vernda hann hreinan. ----0---- Jólakvöld. Vjer höfðum verið kappsamir um of í veiðiför vorri um eyjasundin. Og að lokum hreptum vjer mótvindi og hvass- viðri. Gátum vjer því eigi náð heim til borgarinnar fyrir jólakvöldið, sem fyr- ir var ætlað, og þótti harla ilt. Alt kvöldið köstuðu öldurnar oss á milli sín sem hnoða úti á rúmsjó, og hefði verið allmikil mannhætta, ef vjer hefðum eigi haft svo góðan bát, sem vjer höfð- um. Og sárleiðinlegt hefði þetta volk orðið, hefði eigi einn samferðamaður- inn stytt oss stundir með glaðlyndi sínu og sögum. Hann var maður erlendur og var formaður fyrir skipi, sem hann átti sjálfur. Lá það í vetrarlægi í höfn vorri. Honum var eigi svo mikið í mun sem oss hinum að vera á þurru landi jólaaftan. Því að hann átti engin skyld-

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.